Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2022 12:00 Guðni Th., forseti Íslands, fyrir miðju, á landsleik hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Vísir/Bára Dröfn Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. „Það var nú forysta handboltasambandsins sem bauð mér á leikinn og útvegaði mér sæti og allt í góðu með það. Ég hlakka mikið til að mæta líka í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Svíum í afar mikilvægum leik. Það væri afskaplega gaman að sjá jafn marga á Ásvöllum í kvöld og voru á leik karlalandsliðsins. Og það er ókeypis inn,“ sagði Guðni Th. í upphafi viðtalsins á Bylgjunni. Þar kom hann inn á þennan umræðupunkt að Ísland á þjóðarhöll sem er leikfær og því leika landslið Íslands að Ásvöllum, á heimavelli Hauka. „Það var fast að orði kveðið hjá landsliðsþjálfaranum og engin vanþörf á. Við eigum þjóðarhöll, okkar Laugardalshöll. Þaðan á ég og margir fleiri ýmsar góðar minningar tengdar íþróttum og afrekum okkar. Þjóðarhöllin stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota til að heyja kappleiki. Við erum að horfast í augu við það núna að hún er barn síns tíma. Reist rétt eftir miðja síðustu öld, elsta þjóðarhöll í Evrópu,“ sagði Guðni Th. um ummæli Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara. „Það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ „Auðvitað er það fólk til sem heldur því fram að það sé margt annað sem þurfi að gera áður en við reisum nýja íþróttahöll en ef við horfum í kringum okkur hér á höfuðborgarsvæðinu og um land allt þá erum við að reisa íþróttamannvirki vegna þess að við viljum huga að heilsu, lýðheilsu og þar fram eftir götunum. Og við viljum styðja okkar lið í keppni, það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ Sjá einnig: Danir fjalla um aðstöðuleysi Íslendinga „Í stuttu máli sagt er staðan sú að ef við fáum ekki nýja þjóðarhöll til að geta keppt í inniíþróttum á alþjóðavettvangi þá verðum við að fara til útlanda að horfa á landslið keppa.“ Guðni Th. segir þó að loksins sé farið að rofa til í þessum málum og að hann yrði „illa svikinn“ ef þessi mál fara ekki að mjakast í rétta átt. „Ég veit það eins vel og ég þykist geta vitað svona hluti. Fólk getur ekki bakkað úr því sem þegar hefur verið sagt og lofað. Hvernig það raungerist svo í framkvæmd verðum við að sjá en það verður ekki bakkað með að það verður samið um nýja þjóðarhöll á næstu mánuðum eða kannski misserum í allra síðasta lagi.“ Viðtal Guðna Th. í Bítinu má heyra í heild í sinni hér að neðan. Þar er einnig farið yfir stöðu þjóðarleikvangs Íslands, Laugardalsvöll. Guðni Th. telur ekki stefna í að ekki verði hægt að leika kappleiki hér á landi þó bið verði á framkvæmdum. Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Fótbolti Bítið Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Sjá meira
„Það var nú forysta handboltasambandsins sem bauð mér á leikinn og útvegaði mér sæti og allt í góðu með það. Ég hlakka mikið til að mæta líka í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Svíum í afar mikilvægum leik. Það væri afskaplega gaman að sjá jafn marga á Ásvöllum í kvöld og voru á leik karlalandsliðsins. Og það er ókeypis inn,“ sagði Guðni Th. í upphafi viðtalsins á Bylgjunni. Þar kom hann inn á þennan umræðupunkt að Ísland á þjóðarhöll sem er leikfær og því leika landslið Íslands að Ásvöllum, á heimavelli Hauka. „Það var fast að orði kveðið hjá landsliðsþjálfaranum og engin vanþörf á. Við eigum þjóðarhöll, okkar Laugardalshöll. Þaðan á ég og margir fleiri ýmsar góðar minningar tengdar íþróttum og afrekum okkar. Þjóðarhöllin stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota til að heyja kappleiki. Við erum að horfast í augu við það núna að hún er barn síns tíma. Reist rétt eftir miðja síðustu öld, elsta þjóðarhöll í Evrópu,“ sagði Guðni Th. um ummæli Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara. „Það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ „Auðvitað er það fólk til sem heldur því fram að það sé margt annað sem þurfi að gera áður en við reisum nýja íþróttahöll en ef við horfum í kringum okkur hér á höfuðborgarsvæðinu og um land allt þá erum við að reisa íþróttamannvirki vegna þess að við viljum huga að heilsu, lýðheilsu og þar fram eftir götunum. Og við viljum styðja okkar lið í keppni, það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ Sjá einnig: Danir fjalla um aðstöðuleysi Íslendinga „Í stuttu máli sagt er staðan sú að ef við fáum ekki nýja þjóðarhöll til að geta keppt í inniíþróttum á alþjóðavettvangi þá verðum við að fara til útlanda að horfa á landslið keppa.“ Guðni Th. segir þó að loksins sé farið að rofa til í þessum málum og að hann yrði „illa svikinn“ ef þessi mál fara ekki að mjakast í rétta átt. „Ég veit það eins vel og ég þykist geta vitað svona hluti. Fólk getur ekki bakkað úr því sem þegar hefur verið sagt og lofað. Hvernig það raungerist svo í framkvæmd verðum við að sjá en það verður ekki bakkað með að það verður samið um nýja þjóðarhöll á næstu mánuðum eða kannski misserum í allra síðasta lagi.“ Viðtal Guðna Th. í Bítinu má heyra í heild í sinni hér að neðan. Þar er einnig farið yfir stöðu þjóðarleikvangs Íslands, Laugardalsvöll. Guðni Th. telur ekki stefna í að ekki verði hægt að leika kappleiki hér á landi þó bið verði á framkvæmdum.
Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Fótbolti Bítið Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Sjá meira