Húsnæðisloforð ríkisstjórnarinnar: Ekkert að marka Kristrún Frostadóttir skrifar 5. apríl 2022 17:31 Innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins sagði í síðasta mánuði í sérstakri umræðu á Alþingi um húsnæðismál: „Sá ráðherra er hér stendur leggur mikla áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis um allt land og hefur lagt inn tillögur í fjármálaáætlun fyrir árin 2023–2027 um verulega aukningu fjármuna til að fjölga uppbyggingu íbúða fyrir tilstuðlan opinbers húsnæðisstuðnings… við erum með framtíðarsýn, við erum með plan og það skýrist.“ Í grein í Morgunblaðinu á sama tíma boðaði formaður Framsóknarflokksins stofnun stýrihóps til að móta húsnæðisstefnu fyrir Ísland. Stefnuna átti svo að leggja fyrir Alþingi til samþykktar í formi þingsályktunar. Slík stefna er lykilatriði í komandi kjarasamningum, sér í lagi ef koma á í veg fyrir að verðbólguskrið fari af stað. Í greininni sagði innviðaráðherra: „Ef mín áform ganga eftir verður lagður grundvöllur að því að hér á landi verði hægt að stórauka húsnæðisuppbyggingu á næstu árum og jafnvel horft til þess að setja markið á að það verði byggðar allt að 20.000 íbúðir á næstu fimm árum og þar af 7.000 með aðkomu hins opinbera í formi fjölbreytts húsnæðisstuðnings. Við erum með skýr markmið.“ Þetta plan hefur nú skýrst. Og það plan heitir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem ákvarðar fjármögnun verkefna á kjörtímabilinu. Fjármagn í húsnæðismál dregst saman á tímabilinu, til ársins 2027. Í áætluninni má finna viðbótar 500 milljónir króna til að mæta fjölgun leigjenda á tímabilinu – ekki aukinn stuðning við hópinn heldur til að mæta fjölgun. Að öðru leyti dregst húsnæðisstuðningurinn saman. Stofnframlög til að byggja almennar íbúðir dragast saman um 2 milljarða króna. Stofnframlög sem eru undirstaða framboðsaðgerða stjórnvalda. Stjórnvalda sem hafa ítrekað talað um að framboðshliðin á íbúðamarkaði sé brostin. Inntur eftir viðbrögðum við hvers vegna algjört ósamræmi sé á milli yfirlýsinga innviðaráðherra og þess fjármagns sem veitt er í áætlunum stjórnvalda sagði fjármálaráðherra á Alþingi að ekki væri tímabært að setja tölu á hversu sterkt stjórnvöld eigi að stíga niður í húsnæðismálum. Þetta er í hrópandi ósamræmi við orð innviðaráðherra sem hefur ítrekað varpað fram tölusettu markmiði: 7000 íbúðir með aðkomu hins opinbera yfir 5 ára tímabili. Það eru 1400 íbúðir á ári. Langt umfram þann fjölda sem núverandi húsnæðisstuðningur hins opinbera stendur undir, hvað þá eftir að skorið verður niður í þeim málaflokki m.v núverandi áætlun stjórnvalda. Þessar innistæðulausu yfirlýsingar eru grafalvarlegt mál. Annað hvort er innviðaráðherra viljandi að afvegaleiða þjóðina þegar velferðarumbótum er lofað sem enginn stuðningur er við í fjármálaráðuneytinu, eða hann er ekki læs á fjármálaáætlun eigin ríkisstjórnar og þar með hver raunverulega stjórnar. Hvort er verra? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Húsnæðismál Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins sagði í síðasta mánuði í sérstakri umræðu á Alþingi um húsnæðismál: „Sá ráðherra er hér stendur leggur mikla áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis um allt land og hefur lagt inn tillögur í fjármálaáætlun fyrir árin 2023–2027 um verulega aukningu fjármuna til að fjölga uppbyggingu íbúða fyrir tilstuðlan opinbers húsnæðisstuðnings… við erum með framtíðarsýn, við erum með plan og það skýrist.“ Í grein í Morgunblaðinu á sama tíma boðaði formaður Framsóknarflokksins stofnun stýrihóps til að móta húsnæðisstefnu fyrir Ísland. Stefnuna átti svo að leggja fyrir Alþingi til samþykktar í formi þingsályktunar. Slík stefna er lykilatriði í komandi kjarasamningum, sér í lagi ef koma á í veg fyrir að verðbólguskrið fari af stað. Í greininni sagði innviðaráðherra: „Ef mín áform ganga eftir verður lagður grundvöllur að því að hér á landi verði hægt að stórauka húsnæðisuppbyggingu á næstu árum og jafnvel horft til þess að setja markið á að það verði byggðar allt að 20.000 íbúðir á næstu fimm árum og þar af 7.000 með aðkomu hins opinbera í formi fjölbreytts húsnæðisstuðnings. Við erum með skýr markmið.“ Þetta plan hefur nú skýrst. Og það plan heitir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem ákvarðar fjármögnun verkefna á kjörtímabilinu. Fjármagn í húsnæðismál dregst saman á tímabilinu, til ársins 2027. Í áætluninni má finna viðbótar 500 milljónir króna til að mæta fjölgun leigjenda á tímabilinu – ekki aukinn stuðning við hópinn heldur til að mæta fjölgun. Að öðru leyti dregst húsnæðisstuðningurinn saman. Stofnframlög til að byggja almennar íbúðir dragast saman um 2 milljarða króna. Stofnframlög sem eru undirstaða framboðsaðgerða stjórnvalda. Stjórnvalda sem hafa ítrekað talað um að framboðshliðin á íbúðamarkaði sé brostin. Inntur eftir viðbrögðum við hvers vegna algjört ósamræmi sé á milli yfirlýsinga innviðaráðherra og þess fjármagns sem veitt er í áætlunum stjórnvalda sagði fjármálaráðherra á Alþingi að ekki væri tímabært að setja tölu á hversu sterkt stjórnvöld eigi að stíga niður í húsnæðismálum. Þetta er í hrópandi ósamræmi við orð innviðaráðherra sem hefur ítrekað varpað fram tölusettu markmiði: 7000 íbúðir með aðkomu hins opinbera yfir 5 ára tímabili. Það eru 1400 íbúðir á ári. Langt umfram þann fjölda sem núverandi húsnæðisstuðningur hins opinbera stendur undir, hvað þá eftir að skorið verður niður í þeim málaflokki m.v núverandi áætlun stjórnvalda. Þessar innistæðulausu yfirlýsingar eru grafalvarlegt mál. Annað hvort er innviðaráðherra viljandi að afvegaleiða þjóðina þegar velferðarumbótum er lofað sem enginn stuðningur er við í fjármálaráðuneytinu, eða hann er ekki læs á fjármálaáætlun eigin ríkisstjórnar og þar með hver raunverulega stjórnar. Hvort er verra? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun