Saga af stúlku Katrín Birna Viðarsdóttir skrifar 4. maí 2022 11:00 Mig langar að segja ykkur smá sögu. Þann 12. maí árið 1986 kom í heiminn lítil stúlka. Lítil saklaus stelpa fædd inní partýstand og fjör. Foreldrar stúlkunnar vildu lítið með hana hafa og þurfti barnavernd að hafa mikil afskipti af heimilinu. Eitt skipti var hún send ein með flugi frá Reykjavík til Akureyrar en enginn kom að taka á móti henni. Oft var hún bæði skítug og með sár og fyrir þriggja ára aldur var búið að leggja hana þrisvar inná spítala með næringarskort.Á þessum tíma var barnavernd ekki eins öflug og hún er í dag, og stúlkan þurfti að búa við þessar aðstæður til þriggja ára aldurs. Í dag hefði hún verið fjarlægð af heimilinu miklu fyrr. Þessi litla stúlka er ég. Nú stikla ég á stóru. Ég var mjög heppin með fósturmóður,en þegar ég var fjórtán ára gömul fékk hún heilablóðfall og í kjölfarið flutti ég til blóðföður míns. Við bjuggum um tíma í Sandgerði en fluttum svo á Stöðvarfjörð. Heimilishaldið var ekki gott. Stjúpmóðir mín gerði sitt besta, en faðir minn var og er háður lyfjum og tekur tímabil þar sem hann drekkur mikið. Í því ástandi getur hann orðið ofbeldishneigður en sem betur fer varð ég aldrei fyrir því. Bróðir minn aftur á móti var ekki eins heppinn. Nokkrum sinnum þurfti ég að ljúga að handrukkurum, sem komu í heimsókn eða hringdu, að ég vissi ekki hvar pabbi væri. Ég er ekki að segja að foreldrar mínir hafi verið eða séu vont fólk, þau voru/eru veik. Blóðmóðir mín snéri við blaðinu og aðstoðaði marga, var til að mynda starfsmaður hjá Aflinu á Akureyri. Hún lést fyrir 6 árum síðan. Ástæðan fyrir því að ég segi ykkur þessa sögu er að ég þekki af eigin raun hvað skóli og tómstundir eru mikilvægar og ég þekki líka hversu mikilvægt það er búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð. Ef ekki hefði verið fyrir fólkið sem býr á Stöðvarfirði veit ég ekki hvar ég væri stödd í dag, en samfélagið greip mig - ég fékk stuðning, væntumþykju og utanumhald. Félagsmiðstöðin var griðastaður og skólinn líka. Ég var ekki auðveldur unglingur, mjög erfiður ef ég er alveg hreinskilin. Var kjaftfor, hlýddi engu og gerði margt sem ég sé eftir í dag. Byrjaði snemma að drekka og reykja, en samfélagið var til staðar og það gafst ekki upp á mér, ekki foreldrar vina minna, skólinn eða félagsmiðstöðin. Í Fjarðabyggð erum við komin með öflugt fjölskyldusvið. Á síðasta kjörtímabili kom Fjarðalistinn af stað úrræði fyrir fjölskyldur og börn sem heitir Sprettur og er þar unnið að því að grípa börn eins og mig, þau eru gripin snemma sem er virkilega þarft. Slíkt verkefni hefði breytt miklu fyrir mig og mina æsku. Við eigum líka félagsmiðstöðvar sem vinna öflugt starf og við þurfum að hlúa vel að því mikilvæga starfi. Við þurfum að bæta starf ungmenna á aldrinum 16-18 ára, það er mikilvægt að þau týnist ekki. Ég ákvað að fara í pólitík því ég vil hafa áhrif, sérstaklega á málefni barna og ungmenna. Ég brenn fyrir bættu samfélagi, ég veit hvað það skiptir miklu máli að búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð er. Ég vil þakka Fjarðalistanum fyrir gott starf fyrir fjölskyldur og ungmenni síðustu ár og ég ábyrgist það að ef ég fæ tækifæri til mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að halda þessu starfi áfram. Ég veit að öll sem eru á Fjarðalistanum núna eru á sömu blaðsíðu og ég, við brennum öll fyrir bættu samfélagi. Höfundur er í 13. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Mig langar að segja ykkur smá sögu. Þann 12. maí árið 1986 kom í heiminn lítil stúlka. Lítil saklaus stelpa fædd inní partýstand og fjör. Foreldrar stúlkunnar vildu lítið með hana hafa og þurfti barnavernd að hafa mikil afskipti af heimilinu. Eitt skipti var hún send ein með flugi frá Reykjavík til Akureyrar en enginn kom að taka á móti henni. Oft var hún bæði skítug og með sár og fyrir þriggja ára aldur var búið að leggja hana þrisvar inná spítala með næringarskort.Á þessum tíma var barnavernd ekki eins öflug og hún er í dag, og stúlkan þurfti að búa við þessar aðstæður til þriggja ára aldurs. Í dag hefði hún verið fjarlægð af heimilinu miklu fyrr. Þessi litla stúlka er ég. Nú stikla ég á stóru. Ég var mjög heppin með fósturmóður,en þegar ég var fjórtán ára gömul fékk hún heilablóðfall og í kjölfarið flutti ég til blóðföður míns. Við bjuggum um tíma í Sandgerði en fluttum svo á Stöðvarfjörð. Heimilishaldið var ekki gott. Stjúpmóðir mín gerði sitt besta, en faðir minn var og er háður lyfjum og tekur tímabil þar sem hann drekkur mikið. Í því ástandi getur hann orðið ofbeldishneigður en sem betur fer varð ég aldrei fyrir því. Bróðir minn aftur á móti var ekki eins heppinn. Nokkrum sinnum þurfti ég að ljúga að handrukkurum, sem komu í heimsókn eða hringdu, að ég vissi ekki hvar pabbi væri. Ég er ekki að segja að foreldrar mínir hafi verið eða séu vont fólk, þau voru/eru veik. Blóðmóðir mín snéri við blaðinu og aðstoðaði marga, var til að mynda starfsmaður hjá Aflinu á Akureyri. Hún lést fyrir 6 árum síðan. Ástæðan fyrir því að ég segi ykkur þessa sögu er að ég þekki af eigin raun hvað skóli og tómstundir eru mikilvægar og ég þekki líka hversu mikilvægt það er búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð. Ef ekki hefði verið fyrir fólkið sem býr á Stöðvarfirði veit ég ekki hvar ég væri stödd í dag, en samfélagið greip mig - ég fékk stuðning, væntumþykju og utanumhald. Félagsmiðstöðin var griðastaður og skólinn líka. Ég var ekki auðveldur unglingur, mjög erfiður ef ég er alveg hreinskilin. Var kjaftfor, hlýddi engu og gerði margt sem ég sé eftir í dag. Byrjaði snemma að drekka og reykja, en samfélagið var til staðar og það gafst ekki upp á mér, ekki foreldrar vina minna, skólinn eða félagsmiðstöðin. Í Fjarðabyggð erum við komin með öflugt fjölskyldusvið. Á síðasta kjörtímabili kom Fjarðalistinn af stað úrræði fyrir fjölskyldur og börn sem heitir Sprettur og er þar unnið að því að grípa börn eins og mig, þau eru gripin snemma sem er virkilega þarft. Slíkt verkefni hefði breytt miklu fyrir mig og mina æsku. Við eigum líka félagsmiðstöðvar sem vinna öflugt starf og við þurfum að hlúa vel að því mikilvæga starfi. Við þurfum að bæta starf ungmenna á aldrinum 16-18 ára, það er mikilvægt að þau týnist ekki. Ég ákvað að fara í pólitík því ég vil hafa áhrif, sérstaklega á málefni barna og ungmenna. Ég brenn fyrir bættu samfélagi, ég veit hvað það skiptir miklu máli að búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð er. Ég vil þakka Fjarðalistanum fyrir gott starf fyrir fjölskyldur og ungmenni síðustu ár og ég ábyrgist það að ef ég fæ tækifæri til mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að halda þessu starfi áfram. Ég veit að öll sem eru á Fjarðalistanum núna eru á sömu blaðsíðu og ég, við brennum öll fyrir bættu samfélagi. Höfundur er í 13. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun