Mömmuþjálfunaræði grípur nýbakaðar mæður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. apríl 2022 23:31 Hildur Karen Jóhannsdóttir þjálfar hópinn. Hún er með Crossfit level 1 þjálfararéttindi og er sjálf móðir. arnar halldórsson Gríðarleg eftirspurn er í svokallaða mömmuþjálfun þar sem nýbakaðar mæður æfa saman í hóp. Þær segja nauðsynlegt að komast út af heimilinu í fæðingarorlofi og svitna svolítið með öðrum mæðrum. Svokölluð mömmuþjálfun hefur sprungið út og má segja að mömmuþjálfunaræði hafi gripið nýbakaðar mæður. Í tímunum æfa þær með börnum sínum þar sem áhersla er lögð á þá líkamshluta sem barnsburður og fæðing hefur hvað mest áhrif á. Námskeiðið er það vinsælasta hjá Afreki en þrjú námskeið er uppseld og biðlistar í suma tíma. „Við byrjuðum bara með einn tíma í janúar en síðan höfum við verið að anna eftirspurn og bættum við tímum í febrúar og aftur í mars,“ sagði Hildur Karen Jóhannsdóttir, þjálfari hjá Afreki. Andrea og Kristjana æfa hjá Afreki.arnar halldórsson „Þetta er bara geggjað gaman. Fjölbreyttar æfingar og eitthvað fyrir alla. Sjúklega gaman,“ sagði Andrea Björk Harðardóttir, móðir. „Þetta er nauðsynlegt, er svo skemmtilegt. Gefur manni svo mikið,“ sagði Jónína Einarsdóttir, móðir. Jónína Einarsdóttir segir nauðsynlegt að komast á æfingu í orlofinu. arnar halldórsson Sprenging í fæðingum Margt valdi því að námskeiðið sé svo vinsælt. „Það er náttúrulega búin að vera sprengja í fæðingum og börnum núna en ég held líka að konur séu að sækjast í eitthvað meira. Ég hef það að markmiði þegar þær koma hingað inn að þær labbi út sveittar og búnar að fá smá útrás þannig ég held að þær séu að sækjast í það að taka smá á því,“ sagði Hildur Karen. Hildur Karen Jóhannsdóttir þjálfar mæðurnar. Sjálf er hún móðir vinnur við markaðsstörf í Wodbúðinni, heldur uppi fjarþjálfun auk þess sem hún er með BS gráðu í sálfræði. Nóg að gera. arnar halldórsson „Ég held að það sé líka gott fyrir mömmur að geta komist aðeins út. Hreyfa sig og komast í standið sem maður var í,“ sagði Andrea. Mikilvægt að komast út úr húsi í orlofinu „Það spyrst út hvað þetta gerir mikið fyrir mann í orlofi, í staðinn fyrir að vera lokaður inni heima og gera ekki neitt þá gerir það mjög mikið fyrir mann að komast á æfingar,“ sagði Jónína. Þær segja að það skipti miklu máli að geta tekið börn með á æfingar. „Ég kæmist ekki á æfingar nema ég gæti tekið hana með mér, þannig þetta er geggjað. Og henni finnst það líka skemmtilegt,“ sagði Jónína. „Og þær eru ótrúlega duglegar mömmurnar að grípa í æfingar með litlu krílin. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með því,“ sagði Hildur Karen. Börn og uppeldi Líkamsræktarstöðvar Heilsa Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Svokölluð mömmuþjálfun hefur sprungið út og má segja að mömmuþjálfunaræði hafi gripið nýbakaðar mæður. Í tímunum æfa þær með börnum sínum þar sem áhersla er lögð á þá líkamshluta sem barnsburður og fæðing hefur hvað mest áhrif á. Námskeiðið er það vinsælasta hjá Afreki en þrjú námskeið er uppseld og biðlistar í suma tíma. „Við byrjuðum bara með einn tíma í janúar en síðan höfum við verið að anna eftirspurn og bættum við tímum í febrúar og aftur í mars,“ sagði Hildur Karen Jóhannsdóttir, þjálfari hjá Afreki. Andrea og Kristjana æfa hjá Afreki.arnar halldórsson „Þetta er bara geggjað gaman. Fjölbreyttar æfingar og eitthvað fyrir alla. Sjúklega gaman,“ sagði Andrea Björk Harðardóttir, móðir. „Þetta er nauðsynlegt, er svo skemmtilegt. Gefur manni svo mikið,“ sagði Jónína Einarsdóttir, móðir. Jónína Einarsdóttir segir nauðsynlegt að komast á æfingu í orlofinu. arnar halldórsson Sprenging í fæðingum Margt valdi því að námskeiðið sé svo vinsælt. „Það er náttúrulega búin að vera sprengja í fæðingum og börnum núna en ég held líka að konur séu að sækjast í eitthvað meira. Ég hef það að markmiði þegar þær koma hingað inn að þær labbi út sveittar og búnar að fá smá útrás þannig ég held að þær séu að sækjast í það að taka smá á því,“ sagði Hildur Karen. Hildur Karen Jóhannsdóttir þjálfar mæðurnar. Sjálf er hún móðir vinnur við markaðsstörf í Wodbúðinni, heldur uppi fjarþjálfun auk þess sem hún er með BS gráðu í sálfræði. Nóg að gera. arnar halldórsson „Ég held að það sé líka gott fyrir mömmur að geta komist aðeins út. Hreyfa sig og komast í standið sem maður var í,“ sagði Andrea. Mikilvægt að komast út úr húsi í orlofinu „Það spyrst út hvað þetta gerir mikið fyrir mann í orlofi, í staðinn fyrir að vera lokaður inni heima og gera ekki neitt þá gerir það mjög mikið fyrir mann að komast á æfingar,“ sagði Jónína. Þær segja að það skipti miklu máli að geta tekið börn með á æfingar. „Ég kæmist ekki á æfingar nema ég gæti tekið hana með mér, þannig þetta er geggjað. Og henni finnst það líka skemmtilegt,“ sagði Jónína. „Og þær eru ótrúlega duglegar mömmurnar að grípa í æfingar með litlu krílin. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með því,“ sagði Hildur Karen.
Börn og uppeldi Líkamsræktarstöðvar Heilsa Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira