Fá að kenna á því um leið og „ástríðufull“ fjölmiðlaumfjöllun fer af stað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. mars 2022 13:12 Hvalskurður í Hvalfirði. Til stendur að hefja hvalveiðar á ný í júní. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar harmar fréttir af endurkomu hvalveiða í sumar. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og fréttir af hvalveiðum taka að spyrjast út. Í Morgunblaðinu er haft eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf., að í sumar standi til að hefja hvalveiðar í júní. Þær muni standa fram í september eftir því sem veður leyfi. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerð í febrúar 2019 sem heimilar veiðar á langreyði og hrefnu fram til ársins 2023. Svandís Svavarsdóttir, matvæla- og sjávarútvegsráðherra, segir aftur á móti að fátt geti rökstutt heimild til hvalveiða í dag. Ferðaþjónustan reynir þessa dagana að ná vopnum sínum á ný eftir rúm tvö ár í heimsfaraldri þar sem ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum. Í dag fer fram aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem rýnt verður í framtíðarhorfur en Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri, segir að margir þættir vinni með henni - hvalveiðar séu þó alls ekki þar á meðal. „Það er náttúrlega margþekkt og hefur oft komið fram að ferðaþjónustan telur að hvalveiðar skaði ímynd Íslands sem ferðamannalands. Það er engum blöðum um það að fletta. Það þarf ekki annað en að skoða umfjöllun um hvalveiðar Íslendinga í erlendum miðlum. Þetta er oft og tíðum í stórum fjölmiðlum mjög ástríðufullar umfjallanir.“ Jóhannes segir ljóst að ferðamenn sem sæki Ísland heim leggi mikið upp úr náttúruskoðun. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og kastljósi fjölmiðla sébeint að hvalveiðum Íslendinga. „Þegar við horfum til þess að 80% af þeim ferðamönnum sem koma til Íslands segjast koma hingað til að skoða og upplifa náttúruna þá er augljóst að þetta hefur víðtæk áhrif.“ Jóhannes segir að hvalveiðar hafi ekki aðeins áhrif þegar komi að áhuga ferðamanna til að fara í hvalaskoðun heldur hafi veiðarnar stærri og víðtækari áhrif á Ísland sem áfangastað. „Og sem stað þar sem fólk getur komið víða úr veröldinni og upplifað náttúruna á einstakan máta þannig að það er mjög einfalt að segja að þetta fer bara einfaldlega ekki saman.“ Aðspurður hvort ferðaþjónustufyrirtækin finni með beinum hætti fyrir óánægju ferðamanna með hvalveiðar svarar Jóhannes því játandi. „Það er mjög vel þekkt í ferðaþjónustunni, hjá fyrirtækjunum og í könnunum á mörkuðum; bæði í bréfaskriftum, símhringingum og ýmsum leiðum. Þetta hefur mjög víðtæk áhrif og fyrirtækin finna beint fyrir þessu um leið og þetta kemst í umræðuna á ný.“ Hvalveiðar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hyggja á hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar en borgarbúar hafa veitt því eftirtekt að hvalskipið Hvalur 9 er nú í slipp. 23. mars 2022 07:40 Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. 5. febrúar 2022 08:57 Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Í Morgunblaðinu er haft eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf., að í sumar standi til að hefja hvalveiðar í júní. Þær muni standa fram í september eftir því sem veður leyfi. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerð í febrúar 2019 sem heimilar veiðar á langreyði og hrefnu fram til ársins 2023. Svandís Svavarsdóttir, matvæla- og sjávarútvegsráðherra, segir aftur á móti að fátt geti rökstutt heimild til hvalveiða í dag. Ferðaþjónustan reynir þessa dagana að ná vopnum sínum á ný eftir rúm tvö ár í heimsfaraldri þar sem ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum. Í dag fer fram aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem rýnt verður í framtíðarhorfur en Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri, segir að margir þættir vinni með henni - hvalveiðar séu þó alls ekki þar á meðal. „Það er náttúrlega margþekkt og hefur oft komið fram að ferðaþjónustan telur að hvalveiðar skaði ímynd Íslands sem ferðamannalands. Það er engum blöðum um það að fletta. Það þarf ekki annað en að skoða umfjöllun um hvalveiðar Íslendinga í erlendum miðlum. Þetta er oft og tíðum í stórum fjölmiðlum mjög ástríðufullar umfjallanir.“ Jóhannes segir ljóst að ferðamenn sem sæki Ísland heim leggi mikið upp úr náttúruskoðun. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og kastljósi fjölmiðla sébeint að hvalveiðum Íslendinga. „Þegar við horfum til þess að 80% af þeim ferðamönnum sem koma til Íslands segjast koma hingað til að skoða og upplifa náttúruna þá er augljóst að þetta hefur víðtæk áhrif.“ Jóhannes segir að hvalveiðar hafi ekki aðeins áhrif þegar komi að áhuga ferðamanna til að fara í hvalaskoðun heldur hafi veiðarnar stærri og víðtækari áhrif á Ísland sem áfangastað. „Og sem stað þar sem fólk getur komið víða úr veröldinni og upplifað náttúruna á einstakan máta þannig að það er mjög einfalt að segja að þetta fer bara einfaldlega ekki saman.“ Aðspurður hvort ferðaþjónustufyrirtækin finni með beinum hætti fyrir óánægju ferðamanna með hvalveiðar svarar Jóhannes því játandi. „Það er mjög vel þekkt í ferðaþjónustunni, hjá fyrirtækjunum og í könnunum á mörkuðum; bæði í bréfaskriftum, símhringingum og ýmsum leiðum. Þetta hefur mjög víðtæk áhrif og fyrirtækin finna beint fyrir þessu um leið og þetta kemst í umræðuna á ný.“
Hvalveiðar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hyggja á hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar en borgarbúar hafa veitt því eftirtekt að hvalskipið Hvalur 9 er nú í slipp. 23. mars 2022 07:40 Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. 5. febrúar 2022 08:57 Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Hyggja á hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar en borgarbúar hafa veitt því eftirtekt að hvalskipið Hvalur 9 er nú í slipp. 23. mars 2022 07:40
Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. 5. febrúar 2022 08:57
Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02