Aukum þátttökurétt í atvinnulífinu Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 24. mars 2022 07:31 Erfitt hefur verið fyrir marga að horfa upp á stríð brjótast út í Evrópu. Fréttirnar rista misdjúpt í sálarlífi fólks en algengt er og eðlilegt að einstaklingar finni fyrir tilhneigingu til að vilja hjálpa til í hræðilegu ástandi sem þessu. Á fjórða milljón einstaklinga hafa flúið Úkraínu og Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 6,5 milljónir einstaklinga séu um þessar mundir á flótta innan landamæranna. Fyrir ekki svo löngu birti úkraínsk kona færslu á samfélagsmiðli sem sýnir vel hryllinginn sem fólk upplifir en hún og fjölskylda hennar náðu að flýja þennan sama dag: „Ekki fara, Rússar skjóta bíla óbreyttra borgara, ástandið breytist alltaf. Ef vegtálmi er úkraínskur núna þýðir það ekki að hann verði ekki rússneskur eftir klukkutíma, vertu þar sem þú ert.“ Hugrökk móðir mín og bróðir fóru að spyrja rússnesku hermennina í götunni okkar hvort þeir myndu hleypa okkur út. Ég veit ekki enn hvernig fór, hafði ekki tíma til að spyrja. En á einhverjum tímapunkti, þegar þeir voru ÞAR, fyrir utan kjallarann, fyrir utan húsið, í þorpinu, heyrðist flautandi hljóð og nokkur mjög há sprengjuhljóð, mjög nálægt. Ég hélt að þetta væru endalokin.’’ Það er ógnvænlegt fyrir okkur sem búum í nokkuð öruggu smáríki á Norðurhvelinu að lesa svona lagað og algengt er að menn spyrji sig hvað stjórnvöld og einstaklingar geta gert til að hjálpa. Staðan á Íslandi fyrr og nú Þó nokkur fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til Íslands. Verið er að vinna í því að skapa þeim sem allra bestu aðstæður. Dómsmálaráðherra ákvað fljótlega eftir að stríðið hófst að virkja 44. grein í útlendingalögum í fyrsta sinn til þess að veita íbúum Úkraínu vernd án tafar og skjóta þjónustu. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa einnig lyft grettistaki á undanförnum vikum við móttöku flóttafólks. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem bent er á að að Úkraínubúar sem hingað koma fái fyrst um sinn dvalarleyfi vegna mannúðarsjónarmiða en að því fylgi ekki atvinnuleyfi. Aftur á móti geti fólkið mögulega fengið alþjóðlega vernd eða annars konar ótímabundin réttindi til dvalar með tímanum – en að þetta geri það að verkum að fólk með dvalarleyfi á þessum grunni á oft erfitt með að komast inn á íslenskan vinnumarkað. Árið 2013 kom fram í frétt að kvensjúkdómalæknir frá Úkraínu hafði ekki fengið starfsréttindi sín metin hjá Útlendingastofnun. Það skiptir máli að fólkið sem flúið hefur Úkraínu og leggur leið sína til Íslands fái vinnu við hæfi ef það getur unnið og kýs að hefja störf sem fyrst. Vissulega þarf samt sem áður margt af flóttafólkinu eflaust á áfallahjálp að halda og stuðning við að verða virkir þátttakendur í samfélaginu, koma sér fyrir á nýju heimili og fá tækifæri til að læra íslensku. Réttast væri að veita flóttafólki rétt til þátttöku í atvinnulífinu. Með því er hægt að létta á kerfinu og minnka kostnað. Á sama tíma minnkar félagsleg einangrun, fólk fær fleiri tækifæri til þess að tengjast samfélaginu og verður hér til lengri tíma. Búið er að spá því að í framtíðinni verði skortur á vinnuafli hér á landi og því er skynsemdarráð að veita fólki aukin tækifæri til atvinnuþátttöku. Því fólk er auðlind og flóttafólk er engin undantekning á því. Höfundur er Reykvíkingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Erfitt hefur verið fyrir marga að horfa upp á stríð brjótast út í Evrópu. Fréttirnar rista misdjúpt í sálarlífi fólks en algengt er og eðlilegt að einstaklingar finni fyrir tilhneigingu til að vilja hjálpa til í hræðilegu ástandi sem þessu. Á fjórða milljón einstaklinga hafa flúið Úkraínu og Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 6,5 milljónir einstaklinga séu um þessar mundir á flótta innan landamæranna. Fyrir ekki svo löngu birti úkraínsk kona færslu á samfélagsmiðli sem sýnir vel hryllinginn sem fólk upplifir en hún og fjölskylda hennar náðu að flýja þennan sama dag: „Ekki fara, Rússar skjóta bíla óbreyttra borgara, ástandið breytist alltaf. Ef vegtálmi er úkraínskur núna þýðir það ekki að hann verði ekki rússneskur eftir klukkutíma, vertu þar sem þú ert.“ Hugrökk móðir mín og bróðir fóru að spyrja rússnesku hermennina í götunni okkar hvort þeir myndu hleypa okkur út. Ég veit ekki enn hvernig fór, hafði ekki tíma til að spyrja. En á einhverjum tímapunkti, þegar þeir voru ÞAR, fyrir utan kjallarann, fyrir utan húsið, í þorpinu, heyrðist flautandi hljóð og nokkur mjög há sprengjuhljóð, mjög nálægt. Ég hélt að þetta væru endalokin.’’ Það er ógnvænlegt fyrir okkur sem búum í nokkuð öruggu smáríki á Norðurhvelinu að lesa svona lagað og algengt er að menn spyrji sig hvað stjórnvöld og einstaklingar geta gert til að hjálpa. Staðan á Íslandi fyrr og nú Þó nokkur fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til Íslands. Verið er að vinna í því að skapa þeim sem allra bestu aðstæður. Dómsmálaráðherra ákvað fljótlega eftir að stríðið hófst að virkja 44. grein í útlendingalögum í fyrsta sinn til þess að veita íbúum Úkraínu vernd án tafar og skjóta þjónustu. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa einnig lyft grettistaki á undanförnum vikum við móttöku flóttafólks. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem bent er á að að Úkraínubúar sem hingað koma fái fyrst um sinn dvalarleyfi vegna mannúðarsjónarmiða en að því fylgi ekki atvinnuleyfi. Aftur á móti geti fólkið mögulega fengið alþjóðlega vernd eða annars konar ótímabundin réttindi til dvalar með tímanum – en að þetta geri það að verkum að fólk með dvalarleyfi á þessum grunni á oft erfitt með að komast inn á íslenskan vinnumarkað. Árið 2013 kom fram í frétt að kvensjúkdómalæknir frá Úkraínu hafði ekki fengið starfsréttindi sín metin hjá Útlendingastofnun. Það skiptir máli að fólkið sem flúið hefur Úkraínu og leggur leið sína til Íslands fái vinnu við hæfi ef það getur unnið og kýs að hefja störf sem fyrst. Vissulega þarf samt sem áður margt af flóttafólkinu eflaust á áfallahjálp að halda og stuðning við að verða virkir þátttakendur í samfélaginu, koma sér fyrir á nýju heimili og fá tækifæri til að læra íslensku. Réttast væri að veita flóttafólki rétt til þátttöku í atvinnulífinu. Með því er hægt að létta á kerfinu og minnka kostnað. Á sama tíma minnkar félagsleg einangrun, fólk fær fleiri tækifæri til þess að tengjast samfélaginu og verður hér til lengri tíma. Búið er að spá því að í framtíðinni verði skortur á vinnuafli hér á landi og því er skynsemdarráð að veita fólki aukin tækifæri til atvinnuþátttöku. Því fólk er auðlind og flóttafólk er engin undantekning á því. Höfundur er Reykvíkingur
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun