Stysta grásleppuvertíð sögunnar komin á fullt Kristján Már Unnarsson skrifar 20. apríl 2022 22:55 Arthur Bogason er formaður Landssambands smábátaeigenda. Egill Aðalsteinsson Grásleppuveiðar eru nú komnar á fullt, á stystu vertíð sögunnar í fjölda leyfðra veiðidaga. Dæmi eru um mjög góð aflabrögð og verðið fyrir grásleppuna hefur þokast upp. Þegar grásleppusjómenn fara að leggja net sín, þá er vorið að koma. „Auðvitað er þetta einn af vorboðunum. Og rauðmaginn náttúrlega ásamt lóunni eru tveir af helstu vorboðum Íslands,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. En grásleppan er líka tengd litlu strandbyggðunum. „Þetta getur skipt alveg gríðarlegu máli í mörgum af þessum litlu byggðarlögum,“ segir Arthur, sem býst við að yfir 160 bátar verði á grásleppuveiðum þetta vorið. Pétur Ólafsson grásleppusjómaður.Egill Aðalsteinsson Í Reykjavíkurhöfn hittum við þrjá grásleppusjómenn sem róa saman á tveim bátum út frá Grindavík. Þeir hófu veiðarnar 31. mars á Garpi RE en voru að dytta að hinum bátnum, Jón Pétri RE, í Reykjavík. „Veiðin hefur verið mjög góð, per dag. Svona í kringum fjögur tonn,“ segir Pétur Ólafsson, grásleppukarl í Grindavík, sem gerir út bátana. Og það eru ekki bara gamlir karlar í grásleppunni. „Nei, nei. Við erum ungir og graðir,“ heyrist svarað. Og raunar hafa engir veitt meira en þeir. „Við erum hæstir á landinu,“ segir Pétur. Grásleppuveiðar máttu hefjast 20. mars og skal þeim almennt lokið 30. júní. Hver bátur má stunda veiðarnar í 25 daga samfellt. Veiðitímabilið í innanverðum Breiðafirði er þó seinna, frá 20. maí til 12. ágúst.Egill Aðalsteinsson „Þeir hafa verið að veiða alveg hreint með ólíkindum,“ segir Arthur um aflabrögð þremenninganna. „Ég veit af mönnum fyrir norðan, við Langanesið, sem hafa bara verið að veiða prýðilega en eru bara búnir með tímann sinn. En svo hefur þetta verið dálítið brokkgengara annars staðar.“ Veiðin í fyrra var sú mesta í sögu grásleppuveiða með ótrúlegan meðalafla á bát. „Rétt um 86 tunnur af hrognum. Það er bara eitthvað sem við erum ennþá að klóra okkur í hausnum yfir.“ Mikið framboð þýddi líka að verðið var með lægsta móti. „En núna er það að skríða upp. Kannski vegna þess að það var tekin ákvörðun um það að hafa dagana mjög fáa. Þetta er stysta grásleppuvertíð sem hefur bara nokkurn tímann verið, ekki nema 25 veiðidagar leyfðir. Og fyrir vikið þá kannski eykst nú þrýstingur á kaupendur að hækka aðeins verðið,“ segir Arthur Bogason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Byggðamál Grindavík Reykjavík Tengdar fréttir 244 grásleppusjómenn vilja setja tegundina í kvóta Grásleppusjómenn afhentu sjávarútvegsráðherra stuðningsyfirlýsingu í morgun við frumvarp hans um kvótasetningu grásleppuveiða. Ríflega helmingur leyfishafa grásleppuveiða skrifaði undir. Ráðherrann segir að þetta sýni þörfina á að breyta veiðistjórnun tegundarinnar. 8. desember 2020 14:00 Verulega ósáttir við stöðvun grásleppuveiða Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. 2. maí 2020 19:59 Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu Unnið er að því að gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu. Uppi eru hugmyndir um að nýta skúrana, til dæmis sem búningsklefa fyrir sjósundskappa. 10. júlí 2021 20:56 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Þegar grásleppusjómenn fara að leggja net sín, þá er vorið að koma. „Auðvitað er þetta einn af vorboðunum. Og rauðmaginn náttúrlega ásamt lóunni eru tveir af helstu vorboðum Íslands,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. En grásleppan er líka tengd litlu strandbyggðunum. „Þetta getur skipt alveg gríðarlegu máli í mörgum af þessum litlu byggðarlögum,“ segir Arthur, sem býst við að yfir 160 bátar verði á grásleppuveiðum þetta vorið. Pétur Ólafsson grásleppusjómaður.Egill Aðalsteinsson Í Reykjavíkurhöfn hittum við þrjá grásleppusjómenn sem róa saman á tveim bátum út frá Grindavík. Þeir hófu veiðarnar 31. mars á Garpi RE en voru að dytta að hinum bátnum, Jón Pétri RE, í Reykjavík. „Veiðin hefur verið mjög góð, per dag. Svona í kringum fjögur tonn,“ segir Pétur Ólafsson, grásleppukarl í Grindavík, sem gerir út bátana. Og það eru ekki bara gamlir karlar í grásleppunni. „Nei, nei. Við erum ungir og graðir,“ heyrist svarað. Og raunar hafa engir veitt meira en þeir. „Við erum hæstir á landinu,“ segir Pétur. Grásleppuveiðar máttu hefjast 20. mars og skal þeim almennt lokið 30. júní. Hver bátur má stunda veiðarnar í 25 daga samfellt. Veiðitímabilið í innanverðum Breiðafirði er þó seinna, frá 20. maí til 12. ágúst.Egill Aðalsteinsson „Þeir hafa verið að veiða alveg hreint með ólíkindum,“ segir Arthur um aflabrögð þremenninganna. „Ég veit af mönnum fyrir norðan, við Langanesið, sem hafa bara verið að veiða prýðilega en eru bara búnir með tímann sinn. En svo hefur þetta verið dálítið brokkgengara annars staðar.“ Veiðin í fyrra var sú mesta í sögu grásleppuveiða með ótrúlegan meðalafla á bát. „Rétt um 86 tunnur af hrognum. Það er bara eitthvað sem við erum ennþá að klóra okkur í hausnum yfir.“ Mikið framboð þýddi líka að verðið var með lægsta móti. „En núna er það að skríða upp. Kannski vegna þess að það var tekin ákvörðun um það að hafa dagana mjög fáa. Þetta er stysta grásleppuvertíð sem hefur bara nokkurn tímann verið, ekki nema 25 veiðidagar leyfðir. Og fyrir vikið þá kannski eykst nú þrýstingur á kaupendur að hækka aðeins verðið,“ segir Arthur Bogason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Byggðamál Grindavík Reykjavík Tengdar fréttir 244 grásleppusjómenn vilja setja tegundina í kvóta Grásleppusjómenn afhentu sjávarútvegsráðherra stuðningsyfirlýsingu í morgun við frumvarp hans um kvótasetningu grásleppuveiða. Ríflega helmingur leyfishafa grásleppuveiða skrifaði undir. Ráðherrann segir að þetta sýni þörfina á að breyta veiðistjórnun tegundarinnar. 8. desember 2020 14:00 Verulega ósáttir við stöðvun grásleppuveiða Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. 2. maí 2020 19:59 Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu Unnið er að því að gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu. Uppi eru hugmyndir um að nýta skúrana, til dæmis sem búningsklefa fyrir sjósundskappa. 10. júlí 2021 20:56 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
244 grásleppusjómenn vilja setja tegundina í kvóta Grásleppusjómenn afhentu sjávarútvegsráðherra stuðningsyfirlýsingu í morgun við frumvarp hans um kvótasetningu grásleppuveiða. Ríflega helmingur leyfishafa grásleppuveiða skrifaði undir. Ráðherrann segir að þetta sýni þörfina á að breyta veiðistjórnun tegundarinnar. 8. desember 2020 14:00
Verulega ósáttir við stöðvun grásleppuveiða Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. 2. maí 2020 19:59
Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06
Gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu Unnið er að því að gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu. Uppi eru hugmyndir um að nýta skúrana, til dæmis sem búningsklefa fyrir sjósundskappa. 10. júlí 2021 20:56