Skóli í hverju? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 1. apríl 2022 07:30 Það er spurning hvort Vinnuskólinn, sem sveitafélögin reka fyrir unglinga á sumrin, standi undir nafni. Unglingarnir fá aðeins greitt tiltekið hlutfall af lágmarkslaunum, mismunandi eftir sveitafélögum, undir því yfirskini að þar læri þau eitthvað. Vissulega læra þau að raka og gróðursetja blóm, jafnvel að stýra slátturvél. Sumsstaðar er einhver lífsleiknikennsla höfð með í för. Því miður hafa unglingarnir líka stundum lært að strákar eigi að vinna á vélum, en stelpur að raka. Jafnvel lært nokkra klámbrandara af sé lítið eldri unglingum. Verkstjórarnir eru nefninlega oft varla af unglingsaldri sjálfir og því sennilega ekki mikils að vænta af þeim sem verkstjórum. Læra börnin um réttindi sín á vinnumarkaði í Vinnuskólanum? Hvers vegna samþykkir verkalýðshreyfingin afar lága launataxta fyrir unglinga, en kennir þeim ekki um grundvallar réttindi þeirra á vinnumarkaði? Hvernig á að lesa launtöflur? Hvað segir launaseðillinn þér? Hver er veikindaréttur þinn? Hvað er uppsagnarfrestur, orlof, persónuafsláttur, lífeyrissjóðsgjald og í hvað fer stéttafélagsgjaldið? Hvenær er greidd dagvinna og hvenær yfirvinna? Hvað er jafnaðarkaup? Sem framhaldsskólakennari í 12 ár kynntist ég hversu illa unglingar stóðu á vinnumarkaðinum. Mörg hver óttuðust yfirmenn sína s.s. að vera látin í leiðinlegu verkin ef þau opnuðu munninn um rétt sinn. Nánast ekkert þeirra vissi hvað stéttarfélag var og flest unnu að mestu leyti á kvöldin og um helgar á jafnaðarkaupi. Ungmennin urðu gjarnan fyrir gagnrýni viðskiptavina, ef um þjónustustörf var að ræða, fyrir slaka þjónustulund og leti. Hins vegar höfðu þau hin sömu ekki fengið tilsögn í starfi að heitið geti. Engan æfingartíma. Fyrir margt löngu samdi ég kennsluefni um réttindi launafólks fyrir lífsleiknikennslu í framhaldsskólum. Að miklu leyti studdist ég við skrif Láru Júlíusdóttur, auk ýmissa annarra gagna. Ég hafði samband við starfsmenn ASÍ og óskaði eftir samstarfi um gott námsefni fyrir unglingana. Það var afþakkað og mér sagt að þau væru með sjálf með Menningar- og fræðslusamband alþýðu (MFA), sem þá var, og þyrftu ekki á mínum kröftum að halda. Ekki væri heldur inni í myndinni að deila með mér einhverju af námsefni MFA til þess að færa það inn í skólana. Fyrir ekki alls löngu átti ég samtal við formann verkalýðsfélags og benti honum á þessa vankanta Vinnuskólanna. Vonandi þó ekki allra. Hann hafi aldrei hugleitt að Vinnuskólinn væri vettvangur til að ala upp meðvitað verkafólk um réttindi sín og skyldur. Eins og margir leit hann svo á að þeir væru gott úrræði til að koma börnum á fætur á morgnanna yfir sumartímann og minnka tölvunotkun þeirra. Hann lofaði þó að hugsa málið. Sveitafélögin spara mikla fjármuni með því að láta unglinga sinna garðyrkjustörfum fyrir sig í stað fullorðins fólks. Hvað eru þau og verkalýðsfélögin að kenna börnunum um leið? Að vera umfram annað hlýðið og þögult vinnuafl, sem spyr engra spurninga? Mín reynsla af unglingum á vinnumarkaði svarar því játandi. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Garðyrkja Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er spurning hvort Vinnuskólinn, sem sveitafélögin reka fyrir unglinga á sumrin, standi undir nafni. Unglingarnir fá aðeins greitt tiltekið hlutfall af lágmarkslaunum, mismunandi eftir sveitafélögum, undir því yfirskini að þar læri þau eitthvað. Vissulega læra þau að raka og gróðursetja blóm, jafnvel að stýra slátturvél. Sumsstaðar er einhver lífsleiknikennsla höfð með í för. Því miður hafa unglingarnir líka stundum lært að strákar eigi að vinna á vélum, en stelpur að raka. Jafnvel lært nokkra klámbrandara af sé lítið eldri unglingum. Verkstjórarnir eru nefninlega oft varla af unglingsaldri sjálfir og því sennilega ekki mikils að vænta af þeim sem verkstjórum. Læra börnin um réttindi sín á vinnumarkaði í Vinnuskólanum? Hvers vegna samþykkir verkalýðshreyfingin afar lága launataxta fyrir unglinga, en kennir þeim ekki um grundvallar réttindi þeirra á vinnumarkaði? Hvernig á að lesa launtöflur? Hvað segir launaseðillinn þér? Hver er veikindaréttur þinn? Hvað er uppsagnarfrestur, orlof, persónuafsláttur, lífeyrissjóðsgjald og í hvað fer stéttafélagsgjaldið? Hvenær er greidd dagvinna og hvenær yfirvinna? Hvað er jafnaðarkaup? Sem framhaldsskólakennari í 12 ár kynntist ég hversu illa unglingar stóðu á vinnumarkaðinum. Mörg hver óttuðust yfirmenn sína s.s. að vera látin í leiðinlegu verkin ef þau opnuðu munninn um rétt sinn. Nánast ekkert þeirra vissi hvað stéttarfélag var og flest unnu að mestu leyti á kvöldin og um helgar á jafnaðarkaupi. Ungmennin urðu gjarnan fyrir gagnrýni viðskiptavina, ef um þjónustustörf var að ræða, fyrir slaka þjónustulund og leti. Hins vegar höfðu þau hin sömu ekki fengið tilsögn í starfi að heitið geti. Engan æfingartíma. Fyrir margt löngu samdi ég kennsluefni um réttindi launafólks fyrir lífsleiknikennslu í framhaldsskólum. Að miklu leyti studdist ég við skrif Láru Júlíusdóttur, auk ýmissa annarra gagna. Ég hafði samband við starfsmenn ASÍ og óskaði eftir samstarfi um gott námsefni fyrir unglingana. Það var afþakkað og mér sagt að þau væru með sjálf með Menningar- og fræðslusamband alþýðu (MFA), sem þá var, og þyrftu ekki á mínum kröftum að halda. Ekki væri heldur inni í myndinni að deila með mér einhverju af námsefni MFA til þess að færa það inn í skólana. Fyrir ekki alls löngu átti ég samtal við formann verkalýðsfélags og benti honum á þessa vankanta Vinnuskólanna. Vonandi þó ekki allra. Hann hafi aldrei hugleitt að Vinnuskólinn væri vettvangur til að ala upp meðvitað verkafólk um réttindi sín og skyldur. Eins og margir leit hann svo á að þeir væru gott úrræði til að koma börnum á fætur á morgnanna yfir sumartímann og minnka tölvunotkun þeirra. Hann lofaði þó að hugsa málið. Sveitafélögin spara mikla fjármuni með því að láta unglinga sinna garðyrkjustörfum fyrir sig í stað fullorðins fólks. Hvað eru þau og verkalýðsfélögin að kenna börnunum um leið? Að vera umfram annað hlýðið og þögult vinnuafl, sem spyr engra spurninga? Mín reynsla af unglingum á vinnumarkaði svarar því játandi. Höfundur er grunnskólakennari.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun