Jafnrétti – bara hálfa leið? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 3. maí 2022 17:01 Skóli án aðgreiningar, samfélag fyrir alla, aðgengi fyrir alla og fleiri stefnur í átt að jafnrétti hafa komið fram á undanförnum árum. Það er af hinu góða en lengi má gott bæta. Eitt skref í þeirri vegferð var að fyrir skemmstu kom út bæklingur um þátttöku trans barna í íþróttum og mikið hefur verið rætt um þátttöku þeirra í tómstundum. Í jafnréttisáætlun nokkurra íþróttafélaga í Reykjavík er einnig fjallað um jafna möguleika sem flestra til þátttöku óháð kyni, uppruna, kynhneigð, kynvitund, aldri, fötlun, þjóðerni, trúarbrögðum, skoðunum, litarhætti eða annarrar stöðu. En gengur það í rauninni alla leið? Tökum dæmi af ungum nemanda sem hefur alla tíð búið í sama hverfinu. Nemandinn er með þannig fötlun að hann fellur ekki undir þau viðmið að þurfa að vera í sérskóla eða sérdeild, en þarf engu að síður stuðning. Eftir leikskólagöngu meta bæði foreldrar og sérfræðingar sem unnið hafa með honum að hann geti vel verið í hverfisskólanum, sem er jákvætt enda hefur nemandinn eignast þar marga góða vini. Í hverfinu er einnig öflugt íþróttafélag sem margir krakkar sækja og þessi nemandi hefur áhuga á því að gera það sama. Fyrstu fjögur árin hans í grunnskólanum ganga vel. Nemandinn nýtur þjónustu á frístundaheimili skólans með stuðningi að skóladegi loknum og með stuðningi sem aðstoðar hann við að aðlaga umhverfið þegar þess þarf fötlunarinnar vegna. Þar sem íþróttafélagið og frístundaheimilið eru í góðu samstarfi hefur nemandinn möguleika á að fara með stuðningnum sínum og fá aðstoð við að stunda þær íþróttir sem hann hefur áhuga á. Hér er kerfið til fyrirmyndar. Þegar fjórða bekk lýkur breytist hins vegar margt. Nemandinn er ekki lengur gjaldgengur á frístundaheimili skólans vegna aldurs auk þess sem allir vinir hans eru einnig hættir vegna aldurs. Nemandinn mun samt sem áður þurfa áframhaldandi stuðning að skóladegi loknum og í þeim íþróttum sem hann hefur stundað. Þá breytast einnig áherslurnar hjá íþróttafélaginu hans þar sem meiri kröfur eru nú gerðar til keppni en áður, sem getur reynst afar flókið. Einn af fáum möguleikum sem standa nemandanum nú til boða er að sækja sérstakan frístundaklúbb fyrir nemendur með fötlun. Sá klúbbur er þó ekki staðsettur í hverfinu hans og þarf hann því að kveðja frístundir með vinum sínum og reiða sig að auki á akstursþjónustu til að komast á milli og er oft um töluverðan akstur að ræða. Þá getur íþróttafélagið sem hann er búinn að vera hluti af í langan tíma ekki boðið honum upp á þátttöku hjá sér lengur þar sem ekki er unnt að veita honum stuðning eða aðlögun lengur. Þjálfarinn hans þar hvetur hann hins vegar eindregið til að ganga til liðs við íþróttafélag sem sérstaklega er ætlað fötluðum, sem þó vill svo óheppilega til að er ekki með æfingar í hverfinu hans. Þessi félög vinna þó frábært starf sem mikilvægt er að sé einnig valkostur. Hér er um breytingar að ræða, sem gæti átt við ákveðin hluta nemenda með sérþarfir. Við breytingar líkt og þeim sem lýst er hér að ofan má ætla að margt verði nemandanum í óhag. Ef hann þarf að sækja frístundir út fyrir sitt hverfi má ætla að hann lendi í félagslegri einangrun sem getur haft slæmar afleiðingar fyrir nemandann, sérstaklega þegar komið er fram á unglingsár. Því er nauðsynlegt að efla íþrótta- og tómstundastarf með það að markmiði að þátttakendur með fötlun geti verið í þeim tómstundum sem þeir kjósa þar sem þeir kjósa með þeim stuðningi sem hentar. Þá má velta upp þeirri spurningu hvað felist í jafnréttisáætlunum þegar staðreyndin er að mörgum er bent á að fara annað.. Höfundur skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Skóli án aðgreiningar, samfélag fyrir alla, aðgengi fyrir alla og fleiri stefnur í átt að jafnrétti hafa komið fram á undanförnum árum. Það er af hinu góða en lengi má gott bæta. Eitt skref í þeirri vegferð var að fyrir skemmstu kom út bæklingur um þátttöku trans barna í íþróttum og mikið hefur verið rætt um þátttöku þeirra í tómstundum. Í jafnréttisáætlun nokkurra íþróttafélaga í Reykjavík er einnig fjallað um jafna möguleika sem flestra til þátttöku óháð kyni, uppruna, kynhneigð, kynvitund, aldri, fötlun, þjóðerni, trúarbrögðum, skoðunum, litarhætti eða annarrar stöðu. En gengur það í rauninni alla leið? Tökum dæmi af ungum nemanda sem hefur alla tíð búið í sama hverfinu. Nemandinn er með þannig fötlun að hann fellur ekki undir þau viðmið að þurfa að vera í sérskóla eða sérdeild, en þarf engu að síður stuðning. Eftir leikskólagöngu meta bæði foreldrar og sérfræðingar sem unnið hafa með honum að hann geti vel verið í hverfisskólanum, sem er jákvætt enda hefur nemandinn eignast þar marga góða vini. Í hverfinu er einnig öflugt íþróttafélag sem margir krakkar sækja og þessi nemandi hefur áhuga á því að gera það sama. Fyrstu fjögur árin hans í grunnskólanum ganga vel. Nemandinn nýtur þjónustu á frístundaheimili skólans með stuðningi að skóladegi loknum og með stuðningi sem aðstoðar hann við að aðlaga umhverfið þegar þess þarf fötlunarinnar vegna. Þar sem íþróttafélagið og frístundaheimilið eru í góðu samstarfi hefur nemandinn möguleika á að fara með stuðningnum sínum og fá aðstoð við að stunda þær íþróttir sem hann hefur áhuga á. Hér er kerfið til fyrirmyndar. Þegar fjórða bekk lýkur breytist hins vegar margt. Nemandinn er ekki lengur gjaldgengur á frístundaheimili skólans vegna aldurs auk þess sem allir vinir hans eru einnig hættir vegna aldurs. Nemandinn mun samt sem áður þurfa áframhaldandi stuðning að skóladegi loknum og í þeim íþróttum sem hann hefur stundað. Þá breytast einnig áherslurnar hjá íþróttafélaginu hans þar sem meiri kröfur eru nú gerðar til keppni en áður, sem getur reynst afar flókið. Einn af fáum möguleikum sem standa nemandanum nú til boða er að sækja sérstakan frístundaklúbb fyrir nemendur með fötlun. Sá klúbbur er þó ekki staðsettur í hverfinu hans og þarf hann því að kveðja frístundir með vinum sínum og reiða sig að auki á akstursþjónustu til að komast á milli og er oft um töluverðan akstur að ræða. Þá getur íþróttafélagið sem hann er búinn að vera hluti af í langan tíma ekki boðið honum upp á þátttöku hjá sér lengur þar sem ekki er unnt að veita honum stuðning eða aðlögun lengur. Þjálfarinn hans þar hvetur hann hins vegar eindregið til að ganga til liðs við íþróttafélag sem sérstaklega er ætlað fötluðum, sem þó vill svo óheppilega til að er ekki með æfingar í hverfinu hans. Þessi félög vinna þó frábært starf sem mikilvægt er að sé einnig valkostur. Hér er um breytingar að ræða, sem gæti átt við ákveðin hluta nemenda með sérþarfir. Við breytingar líkt og þeim sem lýst er hér að ofan má ætla að margt verði nemandanum í óhag. Ef hann þarf að sækja frístundir út fyrir sitt hverfi má ætla að hann lendi í félagslegri einangrun sem getur haft slæmar afleiðingar fyrir nemandann, sérstaklega þegar komið er fram á unglingsár. Því er nauðsynlegt að efla íþrótta- og tómstundastarf með það að markmiði að þátttakendur með fötlun geti verið í þeim tómstundum sem þeir kjósa þar sem þeir kjósa með þeim stuðningi sem hentar. Þá má velta upp þeirri spurningu hvað felist í jafnréttisáætlunum þegar staðreyndin er að mörgum er bent á að fara annað.. Höfundur skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun