Fyrirtæki sem vöruð hafa verið við eru til að mynda McDonalds, tölvufyrirtækið IBM auk skyndibitakeðjunnar KFC. Saksóknarar hafa meðal heimsótt bækistöðvar fyrirtækjanna í Rússlandi og hringt í stjórnendur þeirra.
Vladimir Pútín forseti Rússlands kvaðst fyrr í vikunni styðja lög um að þjóðnýta eignir erlendra fyrirtækja sem lokað hafa starfsemi vegna innrásarinnar.
Samkvæmt Wall Street Journal hefur eitt ónafngreint fyrirtæki skorið á tengsl við rússnesk útibú sín, af ótta við hleranir rússneskra stjórnvalda. Önnur hafa flutt stjórnarmenn út úr landi.