Einn skjálfti til viðótar hefur náð stærð 3 en sá reið yfir klukkan þrjár mínútur yfir tvö. Sá næsti þar á eftir var 2,9 að stærð og reið yfir klukkan korter í tvö.
„Þetta eru þrír skjálftar sem eru í kring um þrjá að stærð, aðrir eru smáskjálftar eða nokkuð minni. Þetta eru rúmlega sjötíu skjálftar sem hafa mælst á þessari klukkustund síðan hrinan byrjaði,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hann segir skjálftana hafa fundist vel í Grindavík en tilkynningar hafi ekki borist til Veðurstofu annars staðar frá.
Þá hafi skjálftavirkni verið regluleg í Grindavík undanfarna mánuði en þá oftast smáskjálftavirkni. Síðast hafi jarðskjálftahrina riðið yfir dagana 18. og 19. mars þegar um 170 skjálftar mældust á einum sólarhring en enginn þeirra yfir 3 að stærð.
Síðast mældist skjálfti yfir þremur á svæðinu þann 14. febrúar.