Notaleg upplifun í góðri flugstöð Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir skrifar 7. apríl 2022 11:01 Á Keflavíkurflugvelli er oft talað um „flugvallarsamfélagið“ og ekki að ástæðulausu. Við sem störfum fyrir Isavia, flugfélögin, verslanir, aðra rekstraraðila og þjónustufyrirtæki á vellinum eigum svo margt sameiginlegt, ekki síst metnað fyrir hönd Keflavíkurflugvallar. Við gerum okkur grein fyrir því að flugvöllurinn er meðal mikilvægustu innviða landsins og á að auki í harðri alþjóðlegri samkeppni um hylli flugfélaga og farþega. Meðal þess sem hefur mikil áhrif á velgengni vallarins er hvernig til tekst að skapa góða umgjörð og þjónustu í flugstöðinni. Um það snýst okkar starf. Eftirsóttur vettvangur þjónustu Flugstöðin í Keflavík er auðvitað ekki eins og hver önnur verslunarmiðstöð, heldur staður þar sem heimamenn eru komnir til að hefja ánægjulegt ferðalag og skapa nýjar minningar og erlendir ferðamenn ljúka upplifun sinni af Íslandsferðinni. Þetta er áfangastaður eða tengistöð milljóna ferðamanna. Margir farþegar dvelja aðeins skamma stund í flugstöðinni en yfirleitt gefst tími til að njóta veitinga eða versla dálítið. Þetta er fyrir mörgum ómissandi hluti ferðalagsins, skemmtileg upphitun fyrir heimamenn getum við sagt og lokatækifæri erlendra gesta til að njóta íslenskra veitinga og kaupa íslenskan varning. Þau fyrirtæki sem eru hlutskörpust í útboði um að leigja aðstöðu til að þjóna viðskiptavinum í flugstöðinni geta gengið að því vísu að í eðlilegu árferði streymi mikill fjöldi fólks fram hjá inngangi og skoði hvað er í boði. Þarna eru því góð viðskiptatækifæri. Rýmið sem í boði er fyrir veitingastaði, verslanir og aðra þjónustu er takmarkað. Miklu færri komast að en vilja. Þess vegna gilda um úthlutun slíkrar aðstöðu skýrar samkeppnisreglur. Áður en gengið er frá leigusamningum þarf að hafa samkeppni um þessi viðskiptatækifæri á Evrópska efnahagssvæðinu og tryggja jafnræði og gagnsæjar samkeppnisforsendur. Það myndi t.d. stríða gegn gildandi reglum að auglýsa eftir veitingastað sem augljóst væri að einungis Íslendingar gætu rekið. Farið að óskum ferðalanga Mikill áhugi er augljóslega á þeim tækifærum sem nú bjóðast í veitingarekstri í flugstöðinni og margir bíða spenntir eftir þeim möguleikum sem skapast við stækkun hennar. Nú er leitað tilboða í rekstur tveggja veitingastaða. Þeir sem nú standa að slíkum rekstri í flugstöðinni eiga auðvitað kost á því eins og aðrir að bjóða í nýja aðstöðu. Stærri staðurinn á að höfða til breiðs hóps viðskiptavina en sá minni, sem verður með norrænar áherslur í matargerð, á að veita meiri þjónustu. Báðir staðirnir eiga að vera spennandi í augum ferðalanga nútímans - bjóða upp á notalega upplifun Sú ákvörðun að leita tilboða í báða staðina saman var tekin eftir að gerð var könnun á veitingamarkaðnum um afstöðu til útboðsins. Þá var við undirbúning málsins stuðst við þjónustumælingar á fjölda flugvalla ásamt ítarlegum markaðskönnunum á Keflavíkurflugvelli, þar sem spurt var hvað farþegar sæktust eftir. Fram kom að fólk vildi sjá aukin gæði og meiri breidd í vöruúrvali sem og skýr áhugi á því að fanga á einhvern hátt tilfinninguna við að vera á Íslandi. Okkar markmið er að ná þessu fram í samstarfi við metnaðarfullt og vandað veitingafólk. Það útboð sem nú hefur verið kynnt er aðeins forsmekkurinn að því sem framundan er. Samningar renna út og færa þarf til þjónustusvæði vegna stækkunarframkvæmda. Fyrsti áfangi stækkunar er ný 20 þúsund fermetra austurbygging. Eftir sex ár verður flugstöðin tvöfalt stærri en hún er í dag. Það er því mikill hugur í flugvallarsamfélaginu á Keflavíkurflugvelli. Markmið okkar allra er að auka þjónustu við þá sem þar fara um, bæta upplifun fólks og ánægju af heimsókn í flugstöðina, um leið og við stuðlum að því að treysta samkeppnisstöðu flugvallarins í krefjandi alþjóðlegu umhverfi. Höfundur er deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Veitingastaðir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Keflavíkurflugvelli er oft talað um „flugvallarsamfélagið“ og ekki að ástæðulausu. Við sem störfum fyrir Isavia, flugfélögin, verslanir, aðra rekstraraðila og þjónustufyrirtæki á vellinum eigum svo margt sameiginlegt, ekki síst metnað fyrir hönd Keflavíkurflugvallar. Við gerum okkur grein fyrir því að flugvöllurinn er meðal mikilvægustu innviða landsins og á að auki í harðri alþjóðlegri samkeppni um hylli flugfélaga og farþega. Meðal þess sem hefur mikil áhrif á velgengni vallarins er hvernig til tekst að skapa góða umgjörð og þjónustu í flugstöðinni. Um það snýst okkar starf. Eftirsóttur vettvangur þjónustu Flugstöðin í Keflavík er auðvitað ekki eins og hver önnur verslunarmiðstöð, heldur staður þar sem heimamenn eru komnir til að hefja ánægjulegt ferðalag og skapa nýjar minningar og erlendir ferðamenn ljúka upplifun sinni af Íslandsferðinni. Þetta er áfangastaður eða tengistöð milljóna ferðamanna. Margir farþegar dvelja aðeins skamma stund í flugstöðinni en yfirleitt gefst tími til að njóta veitinga eða versla dálítið. Þetta er fyrir mörgum ómissandi hluti ferðalagsins, skemmtileg upphitun fyrir heimamenn getum við sagt og lokatækifæri erlendra gesta til að njóta íslenskra veitinga og kaupa íslenskan varning. Þau fyrirtæki sem eru hlutskörpust í útboði um að leigja aðstöðu til að þjóna viðskiptavinum í flugstöðinni geta gengið að því vísu að í eðlilegu árferði streymi mikill fjöldi fólks fram hjá inngangi og skoði hvað er í boði. Þarna eru því góð viðskiptatækifæri. Rýmið sem í boði er fyrir veitingastaði, verslanir og aðra þjónustu er takmarkað. Miklu færri komast að en vilja. Þess vegna gilda um úthlutun slíkrar aðstöðu skýrar samkeppnisreglur. Áður en gengið er frá leigusamningum þarf að hafa samkeppni um þessi viðskiptatækifæri á Evrópska efnahagssvæðinu og tryggja jafnræði og gagnsæjar samkeppnisforsendur. Það myndi t.d. stríða gegn gildandi reglum að auglýsa eftir veitingastað sem augljóst væri að einungis Íslendingar gætu rekið. Farið að óskum ferðalanga Mikill áhugi er augljóslega á þeim tækifærum sem nú bjóðast í veitingarekstri í flugstöðinni og margir bíða spenntir eftir þeim möguleikum sem skapast við stækkun hennar. Nú er leitað tilboða í rekstur tveggja veitingastaða. Þeir sem nú standa að slíkum rekstri í flugstöðinni eiga auðvitað kost á því eins og aðrir að bjóða í nýja aðstöðu. Stærri staðurinn á að höfða til breiðs hóps viðskiptavina en sá minni, sem verður með norrænar áherslur í matargerð, á að veita meiri þjónustu. Báðir staðirnir eiga að vera spennandi í augum ferðalanga nútímans - bjóða upp á notalega upplifun Sú ákvörðun að leita tilboða í báða staðina saman var tekin eftir að gerð var könnun á veitingamarkaðnum um afstöðu til útboðsins. Þá var við undirbúning málsins stuðst við þjónustumælingar á fjölda flugvalla ásamt ítarlegum markaðskönnunum á Keflavíkurflugvelli, þar sem spurt var hvað farþegar sæktust eftir. Fram kom að fólk vildi sjá aukin gæði og meiri breidd í vöruúrvali sem og skýr áhugi á því að fanga á einhvern hátt tilfinninguna við að vera á Íslandi. Okkar markmið er að ná þessu fram í samstarfi við metnaðarfullt og vandað veitingafólk. Það útboð sem nú hefur verið kynnt er aðeins forsmekkurinn að því sem framundan er. Samningar renna út og færa þarf til þjónustusvæði vegna stækkunarframkvæmda. Fyrsti áfangi stækkunar er ný 20 þúsund fermetra austurbygging. Eftir sex ár verður flugstöðin tvöfalt stærri en hún er í dag. Það er því mikill hugur í flugvallarsamfélaginu á Keflavíkurflugvelli. Markmið okkar allra er að auka þjónustu við þá sem þar fara um, bæta upplifun fólks og ánægju af heimsókn í flugstöðina, um leið og við stuðlum að því að treysta samkeppnisstöðu flugvallarins í krefjandi alþjóðlegu umhverfi. Höfundur er deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun