Íþróttaskotfimi og veiði, skaðleg eða ekki? Gunnar Ingi Gunnarsson skrifar 4. maí 2022 09:00 Íþróttaskotfimi er elsta íþróttagrein landsins og skotveiðar hafa verið stundaðar frá því fyrst skotvopnin komu til landsins, en því er svona mikil andstaða við skotíþróttina og skotveiðar? Upphaf skotfimi Saga skotfimi á Íslandi nær langt aftur í tímann eða nánar tiltekið aftur til síðari hluta 15. aldar. Í bókinni Skotveiði í íslenskri náttúru eftir Ólaf E. Friðriksson er að finna umfjöllun um það sem talið er vera fyrstu skráðar heimildir um skotvopn á Íslandi sem koma frá árinu 1482. Þar er talað um deilur tveggja bænda og er þar minnst á skotvopn, einnig er að finna heimildir um skotvopnaeign Gissurar Einarssonar Skálholtsbiskups frá árinu 1548 og aftur 1550. Einnig er að finna heimildir frá fyrri hluta 18. aldar um það sem talið er vera fyrsti byssusmiðurinn á Íslandi. Sá maður mun hafa verið Einar Bjarnason bóndi í Skaftafelli í Öræfum. Fyrstu heimildirnar um veiði á dýri með skotvopni eru frá 1615, þar hafði bjarndýr þvælst alla leið að Hólum og var fellt þar með byssu. Bændur á Íslandi hafa notað skotvopn bæði til að veiða sér til matar og einnig varnar gegn stærri vargdýrum um langt skeið. Ekki veit þó höfundur um skriflegar frásagnir um notkun skotvopna fyrir 1482 en þykir nokkuð víst að saga skotvopna á Íslandi nái lengra aftur, jafnvel til byrjunar 15. aldar. Áreiðanlegar heimildir ná engu að síður aftur til 17. aldar og enn meira er að finna af heimildum frá 19. öld til dagsins í dag. Gunnar Sigurðsson, faðir höfundar, mundar byssuna. Saga skotíþróttarinnar (skotfimi) á Íslandi er að finna hjá elsta skráða íþróttafélagi landsins sem ber nafnið Skotfélag Reykjavíkur (SR), stofnað 1867 af einstaklingum af íslenskum og dönskum ættum. Upphafleg aðstaða til skotíþróttaiðkunar í Reykjavík var staðsett við Skothúsveg í Reykjavík út á litlum tanga sem gekk út í tjörnina. Til að byrja með voru flest allir helstu frama- og hefðarmenn Reykjavíkur liðsfélagar í Skotfélagi Reykjavíkur enda þótti skotíþróttin á þessum tíma mikið heiðursmannasport, ekki ólíkt og litið er til golfíþróttarinnar í dag. Ekki skal skilja þetta að enginn hafi stundað skotfimi fyrir 1867, svo er ekki því Skotfélag Reykjavíkur var stofnað af hópi einstaklinga sem höfðu verið að hittast og stunda skotfimina frá 1840 á svipuðum slóðum og fyrsta klúbbhús skotfélagsins reis við tjörnina í Reykjavík. Klúbbhúsið stóð nálægt þar sem Tjarnargata 35 stendur í dag og bar nafnið "Reykjavigs Skydeforenings Pavillon" Veiðar og regluverk Notkun skotvopna nær langt aftur hér á landi líkt og áður hefur verið greint frá en helst voru skotvopn notuð til framfærslu fjölskyldna með veiðum á villtum dýrum og er í raun enn gert í dag nema með ströngum og þörfum reglum yfirvalda. Áður fyrr tíðkaðist að veiða í raun allt sem fyrir auga bar og veiðimaður taldi vera nothæft til matargerðar fyrir fjölskyldu sína en þetta hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin með regluverki, skildu til menntunar um meðhöndlun skotvopna (Skotvopnanámskeið) og ströngum reglum um skráningu, meðhöndlun skotvopna og veiða sem allt skotíþróttafólk og veiðimenn landsins lifa eftir og virða. Einnig hafa öll skotfélög landsins útbúið mjög strangar reglur um meðhöndlun skotvopna innan þeirra æfingasvæða, í sumum tilfellum mun strangari heldur en almenn skotvopnalög kveða á um, sem er mjög jákvætt að mati höfundar. SR fært í fullan skrúða, iðkendur Yfir stríðsárin (seinni heimsstyrjöldin) var lítið um iðkun, þó alltaf eitthvað í gangi, hjá Skotfélagi Reykjavíkur eða fram til ársins 1950 þegar félagsmenn ákváðu að endurreisa starfsemi félagsins að fullu og hófu öfluga uppbyggingu skotíþróttarinnar innan íslensks samfélags sem lagði grunn að því hvernig skotíþróttin á Íslandi er í dag. Félagið fékk úthlutað æfingasvæði í Leirdal við Grafarholt í Reykjavík og starfaði þar óslitið til ársins 2000 en þá þurfti skotíþróttahreyfingin í Reykjavík að víkja fyrir byggð. Skotfélag Reykjavíkur flutt átta árum síðar (2008) ásamt Skotreyn (Skotveiðifélagi Reykjavíkur og nágrennis) á Álfsnesið yst út á tanganum við hlið sorphauga Reykjavíkur. Á Álfsnesinu hafa bæði skotfélögin byggt upp fyrirmyndar aðstöðu til iðkunar skotíþróttarinnar og hefur uppgangur verið mikill eftir að félögin byggðu upp sína aðstöðu á Álfsnesi þó uppgangur hafi verið mikill er SR var í Leirdalnum. Þó aðstaðan á Álfsnesi sé góð má alltaf gera betur með því að útbúa betri skjólgarða (Manir), planta trjám til að draga úr hljóðmengun og fegra umhverfið og margt fleira en þar hefur staðið á stuðningi frá Reykjavíkurborg og ríkinu. Í dag eru yfir 6000 skráðir iðkendur innan skotfélaga á Íslandi sem iðka sína íþrótt af ýmsum ástæðum, sumir mæta til að verða betri veiðimenn en aðrir stefna á að keppa á mótum innan- sem utanlands. Unglingastarf félaga hefur verð að vaxa undanfarin áratug og er mikið efni að finna innan ungliðahreyfingarinnar og líkur á að einhver stígi á pall erlendis í framtíðinni ef skotíþróttin á Íslandi fær að lifa og dafna. Til eru mörg skotíþróttafélög á landinu sem byggð eru upp með öryggi og fagmennsku að leiðarljósi, öll félögin hafa strangar umgengnisreglur og taka hart á brotum gagnvart reglum með yfirleitt brottvísun af skotsvæði félagsins og ef brotið telst alvarlegt er brottvísunin varanleg. Hljóð- og jarðvegsmengun Þrátt fyrir þann fjölda sem stundar skotíþróttir, hvort sem er utan- eða innanhúss, hafa skotíþróttafélög um allt land þurft að standa undir margvíslegum árásum á starfsemi íþróttafélaganna í gegnum áratugina. Ekki er ég að tala um mótmæli og góðar og þarfar ábendingar um skaðsemi blýhagla á lífríkið í kringum okkur. Flest allir innan skotíþróttafélaga eru sammála þessu enda skilda öll félögin notkun á stálhöglum í dag og hafa flest gert í alla vega 5 ár. Ég er að tala um kvartanir og ásakanir varðandi staðsetningu svæða, hávaðamengunar, að einstaklingar sem hafa ekki skotvopnaleifi fái að leika lausum hala, ógætileg meðferð skotvopna o.s.frv. Oftar en ekki byggt á rangfærslum, vanþekkingu og hreinlega lygum um starfsemi skotíþróttarinnar. Skotíþróttasvæði á Gran Canaria. Eitt er höfundi ofarlega í huga þegar kemur að mengunarmælingum í sjó í kringum skotsvæðin á Álfsnesi. Hvergi hefur verið rannsakað né tekið fram þegar verið er að agnúast út í skotsvæðin og þá í leiðinni skotíþróttahreyfinguna hvað varðar mengun út frá skotsvæðunum. Hvað mikið af menguninni kemur frá sorphaugnum á Álfsnesi, sem er bókstaflega í um 500 metra fjarlægð frá báðum skotsvæðunum á Álfsnesi. Borið hefur á verulega mikilli vanþekkingu þeirra sem hæst hafa haft um starfsemi og reglur skotfélaga um meðferð skotvopna á skotsvæðum og út á hvað skotíþróttir ganga. Ekki er því að neita að skothvellir heyrast ákveðnar vegalengdir og hávaðinn sé mikill við mælingu í eins metra fjarlægð en því lengra sem hljóðið ferðast því minni verða áhrifin. Til að mynda ef skotið er af 22 cal. riffli mælist hljóð uþb 140dB í 1m fjarlægð en í 1 km fjarlægð er mælingin komin niður í 80dB og við 5 km fjarlægð er mælingin komin niður í 66dB. Viðmið heilsuspillandi hávaða er 85dB í 8 klst eða lengur við varanleg hljóð af sama styrkleika. Þegar kemur að skothvelli í eins til fimm km fjarlægð er um að ræða 80 – 66dB í brot úr sekúndu, klapp af hendi, sem skaðar eyrað ekkert en getur fengið einn og einn til að kippast við ef sá hinn sami er eitthvað taugaspenntur fyrir. Bent skal á og viðurkennt að stærri rifflar skapa meiri hávaða en í flest öllum tilfellum nú til dags nota skotíþróttamenn hljóðdeyfa sem lækka hljóðið um 30 – 35 dB, sjálfum sér og öðrum til varnar. Því er notast höfundur við 140dB úr eins meters fjarlægð sem viðmið þó hljóð úr 22 cal mælist rétt undir 120dB. Með því að reisa hærri manir (hljóðgarða) og planta trjám í kringum skothvellina myndi hljóð frá völlunum minnka verulega en það er ekki hægt að ætlast til þess að íþróttafélög sem hafa búið við mikla óvissu um endanlega staðsetningu í meira en 20 ár leggi út fjármagn í svona framkvæmdir. Hvað höfund varðar skrifast þetta alfarið á Skipulagssvið Reykjavíkurborgar og sitjandi borgarstjórn hverju sinni ásamt ríkinu því þar hafa formenn skotfélaganna ásamt Skotíþróttasambandi íslands talað fyrir daufum eyrum embættismanna. Hljóð heyrast frá mörgum íþróttaviðburðum sem þykir bara sjálfsagður hlutur, oft talað um að þessi óp og köll séu bara partur af íþróttinni, en hávaðinn frá t.d. fótboltaleik er á milli 90 til 140 dB að meðaltali og engin kvartar yfir hávaðanum og hrópunum sem óma yfir heilu hverfin á meðan leik stendur. Svipaðar mælingar er um að ræða í handbolta, körfubolta og fleiri íþróttum. Fólk sem hefur sett sig upp á móti skotíþróttinni, meðal annars við höfund, hefur oftar en ekki borið fyrir sig hávaðamengun sem ástæðu þess að ekki eigi að heimila skotíþróttina, að hávaðinn sé svo mikill og skaðsemi hávaðans sé svo og svo mikill en á sama tíma mætir þetta sama fólk á aðra íþróttaviðburði, fara í ræktina þar sem dúndrandi tónlist er spiluð, fara í bíó, á sinfóníutónleika, fara á óperu eða jafnvel popp- eða rokktónleika og sjá ekkert að því og hugsa ekkert um hávaðamengunina sem þar er að finna. Því er það, hver er munurinn á hávaðamengun frá skotsvæði, sem er í raun ekki skaðleg fyrir fólk í 1 km fjarlægð eða lengra frá , eða langvarandi hljóðmengun frá ofangreindum viðburðum ? Er íþróttaskotfimi hættulegri en aðrar íþróttir? Margir tala um að skotvopn séu stór hættuleg og meiri líkur á alvarlegum slysum eða dauðsföllum vegna skotvopna en eftir því sem höfundur best veit hefur engin látist né slasast alvarlega vegna skotvopna notuð við íþróttaiðkun (skotfimi) á Íslandi. Bent skal á að óhlaðinn riffill, haglabyssa eða skammbyssa er ekkert hættulegri en bifreið, hjólsög, keðjusög, mótorhjól eða hvað fólk vill nota sem er ekki í gangi eða í sambandi við aflgjafa sem getur skaðað fólk. Það sem öll þessi tæki og tól eiga sameiginlegt hvað hættu varðar er einstaklingurinn sem notar tækið. Mun fleiri hafa látið lífið vegna vangetu einstaklings til að stjórna bifreið, mótorhjóli, vöruflutningabifreið eða hópferðabifreið heldur en vegna andláts frá notkun skotvopna til íþrótta (skotfimi) eða veiða (voðaskota). Enginn talar um að banna þessi farartæki eða takmarka notkun þeirra því það er ekki þeirra hagur að gera svo. Margir sem lesa þetta hugsa núna með sér að það hefur nú komið fyrir að fólk sé myrt með skotvopnum, sem er rétt, en fólk hefur einnig verið myrt með hnífum, kylfum, bifreiðum og líkamsútlimum en enginn talar t.d. um að banna eða takmarka notkun steikarhnífa sem finnast á öllum heimilum landsins eða skilda fólk til að setja fjötra á sig þegar það fer út úr húsi til að koma í veg fyrir að fólk geti slegið eða sparkað í einhvern. Einnig hafa fleiri iðkendur látið lífið eða slasast illa í ýmsum íþróttum á landinu, þar með talið fótbolta, handbolta, skíði, íshokkí, fimleikum heldur en innan skotíþróttanna en engin kallar eftir því að umræddar íþróttir verði lagðar niður eða starfi undir takmörkunum því það er jú bara talið eðlilegt að einn og einn slasist illa eða falli frá í íþróttinni, eins sorglegt og það nú er og einnig eins sorgleg sem sú hugsun er. Greinahöfundur telur að bókstaflega allar íþróttagreinar, fyrir utan skák, bridge og boccia, vera hættulegri og hafi hærri tíðni meiðsla/dauðsfalla en skotíþróttir, meira að segja golf (bakmeiðsli eða golfkúla í höfuðið) Er til betri staðsetning fyrir skotíþróttaiðkun í Reykjavík? Hvað varðar staðsetningu skotíþróttafélagana í Reykjavík, „Skotfélags Reykjavíkur“ og „Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis“ þá er engin staður betri fyrir svona íþrótt en þar sem félögin eru núna. Þarna er einfaldlega ekki fýsilegt byggingarland vegna sorphaugana sem eru í 500metra fjarlægð, ekki verður byggt ofan á sorphaugunum, og áætluð lagning Sundabrautar á að vera hægt að koma fyrir á Álfsnesinu án þess að taka af svæðum skotfélaganna. Álfsnesið þótti álitlegasti staðurinn fyrir skotíþróttir að mati matshóps sem var settur saman vegna brotthvarfs SR úr Leirdalnum. Hópur samsettur af skotíþróttamönnum í bland við fulltrúa Reykjavíkurborgar. Byggja þarf upp öflugri manir, líkt og áður hefur verið sagt í þessari grein, til að draga úr hljóðbærni til sumarhúsaeigenda í Kollafirði ásamt að gera vellina betri til að sópa upp stærstum hluta leirdúfna og forhlaða, þrifið upp í dag með höndum og hrífum, ásamt að útbúa betri skotbakka fyrir riffilsvæðið. Þetta kostar allt saman mikla peninga en með samheldni allra er hægt að gera flotta heimsklassa aðstöðu á Álfsnesinu fyrir íþróttaskotfimi. Hvað er íþróttaskotfimi? Margir sem ekki þekkja til gera sér ekki grein fyrir flórunni af keppnisgreinum innan skotíþróttanna. Þar er að finna haglabyssugreinar, skammbyssugreinar, loftgreinar, riffilgreinar og innan hverrar greinar er að finna undirflokka. Algengustu greinarnar sem stundaðar eru hérlendis eru eftirfarandi: Skammbyssa hefur átta undirgreinar en algengastar eru frjáls-, stöðluð-, sport- og grófskammbyssa ofl. Innan skammbyssu- og riffilgreina er að finna loftskammbyssu og loftriffill. Riffilgreinar hafa ellefu undirflokka en þar má finna BR50, 50 metra liggjandi, Sillhouette, Bench Rest ofl. Haglabyssuskotfimin hefur einnig nokkrar undirgreinar sem eru æfðar hér á landi, ein er það sem flestir þekkja sem er Skeet en fleirri greinar finnast eins og Nordiskt trap, Compak sporting, Trap og Double trap. Það eru fáar íþróttir á Íslandi sem hafa svona vítt og breytt svið keppnisgreina líkt og skotíþróttin hefur upp á að bjóða. Ein skotíþróttagrein er ekki stunduð, svo höfundur viti, hér á Íslandi og er það gönguskíðaskotfimi en þá undirgrein skotíþrótta er vel hægt að stunda hér á landi en vantar aðstöðu og vilja yfirvalda til að leggja greininni brautargengi. Elsta íþróttagrein á Íslandi Kæri lesandi, fram undan eru sveitar- bæjar- og borgarstjórnarkosningar þar sem flokkar keppast um atkvæði kjósenda. Fyrir þá sem fylgjast með hefur ekki einn flokkur í höfuðborginni minnst einu orði um hvað eigi að gera fyrir skotíþróttahreyfinguna á Álfsnesi eða bara landinu yfir höfuð sem er mjög sorgleg þróun svo ekki sé nú meira sagt. Skotíþróttin á Íslandi á undir högg að sækja svo ekki sé talað um elstu íþróttagrein og elsta íþróttafélag landsins vegna fordóma einstaklinga, vanþekkingar og sleggjudóma sem eigi oftast ekki við nein rök að styðjast. Skotíþróttin er hátt skrifuð í nágrannalöndum okkar og þykir göfugt sport sem mjög margir stunda og heilu sveitarfélögin, borgir og ríki styðja vel við. Faðir höfundar á skotsvæðinu á Gran Canaria. Íslendingar eiga langa sögu hvað varðar meðferð skotvopna og hafa haft marga aðila innan sinna raða sem hafa lagt líf sitt og sál í skotíþróttina til þess eins að byggja upp öfluga æfingaraðstöður, þjálfa upp hæft skotíþróttafólk, sjá skotíþróttina vaxa og dafna og njóta samverunnar í góðum hópi einstaklinga, ekkert öðruvísi en í öðrum íþróttum. Þessir einstaklingar hafa sótt sér erlenda þekkingu og hlotið þjálfararéttindi af hæstu gráðu, hafa verið ósérhlífnir í löngun sinni og drifkrafti til að efla og göfga íþróttina. Við skulum ekki eyðileggja störf þessara einstaklinga vegna fordóma, vanþekkingu og sleggjudóma. Höfundur þekkir fórnir þessa einstaklinga vel því einn þeirra var faðir minn, blessuð sé minning hans. Faðir minn bjó yfir langri og mikilli reynslu af skotfimi og lagði mikla áherslu á að deila þekkingu sinni á skotfimi, oft á kostnað fjölskyldutíma. Trú hans á íþróttinni og þeim sem hann þjálfaði var svo mikil að það einfaldlega smitaði út frá sér. Ein af nemendum föður míns er í dag landsliðskona sem hefur verið að keppa á erlendum mótum með góðum árangri. Einnig er önnur dætra minna með mikinn áhuga á skotíþróttinni og spyr mig reglulega hvort skotsvæðin á Álfsnesi fari ekki að opna fljótlega. Þarna er á ferðinni ung kona sem á framtíðina fyrir sér og umrædda landsliðskona er tilbúin að þjálfa barna barn föður míns, lærimeistara landsliðskonunar, en það er ekki hægt því allt er í lás og slá á Álfsnesi vegna fordóma fólks, embættismanna og skipulagsklúðurs hjá skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Eftirmáli Tökum höndum saman, styðjum skotíþróttahreyfinguna, höldum uppi heiðri og fórnum einstaklinga sem hafa lagt allt sitt inn í hreyfinguna frá stofnun Skotfélags Reykjavíkur til dagsins í dag og innan allra skotfélaga landsins til að efla íslenskt skotíþróttafólk. Núna, meira en nokkru sinni fyrr þarf skotíþróttafólk í landinu stuðning almennings til að efla og göfga enn meira göfuga íþrótt sem stunduð hefur verið lengst af öllum íþróttum á landinu þrátt fyrir endalausar hindranir af völdum einstaklinga, ríkis, borgar, bæjar- og sveitarfélaga. Tökum höndum saman krefjum Reykjavíkurborg, sveitarfélög, íþróttahreyfinguna og alþingi um að byggja upp skotíþróttasvæði hér á höfuðborgarsvæðinu í heimsklassa því það þarf í raun ekki að gera mikið til að hækka gæðin á Álfsnesinu og koma svæðinu í heimsklassagæði. Mætið á skotsvæðin, fræðist, prófið, skoðið vefsíður skotfélaga, kynnið ykkur hvað er að gerast hér á landi og út í hinum stóra heimi og út á hvað skotíþróttin gengur, hvernig haldið er utan um íþróttafélögin, reglur um meðferð skotvopna á svæðum skotfélaganna, siðareglur. Pössum upp á og varðveitum eina af elstu íþróttagreinum landsins. Sjón er sögu ríkari. Skotfélag Reykjavíkur - sr.is Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis – www.skotreyn.is SKOTVÍS – Skynsamleg skotveiði (skotvis.is) Skotfélagið Markviss markviss.net Skotíþróttasamband íslands sti.is Höfundur er skotíþrótta- og veiðimaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skotveiði Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Íþróttaskotfimi er elsta íþróttagrein landsins og skotveiðar hafa verið stundaðar frá því fyrst skotvopnin komu til landsins, en því er svona mikil andstaða við skotíþróttina og skotveiðar? Upphaf skotfimi Saga skotfimi á Íslandi nær langt aftur í tímann eða nánar tiltekið aftur til síðari hluta 15. aldar. Í bókinni Skotveiði í íslenskri náttúru eftir Ólaf E. Friðriksson er að finna umfjöllun um það sem talið er vera fyrstu skráðar heimildir um skotvopn á Íslandi sem koma frá árinu 1482. Þar er talað um deilur tveggja bænda og er þar minnst á skotvopn, einnig er að finna heimildir um skotvopnaeign Gissurar Einarssonar Skálholtsbiskups frá árinu 1548 og aftur 1550. Einnig er að finna heimildir frá fyrri hluta 18. aldar um það sem talið er vera fyrsti byssusmiðurinn á Íslandi. Sá maður mun hafa verið Einar Bjarnason bóndi í Skaftafelli í Öræfum. Fyrstu heimildirnar um veiði á dýri með skotvopni eru frá 1615, þar hafði bjarndýr þvælst alla leið að Hólum og var fellt þar með byssu. Bændur á Íslandi hafa notað skotvopn bæði til að veiða sér til matar og einnig varnar gegn stærri vargdýrum um langt skeið. Ekki veit þó höfundur um skriflegar frásagnir um notkun skotvopna fyrir 1482 en þykir nokkuð víst að saga skotvopna á Íslandi nái lengra aftur, jafnvel til byrjunar 15. aldar. Áreiðanlegar heimildir ná engu að síður aftur til 17. aldar og enn meira er að finna af heimildum frá 19. öld til dagsins í dag. Gunnar Sigurðsson, faðir höfundar, mundar byssuna. Saga skotíþróttarinnar (skotfimi) á Íslandi er að finna hjá elsta skráða íþróttafélagi landsins sem ber nafnið Skotfélag Reykjavíkur (SR), stofnað 1867 af einstaklingum af íslenskum og dönskum ættum. Upphafleg aðstaða til skotíþróttaiðkunar í Reykjavík var staðsett við Skothúsveg í Reykjavík út á litlum tanga sem gekk út í tjörnina. Til að byrja með voru flest allir helstu frama- og hefðarmenn Reykjavíkur liðsfélagar í Skotfélagi Reykjavíkur enda þótti skotíþróttin á þessum tíma mikið heiðursmannasport, ekki ólíkt og litið er til golfíþróttarinnar í dag. Ekki skal skilja þetta að enginn hafi stundað skotfimi fyrir 1867, svo er ekki því Skotfélag Reykjavíkur var stofnað af hópi einstaklinga sem höfðu verið að hittast og stunda skotfimina frá 1840 á svipuðum slóðum og fyrsta klúbbhús skotfélagsins reis við tjörnina í Reykjavík. Klúbbhúsið stóð nálægt þar sem Tjarnargata 35 stendur í dag og bar nafnið "Reykjavigs Skydeforenings Pavillon" Veiðar og regluverk Notkun skotvopna nær langt aftur hér á landi líkt og áður hefur verið greint frá en helst voru skotvopn notuð til framfærslu fjölskyldna með veiðum á villtum dýrum og er í raun enn gert í dag nema með ströngum og þörfum reglum yfirvalda. Áður fyrr tíðkaðist að veiða í raun allt sem fyrir auga bar og veiðimaður taldi vera nothæft til matargerðar fyrir fjölskyldu sína en þetta hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin með regluverki, skildu til menntunar um meðhöndlun skotvopna (Skotvopnanámskeið) og ströngum reglum um skráningu, meðhöndlun skotvopna og veiða sem allt skotíþróttafólk og veiðimenn landsins lifa eftir og virða. Einnig hafa öll skotfélög landsins útbúið mjög strangar reglur um meðhöndlun skotvopna innan þeirra æfingasvæða, í sumum tilfellum mun strangari heldur en almenn skotvopnalög kveða á um, sem er mjög jákvætt að mati höfundar. SR fært í fullan skrúða, iðkendur Yfir stríðsárin (seinni heimsstyrjöldin) var lítið um iðkun, þó alltaf eitthvað í gangi, hjá Skotfélagi Reykjavíkur eða fram til ársins 1950 þegar félagsmenn ákváðu að endurreisa starfsemi félagsins að fullu og hófu öfluga uppbyggingu skotíþróttarinnar innan íslensks samfélags sem lagði grunn að því hvernig skotíþróttin á Íslandi er í dag. Félagið fékk úthlutað æfingasvæði í Leirdal við Grafarholt í Reykjavík og starfaði þar óslitið til ársins 2000 en þá þurfti skotíþróttahreyfingin í Reykjavík að víkja fyrir byggð. Skotfélag Reykjavíkur flutt átta árum síðar (2008) ásamt Skotreyn (Skotveiðifélagi Reykjavíkur og nágrennis) á Álfsnesið yst út á tanganum við hlið sorphauga Reykjavíkur. Á Álfsnesinu hafa bæði skotfélögin byggt upp fyrirmyndar aðstöðu til iðkunar skotíþróttarinnar og hefur uppgangur verið mikill eftir að félögin byggðu upp sína aðstöðu á Álfsnesi þó uppgangur hafi verið mikill er SR var í Leirdalnum. Þó aðstaðan á Álfsnesi sé góð má alltaf gera betur með því að útbúa betri skjólgarða (Manir), planta trjám til að draga úr hljóðmengun og fegra umhverfið og margt fleira en þar hefur staðið á stuðningi frá Reykjavíkurborg og ríkinu. Í dag eru yfir 6000 skráðir iðkendur innan skotfélaga á Íslandi sem iðka sína íþrótt af ýmsum ástæðum, sumir mæta til að verða betri veiðimenn en aðrir stefna á að keppa á mótum innan- sem utanlands. Unglingastarf félaga hefur verð að vaxa undanfarin áratug og er mikið efni að finna innan ungliðahreyfingarinnar og líkur á að einhver stígi á pall erlendis í framtíðinni ef skotíþróttin á Íslandi fær að lifa og dafna. Til eru mörg skotíþróttafélög á landinu sem byggð eru upp með öryggi og fagmennsku að leiðarljósi, öll félögin hafa strangar umgengnisreglur og taka hart á brotum gagnvart reglum með yfirleitt brottvísun af skotsvæði félagsins og ef brotið telst alvarlegt er brottvísunin varanleg. Hljóð- og jarðvegsmengun Þrátt fyrir þann fjölda sem stundar skotíþróttir, hvort sem er utan- eða innanhúss, hafa skotíþróttafélög um allt land þurft að standa undir margvíslegum árásum á starfsemi íþróttafélaganna í gegnum áratugina. Ekki er ég að tala um mótmæli og góðar og þarfar ábendingar um skaðsemi blýhagla á lífríkið í kringum okkur. Flest allir innan skotíþróttafélaga eru sammála þessu enda skilda öll félögin notkun á stálhöglum í dag og hafa flest gert í alla vega 5 ár. Ég er að tala um kvartanir og ásakanir varðandi staðsetningu svæða, hávaðamengunar, að einstaklingar sem hafa ekki skotvopnaleifi fái að leika lausum hala, ógætileg meðferð skotvopna o.s.frv. Oftar en ekki byggt á rangfærslum, vanþekkingu og hreinlega lygum um starfsemi skotíþróttarinnar. Skotíþróttasvæði á Gran Canaria. Eitt er höfundi ofarlega í huga þegar kemur að mengunarmælingum í sjó í kringum skotsvæðin á Álfsnesi. Hvergi hefur verið rannsakað né tekið fram þegar verið er að agnúast út í skotsvæðin og þá í leiðinni skotíþróttahreyfinguna hvað varðar mengun út frá skotsvæðunum. Hvað mikið af menguninni kemur frá sorphaugnum á Álfsnesi, sem er bókstaflega í um 500 metra fjarlægð frá báðum skotsvæðunum á Álfsnesi. Borið hefur á verulega mikilli vanþekkingu þeirra sem hæst hafa haft um starfsemi og reglur skotfélaga um meðferð skotvopna á skotsvæðum og út á hvað skotíþróttir ganga. Ekki er því að neita að skothvellir heyrast ákveðnar vegalengdir og hávaðinn sé mikill við mælingu í eins metra fjarlægð en því lengra sem hljóðið ferðast því minni verða áhrifin. Til að mynda ef skotið er af 22 cal. riffli mælist hljóð uþb 140dB í 1m fjarlægð en í 1 km fjarlægð er mælingin komin niður í 80dB og við 5 km fjarlægð er mælingin komin niður í 66dB. Viðmið heilsuspillandi hávaða er 85dB í 8 klst eða lengur við varanleg hljóð af sama styrkleika. Þegar kemur að skothvelli í eins til fimm km fjarlægð er um að ræða 80 – 66dB í brot úr sekúndu, klapp af hendi, sem skaðar eyrað ekkert en getur fengið einn og einn til að kippast við ef sá hinn sami er eitthvað taugaspenntur fyrir. Bent skal á og viðurkennt að stærri rifflar skapa meiri hávaða en í flest öllum tilfellum nú til dags nota skotíþróttamenn hljóðdeyfa sem lækka hljóðið um 30 – 35 dB, sjálfum sér og öðrum til varnar. Því er notast höfundur við 140dB úr eins meters fjarlægð sem viðmið þó hljóð úr 22 cal mælist rétt undir 120dB. Með því að reisa hærri manir (hljóðgarða) og planta trjám í kringum skothvellina myndi hljóð frá völlunum minnka verulega en það er ekki hægt að ætlast til þess að íþróttafélög sem hafa búið við mikla óvissu um endanlega staðsetningu í meira en 20 ár leggi út fjármagn í svona framkvæmdir. Hvað höfund varðar skrifast þetta alfarið á Skipulagssvið Reykjavíkurborgar og sitjandi borgarstjórn hverju sinni ásamt ríkinu því þar hafa formenn skotfélaganna ásamt Skotíþróttasambandi íslands talað fyrir daufum eyrum embættismanna. Hljóð heyrast frá mörgum íþróttaviðburðum sem þykir bara sjálfsagður hlutur, oft talað um að þessi óp og köll séu bara partur af íþróttinni, en hávaðinn frá t.d. fótboltaleik er á milli 90 til 140 dB að meðaltali og engin kvartar yfir hávaðanum og hrópunum sem óma yfir heilu hverfin á meðan leik stendur. Svipaðar mælingar er um að ræða í handbolta, körfubolta og fleiri íþróttum. Fólk sem hefur sett sig upp á móti skotíþróttinni, meðal annars við höfund, hefur oftar en ekki borið fyrir sig hávaðamengun sem ástæðu þess að ekki eigi að heimila skotíþróttina, að hávaðinn sé svo mikill og skaðsemi hávaðans sé svo og svo mikill en á sama tíma mætir þetta sama fólk á aðra íþróttaviðburði, fara í ræktina þar sem dúndrandi tónlist er spiluð, fara í bíó, á sinfóníutónleika, fara á óperu eða jafnvel popp- eða rokktónleika og sjá ekkert að því og hugsa ekkert um hávaðamengunina sem þar er að finna. Því er það, hver er munurinn á hávaðamengun frá skotsvæði, sem er í raun ekki skaðleg fyrir fólk í 1 km fjarlægð eða lengra frá , eða langvarandi hljóðmengun frá ofangreindum viðburðum ? Er íþróttaskotfimi hættulegri en aðrar íþróttir? Margir tala um að skotvopn séu stór hættuleg og meiri líkur á alvarlegum slysum eða dauðsföllum vegna skotvopna en eftir því sem höfundur best veit hefur engin látist né slasast alvarlega vegna skotvopna notuð við íþróttaiðkun (skotfimi) á Íslandi. Bent skal á að óhlaðinn riffill, haglabyssa eða skammbyssa er ekkert hættulegri en bifreið, hjólsög, keðjusög, mótorhjól eða hvað fólk vill nota sem er ekki í gangi eða í sambandi við aflgjafa sem getur skaðað fólk. Það sem öll þessi tæki og tól eiga sameiginlegt hvað hættu varðar er einstaklingurinn sem notar tækið. Mun fleiri hafa látið lífið vegna vangetu einstaklings til að stjórna bifreið, mótorhjóli, vöruflutningabifreið eða hópferðabifreið heldur en vegna andláts frá notkun skotvopna til íþrótta (skotfimi) eða veiða (voðaskota). Enginn talar um að banna þessi farartæki eða takmarka notkun þeirra því það er ekki þeirra hagur að gera svo. Margir sem lesa þetta hugsa núna með sér að það hefur nú komið fyrir að fólk sé myrt með skotvopnum, sem er rétt, en fólk hefur einnig verið myrt með hnífum, kylfum, bifreiðum og líkamsútlimum en enginn talar t.d. um að banna eða takmarka notkun steikarhnífa sem finnast á öllum heimilum landsins eða skilda fólk til að setja fjötra á sig þegar það fer út úr húsi til að koma í veg fyrir að fólk geti slegið eða sparkað í einhvern. Einnig hafa fleiri iðkendur látið lífið eða slasast illa í ýmsum íþróttum á landinu, þar með talið fótbolta, handbolta, skíði, íshokkí, fimleikum heldur en innan skotíþróttanna en engin kallar eftir því að umræddar íþróttir verði lagðar niður eða starfi undir takmörkunum því það er jú bara talið eðlilegt að einn og einn slasist illa eða falli frá í íþróttinni, eins sorglegt og það nú er og einnig eins sorgleg sem sú hugsun er. Greinahöfundur telur að bókstaflega allar íþróttagreinar, fyrir utan skák, bridge og boccia, vera hættulegri og hafi hærri tíðni meiðsla/dauðsfalla en skotíþróttir, meira að segja golf (bakmeiðsli eða golfkúla í höfuðið) Er til betri staðsetning fyrir skotíþróttaiðkun í Reykjavík? Hvað varðar staðsetningu skotíþróttafélagana í Reykjavík, „Skotfélags Reykjavíkur“ og „Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis“ þá er engin staður betri fyrir svona íþrótt en þar sem félögin eru núna. Þarna er einfaldlega ekki fýsilegt byggingarland vegna sorphaugana sem eru í 500metra fjarlægð, ekki verður byggt ofan á sorphaugunum, og áætluð lagning Sundabrautar á að vera hægt að koma fyrir á Álfsnesinu án þess að taka af svæðum skotfélaganna. Álfsnesið þótti álitlegasti staðurinn fyrir skotíþróttir að mati matshóps sem var settur saman vegna brotthvarfs SR úr Leirdalnum. Hópur samsettur af skotíþróttamönnum í bland við fulltrúa Reykjavíkurborgar. Byggja þarf upp öflugri manir, líkt og áður hefur verið sagt í þessari grein, til að draga úr hljóðbærni til sumarhúsaeigenda í Kollafirði ásamt að gera vellina betri til að sópa upp stærstum hluta leirdúfna og forhlaða, þrifið upp í dag með höndum og hrífum, ásamt að útbúa betri skotbakka fyrir riffilsvæðið. Þetta kostar allt saman mikla peninga en með samheldni allra er hægt að gera flotta heimsklassa aðstöðu á Álfsnesinu fyrir íþróttaskotfimi. Hvað er íþróttaskotfimi? Margir sem ekki þekkja til gera sér ekki grein fyrir flórunni af keppnisgreinum innan skotíþróttanna. Þar er að finna haglabyssugreinar, skammbyssugreinar, loftgreinar, riffilgreinar og innan hverrar greinar er að finna undirflokka. Algengustu greinarnar sem stundaðar eru hérlendis eru eftirfarandi: Skammbyssa hefur átta undirgreinar en algengastar eru frjáls-, stöðluð-, sport- og grófskammbyssa ofl. Innan skammbyssu- og riffilgreina er að finna loftskammbyssu og loftriffill. Riffilgreinar hafa ellefu undirflokka en þar má finna BR50, 50 metra liggjandi, Sillhouette, Bench Rest ofl. Haglabyssuskotfimin hefur einnig nokkrar undirgreinar sem eru æfðar hér á landi, ein er það sem flestir þekkja sem er Skeet en fleirri greinar finnast eins og Nordiskt trap, Compak sporting, Trap og Double trap. Það eru fáar íþróttir á Íslandi sem hafa svona vítt og breytt svið keppnisgreina líkt og skotíþróttin hefur upp á að bjóða. Ein skotíþróttagrein er ekki stunduð, svo höfundur viti, hér á Íslandi og er það gönguskíðaskotfimi en þá undirgrein skotíþrótta er vel hægt að stunda hér á landi en vantar aðstöðu og vilja yfirvalda til að leggja greininni brautargengi. Elsta íþróttagrein á Íslandi Kæri lesandi, fram undan eru sveitar- bæjar- og borgarstjórnarkosningar þar sem flokkar keppast um atkvæði kjósenda. Fyrir þá sem fylgjast með hefur ekki einn flokkur í höfuðborginni minnst einu orði um hvað eigi að gera fyrir skotíþróttahreyfinguna á Álfsnesi eða bara landinu yfir höfuð sem er mjög sorgleg þróun svo ekki sé nú meira sagt. Skotíþróttin á Íslandi á undir högg að sækja svo ekki sé talað um elstu íþróttagrein og elsta íþróttafélag landsins vegna fordóma einstaklinga, vanþekkingar og sleggjudóma sem eigi oftast ekki við nein rök að styðjast. Skotíþróttin er hátt skrifuð í nágrannalöndum okkar og þykir göfugt sport sem mjög margir stunda og heilu sveitarfélögin, borgir og ríki styðja vel við. Faðir höfundar á skotsvæðinu á Gran Canaria. Íslendingar eiga langa sögu hvað varðar meðferð skotvopna og hafa haft marga aðila innan sinna raða sem hafa lagt líf sitt og sál í skotíþróttina til þess eins að byggja upp öfluga æfingaraðstöður, þjálfa upp hæft skotíþróttafólk, sjá skotíþróttina vaxa og dafna og njóta samverunnar í góðum hópi einstaklinga, ekkert öðruvísi en í öðrum íþróttum. Þessir einstaklingar hafa sótt sér erlenda þekkingu og hlotið þjálfararéttindi af hæstu gráðu, hafa verið ósérhlífnir í löngun sinni og drifkrafti til að efla og göfga íþróttina. Við skulum ekki eyðileggja störf þessara einstaklinga vegna fordóma, vanþekkingu og sleggjudóma. Höfundur þekkir fórnir þessa einstaklinga vel því einn þeirra var faðir minn, blessuð sé minning hans. Faðir minn bjó yfir langri og mikilli reynslu af skotfimi og lagði mikla áherslu á að deila þekkingu sinni á skotfimi, oft á kostnað fjölskyldutíma. Trú hans á íþróttinni og þeim sem hann þjálfaði var svo mikil að það einfaldlega smitaði út frá sér. Ein af nemendum föður míns er í dag landsliðskona sem hefur verið að keppa á erlendum mótum með góðum árangri. Einnig er önnur dætra minna með mikinn áhuga á skotíþróttinni og spyr mig reglulega hvort skotsvæðin á Álfsnesi fari ekki að opna fljótlega. Þarna er á ferðinni ung kona sem á framtíðina fyrir sér og umrædda landsliðskona er tilbúin að þjálfa barna barn föður míns, lærimeistara landsliðskonunar, en það er ekki hægt því allt er í lás og slá á Álfsnesi vegna fordóma fólks, embættismanna og skipulagsklúðurs hjá skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Eftirmáli Tökum höndum saman, styðjum skotíþróttahreyfinguna, höldum uppi heiðri og fórnum einstaklinga sem hafa lagt allt sitt inn í hreyfinguna frá stofnun Skotfélags Reykjavíkur til dagsins í dag og innan allra skotfélaga landsins til að efla íslenskt skotíþróttafólk. Núna, meira en nokkru sinni fyrr þarf skotíþróttafólk í landinu stuðning almennings til að efla og göfga enn meira göfuga íþrótt sem stunduð hefur verið lengst af öllum íþróttum á landinu þrátt fyrir endalausar hindranir af völdum einstaklinga, ríkis, borgar, bæjar- og sveitarfélaga. Tökum höndum saman krefjum Reykjavíkurborg, sveitarfélög, íþróttahreyfinguna og alþingi um að byggja upp skotíþróttasvæði hér á höfuðborgarsvæðinu í heimsklassa því það þarf í raun ekki að gera mikið til að hækka gæðin á Álfsnesinu og koma svæðinu í heimsklassagæði. Mætið á skotsvæðin, fræðist, prófið, skoðið vefsíður skotfélaga, kynnið ykkur hvað er að gerast hér á landi og út í hinum stóra heimi og út á hvað skotíþróttin gengur, hvernig haldið er utan um íþróttafélögin, reglur um meðferð skotvopna á svæðum skotfélaganna, siðareglur. Pössum upp á og varðveitum eina af elstu íþróttagreinum landsins. Sjón er sögu ríkari. Skotfélag Reykjavíkur - sr.is Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis – www.skotreyn.is SKOTVÍS – Skynsamleg skotveiði (skotvis.is) Skotfélagið Markviss markviss.net Skotíþróttasamband íslands sti.is Höfundur er skotíþrótta- og veiðimaður
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun