Börnin okkar í Kópavogi Ásta Kristín Guðmundsdóttir skrifar 14. mars 2022 09:00 Samfélagið þarf að bregst við strax Ekkert barn á að líða fyrir fátækt foreldra sinna, ekkert foreldri á að þurfa að velja á milli að borga skólamáltíð fyrir barnið sitt eða annan reikning. Við sem samfélag eigum að geta gripið inn í og aðstoðað þar sem við á. Börnin okkar eiga rétt á að alast upp án þess að þurfa að bera þá ábyrgð að hugsa um næstu máltíð, næstu mánaðarmót eða næstu önn, þau eiga að njóta þess að vera börn, ná að læra og stunda frístundir. Gjaldfrjálsir skólar Í stefnuskrá Vinstri Grænna er stefnt að ókeypis leikskólum og ókeypis skólamáltíðum fyrir grunnskólabörn. Mörg börn búa við og undir fátæktarmörkum, því þarf að huga sérstaklega að þeim hópi til að gera þeim kleift að mennta sig og stunda tómstundir eins og íþróttir, tónlistarnám, skátana eða annað sem hugur þeirra stefnir til. Skólamáltíðir í grunnskólum Kópavogs kosta 10.553 krónur á mánuði og leikskólagjald fyrir 8 klst, dag kostar 35.403 krónur á mánuði. Fullt gjald fyrir frístund í 41-60 klst, á mánuði eru 19.699 krónur á mánuði en lækka með systkinaafslætti og falla alveg niður við fjórða systkini. Undirrituð vill að engir foreldrar eða börn þurfi að líða skort vegna fátæktar. Ekki er raunhæft að fella niður öll þessi gjöld á einu bretti og því þarf að vinna málið í ákveðnum skrefum. Tekjutenging Ég vil að byrjað sé á tekjutengingu, þá yrðu heildartekjur fjölskyldu að vera undir ákveðnum viðmiðum til að hægt sé að fella út gjöld vegna máltíða og leikskóla, eða veita afslátt. Tekjutenging yrði þá fyrir bæði einstaklinga og einnig fyrir einstaklinga í sambúð. Hægt væri að nýta sama viðmið til að hækka frístundarstyrk til sömu fjölskyldna sem börnin gætu nýtt sér í frístundir utan skólatíma. Passa verður upp á að gjöld hækki samt ekki til þeirra foreldra sem borga áfram fullt gjald, þannig að þau gjöld sem nú eru væru grunngjöldin sem svo yrði veittur afsláttur af eftir tekjum foreldra. Þannig nýtum við fjármagnið sem best og tryggjum að þau sem þurfi njóti þess stuðnings sem samfélagið getur boðið. Börnin okkar skipta allt samfélagið máli og það er samfélagslegt verkefni að tryggja þeim öllum sömu tækifæri. Þannig gerum við Kópavog enn betri bæ. Höfundur er félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samfélagið þarf að bregst við strax Ekkert barn á að líða fyrir fátækt foreldra sinna, ekkert foreldri á að þurfa að velja á milli að borga skólamáltíð fyrir barnið sitt eða annan reikning. Við sem samfélag eigum að geta gripið inn í og aðstoðað þar sem við á. Börnin okkar eiga rétt á að alast upp án þess að þurfa að bera þá ábyrgð að hugsa um næstu máltíð, næstu mánaðarmót eða næstu önn, þau eiga að njóta þess að vera börn, ná að læra og stunda frístundir. Gjaldfrjálsir skólar Í stefnuskrá Vinstri Grænna er stefnt að ókeypis leikskólum og ókeypis skólamáltíðum fyrir grunnskólabörn. Mörg börn búa við og undir fátæktarmörkum, því þarf að huga sérstaklega að þeim hópi til að gera þeim kleift að mennta sig og stunda tómstundir eins og íþróttir, tónlistarnám, skátana eða annað sem hugur þeirra stefnir til. Skólamáltíðir í grunnskólum Kópavogs kosta 10.553 krónur á mánuði og leikskólagjald fyrir 8 klst, dag kostar 35.403 krónur á mánuði. Fullt gjald fyrir frístund í 41-60 klst, á mánuði eru 19.699 krónur á mánuði en lækka með systkinaafslætti og falla alveg niður við fjórða systkini. Undirrituð vill að engir foreldrar eða börn þurfi að líða skort vegna fátæktar. Ekki er raunhæft að fella niður öll þessi gjöld á einu bretti og því þarf að vinna málið í ákveðnum skrefum. Tekjutenging Ég vil að byrjað sé á tekjutengingu, þá yrðu heildartekjur fjölskyldu að vera undir ákveðnum viðmiðum til að hægt sé að fella út gjöld vegna máltíða og leikskóla, eða veita afslátt. Tekjutenging yrði þá fyrir bæði einstaklinga og einnig fyrir einstaklinga í sambúð. Hægt væri að nýta sama viðmið til að hækka frístundarstyrk til sömu fjölskyldna sem börnin gætu nýtt sér í frístundir utan skólatíma. Passa verður upp á að gjöld hækki samt ekki til þeirra foreldra sem borga áfram fullt gjald, þannig að þau gjöld sem nú eru væru grunngjöldin sem svo yrði veittur afsláttur af eftir tekjum foreldra. Þannig nýtum við fjármagnið sem best og tryggjum að þau sem þurfi njóti þess stuðnings sem samfélagið getur boðið. Börnin okkar skipta allt samfélagið máli og það er samfélagslegt verkefni að tryggja þeim öllum sömu tækifæri. Þannig gerum við Kópavog enn betri bæ. Höfundur er félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar