Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Eiður Þór Árnason skrifar 12. apríl 2022 21:51 Enn og aftur lætur Reykjanesið vita af sér. Vísir/Vilhelm Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. Síðast mældist skjálfti af svipaðri stærðargráðu á þessu svæði í nóvember 2021 þegar skjálfti af stærðinni 3,5 varð þar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Samkvæmt vef hennar mældist skjálfti að stærð 3,0 um klukkan 21:22, 7,9 kílómetrum norðnorðaustur af Reykjanestá, og annar klukkan 21:28 að stærð 3,1 á svipuðum stað. Þess á milli hafa mælst minni skjálftar yfir tveimur að stærð. Um 200 skjálftar höfðu mælst rúmri klukkustund eftir að hrinan hófst og áfram mælist töluverð smáskjálftavirkni. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar víða af Reykjanesskaganum og af höfuðborgarsvæðinu um að fólk hafi fundið fyrir stærstu skjálftunum. Erfitt að segja til um eldvirkni Náttúruvársérfræðingur segir of snemmt er að segja til um hvort þetta sé merki um aukna eldvirkni á svæðinu. „Þetta er innan eldstöðvakerfisins á Reykjanesi en það er of snemmt að segja til um hvað nákvæmlega er að valda þessari jarðskjálftahrinu. Eins og við vitum þá hefur verið mikil jarðskjálftavirkni víða á Reykjanesskaganum í yfir rúmt ár og þetta er hluti af þeirri atburðarás,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir að um sé að ræða nokkuð kröftuga skjálftahrinu og að skjálftavirknin hafi verið nær samfelld eftir að stóri skjálftinn varð um klukkan 21:20. Hópurinn segir að stærsta skjálftans hafi orðið vart í Reykjavík. „Hrinan fylgir mynstrinu í virkninni sem einkennt hefur skagann undanfarin tvö ár, þar sem virknin hefur verið að hoppa á milli svæða. Stutt er síðan snörp hrina varð við Grindavík, en þar hefur virknin heldur róast,“ segir í færslu hópsins á Facebook. Á Facebook-síðu Víkurfrétta má sjá fjölmarga íbúa lýsa því að þeir hafi fundið vel fyrir jarðskjálfta á tíunda tímanum, meðal annars í Innri Njarðvík, Grindavík, Sandgerði, Ásbrú, Keflavík og Garði. Fréttin hefur verið uppfærð. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Síðast mældist skjálfti af svipaðri stærðargráðu á þessu svæði í nóvember 2021 þegar skjálfti af stærðinni 3,5 varð þar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Samkvæmt vef hennar mældist skjálfti að stærð 3,0 um klukkan 21:22, 7,9 kílómetrum norðnorðaustur af Reykjanestá, og annar klukkan 21:28 að stærð 3,1 á svipuðum stað. Þess á milli hafa mælst minni skjálftar yfir tveimur að stærð. Um 200 skjálftar höfðu mælst rúmri klukkustund eftir að hrinan hófst og áfram mælist töluverð smáskjálftavirkni. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar víða af Reykjanesskaganum og af höfuðborgarsvæðinu um að fólk hafi fundið fyrir stærstu skjálftunum. Erfitt að segja til um eldvirkni Náttúruvársérfræðingur segir of snemmt er að segja til um hvort þetta sé merki um aukna eldvirkni á svæðinu. „Þetta er innan eldstöðvakerfisins á Reykjanesi en það er of snemmt að segja til um hvað nákvæmlega er að valda þessari jarðskjálftahrinu. Eins og við vitum þá hefur verið mikil jarðskjálftavirkni víða á Reykjanesskaganum í yfir rúmt ár og þetta er hluti af þeirri atburðarás,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir að um sé að ræða nokkuð kröftuga skjálftahrinu og að skjálftavirknin hafi verið nær samfelld eftir að stóri skjálftinn varð um klukkan 21:20. Hópurinn segir að stærsta skjálftans hafi orðið vart í Reykjavík. „Hrinan fylgir mynstrinu í virkninni sem einkennt hefur skagann undanfarin tvö ár, þar sem virknin hefur verið að hoppa á milli svæða. Stutt er síðan snörp hrina varð við Grindavík, en þar hefur virknin heldur róast,“ segir í færslu hópsins á Facebook. Á Facebook-síðu Víkurfrétta má sjá fjölmarga íbúa lýsa því að þeir hafi fundið vel fyrir jarðskjálfta á tíunda tímanum, meðal annars í Innri Njarðvík, Grindavík, Sandgerði, Ásbrú, Keflavík og Garði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira