Leysum leikskólavandann og eflum skólana Marta Guðjónsdóttir skrifar 3. maí 2022 16:32 Það er löngu orðið tímabært að færa grunnskólann niður um einn árgang þannig að börn hér á landi hefji grunnskólanám fimm ára og ljúki því fimmtán ára. Fyrir þessu má færa veigamikil rök, ekki síst á sviði uppeldis- og kennslufræði. Sú fræðigrein hefur á undanförnum áratugum gagnrýnt margar eldri höfuð kenningar sínar sem augljóslega vanmátu greind og þroska barna. Áhrif þessarar gagnrýni má m.a. finna stað í þeirri viðleitni að breyta leikskólum í síauknum mæli úr dagvistun í metnaðarfulla skóla með skipulagt námsefni. Auk þess yrði þessi breyting stórt skref í átt að einstaklingsmiðuðu námi sem nú er mjög í deiglunni. Góð reynsla í 94 ár Skóli Ísaks Jónssonar er sjálfseignarstofnun sem sinnt hefur markvissri kennslu fimm ára barna frá stofnun skólans, 1926, eða í tæpa öld. Sá skóli fer í öllu að grunn- og leikskólalögum og hefur lengi verið góð fyrirmynd í íslensku skólakerfi. Þessi tilhögun þar hefur ætíð gefist mjög vel. Þá má geta þess að börn hefja grunnskólanám við fimm ára aldur í mörgum þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Samfella skólastiga Grunnþættir menntunar eru þeir sömu í aðalnámskrá grunn – og leikskóla og eiga að fléttast inn í allt nám nemenda. Fimm ára bekkur í grunnskóla tæki þannig mið af blönduðu kerfi þar sem stuðst yrði við kennsluaðferðir beggja skólastiga. Í fimm ára bekk yrði grunnurinn sem áður nám í gegnum leik. Það góða og faglega starf sem nú er innt af hendi í leikskólanum gefur okkur færi á að brúa bilið enn frekar milli leik- og grunnskóla. Það er mikilvægt að samfella sé í námi og að nám á fyrri skólastigum nýtist á því næsta. Rannsóknir benda til að námsefni skarist á mörkum skólastiga. Það gefur til kynna að hægt sé að stytta leikskólann um eitt ár þannig að grunnskólaganga hefjist við fimm ára aldur og ljúki við fimmtán ára aldur. Nemendur hæfu þá framhaldsskólanám, og síðar háskólanám, á sama aldri og jafnaldrar þeirra víða um heim.. Sóknarfæri fyrir leikskóla Ef Reykjavíkurborg riði á vaðið með þessa breytingu gæfist strax raunverulegur kostur á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Öllum tólf mánaða börnum verður þá tryggð leikskólavist án tafar. Hér hreyfa eflaust ýmsir þeirri mótbáru að til lítils sé að losa leikskólann við einn árgang, ef hann bætist svo hvort sem er við grunnskólann. En flestir grunnskólarnir hafa mun meira svigrúm til að sinna þessum eina árgangi, fremur en leikskólarnir. Í öllum grunnskólum eru t.d. starfandi frístundaheimili sem gætu nýst vel fimm ára börnum við endurskipulagningu skóladagsins. Þessi frístundaheimili sinna nemendum að loknum hefðbundnum skóladegi, en standa yfirleitt auð fyrir hádegi. Öllum til hagsbóta Að lokum ber þess að geta að við þessa breytingu mun skólaganga leik- og grunnskólans styttast um eitt ár. Slíkar breytingar hefðu í för með sér feykilegan sparnað. Þær spara nemandanum heilt ár. En Reykjavíkurborg myndi spara um fjóra milljarða á ári. Þá fjármuni mætti nýta til að bæta verulega launakjör leik- og grunnskólakennara, bæta kennslubúnað og starfsaðstæður nemenda og kennara og yfirleitt gera góða leik- og grunnskóla borgarinnar enn betri. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er löngu orðið tímabært að færa grunnskólann niður um einn árgang þannig að börn hér á landi hefji grunnskólanám fimm ára og ljúki því fimmtán ára. Fyrir þessu má færa veigamikil rök, ekki síst á sviði uppeldis- og kennslufræði. Sú fræðigrein hefur á undanförnum áratugum gagnrýnt margar eldri höfuð kenningar sínar sem augljóslega vanmátu greind og þroska barna. Áhrif þessarar gagnrýni má m.a. finna stað í þeirri viðleitni að breyta leikskólum í síauknum mæli úr dagvistun í metnaðarfulla skóla með skipulagt námsefni. Auk þess yrði þessi breyting stórt skref í átt að einstaklingsmiðuðu námi sem nú er mjög í deiglunni. Góð reynsla í 94 ár Skóli Ísaks Jónssonar er sjálfseignarstofnun sem sinnt hefur markvissri kennslu fimm ára barna frá stofnun skólans, 1926, eða í tæpa öld. Sá skóli fer í öllu að grunn- og leikskólalögum og hefur lengi verið góð fyrirmynd í íslensku skólakerfi. Þessi tilhögun þar hefur ætíð gefist mjög vel. Þá má geta þess að börn hefja grunnskólanám við fimm ára aldur í mörgum þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Samfella skólastiga Grunnþættir menntunar eru þeir sömu í aðalnámskrá grunn – og leikskóla og eiga að fléttast inn í allt nám nemenda. Fimm ára bekkur í grunnskóla tæki þannig mið af blönduðu kerfi þar sem stuðst yrði við kennsluaðferðir beggja skólastiga. Í fimm ára bekk yrði grunnurinn sem áður nám í gegnum leik. Það góða og faglega starf sem nú er innt af hendi í leikskólanum gefur okkur færi á að brúa bilið enn frekar milli leik- og grunnskóla. Það er mikilvægt að samfella sé í námi og að nám á fyrri skólastigum nýtist á því næsta. Rannsóknir benda til að námsefni skarist á mörkum skólastiga. Það gefur til kynna að hægt sé að stytta leikskólann um eitt ár þannig að grunnskólaganga hefjist við fimm ára aldur og ljúki við fimmtán ára aldur. Nemendur hæfu þá framhaldsskólanám, og síðar háskólanám, á sama aldri og jafnaldrar þeirra víða um heim.. Sóknarfæri fyrir leikskóla Ef Reykjavíkurborg riði á vaðið með þessa breytingu gæfist strax raunverulegur kostur á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Öllum tólf mánaða börnum verður þá tryggð leikskólavist án tafar. Hér hreyfa eflaust ýmsir þeirri mótbáru að til lítils sé að losa leikskólann við einn árgang, ef hann bætist svo hvort sem er við grunnskólann. En flestir grunnskólarnir hafa mun meira svigrúm til að sinna þessum eina árgangi, fremur en leikskólarnir. Í öllum grunnskólum eru t.d. starfandi frístundaheimili sem gætu nýst vel fimm ára börnum við endurskipulagningu skóladagsins. Þessi frístundaheimili sinna nemendum að loknum hefðbundnum skóladegi, en standa yfirleitt auð fyrir hádegi. Öllum til hagsbóta Að lokum ber þess að geta að við þessa breytingu mun skólaganga leik- og grunnskólans styttast um eitt ár. Slíkar breytingar hefðu í för með sér feykilegan sparnað. Þær spara nemandanum heilt ár. En Reykjavíkurborg myndi spara um fjóra milljarða á ári. Þá fjármuni mætti nýta til að bæta verulega launakjör leik- og grunnskólakennara, bæta kennslubúnað og starfsaðstæður nemenda og kennara og yfirleitt gera góða leik- og grunnskóla borgarinnar enn betri. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar