Fjárfestum í framtíðinni Íris Andrésdóttir skrifar 4. maí 2022 13:30 Þegar áhrif Covid-19 voru sem mest kom berlega í ljós hvaða stofnanir gegndu lykilhlutverki í samfélaginu okkar; heilbrigðis- og menntastofnanir. Framhaldsskólar lokuðu en hægt var að halda úti fjarkennslu. Grunn- og leikskólar héldust hins vegar opnir og reynt var eftir fremsta megni, að skerða sem minnst þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Stjórnendur og starfsfólk í grunn- og leikskólum lögðust í miklar endurskipulagningar á óvissutímum og sífellt þurfti að bregðast við hinum ýmsum takmörkunum sem í gildi voru hverju sinni. Stjórnendum og starfsfólki grunn- og leikskóla var raðað í forystusveit og unnu þrekvirki í að halda uppi faglegu starfi. Skólasamfélagið er einn stærsti einstaki málaflokkur borgarinnar og það kostar vissulega sitt að reka skóla. En á sama tíma má spyrja sig: Setjum við verðmiða á velferð, menntun og framtíð barnanna okkar? Eiga ekki öll börn, óháð uppruna, efnahagslegri stöðu og líkamlegu- og andlegu atgervi, rétt á að sækja skóla og njóta til þess stuðnings sem styrkir þau í námi og leik? Fjölgum sérfræðimenntuðu fagfólki Á yfirstandandi skólaári eru rúmlega 15000 nemendur í grunnskólum í Reykjavík og leikskóla í Reykjavík sækja rúmlega 6000 börn. Börn eru ólík eins og þau eru mörg og þarfir þeirra jafn ólíkar. Krafan um aukinn stuðning við börn og kennara fer vaxandi frá ári til árs í skólum borgarinnar. Bið eftir sálfræðiþjónustu lengist sífellt og dæmi eru um að börn og fjölskyldur þeirra þurfi að bíða allt upp í 18 mánuði og jafnvel lengur eftir þjónustu talmeinafræðings. Þá er ótalin þörfin fyrir aukna aðkomu þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, talmeinafræðinga og hjúkrunarfræðinga að daglegu starfi í skólum í formi ráðgjafar og stuðnings við börn og starfsfólk. Það er skýr stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að fjölga sérfræðimenntuðu fagfólki í grunn- og leikskólum og styrkja þannig gott gangverk skólasamfélagsins svo öll börn fái notið sín í leik og starfi. Afnám gjaldtöku Árið 2018 var stigið stórt skref í Reykjavík í áttina að minnka kostnaðarþátttöku foreldra/forráðamanna í grunnskólum þegar ritfangakostnaður var aflagður. Með þátttöku í meirihlutasamstarfi hafa Vinstri græn einnig barist fyrir lægri leikskólagjöldum í Reykjavík og lægri greiðsluþátttöku foreldra/forráðamanna í skólamáltíðum. Lykilþáttur í heilbrigði barna er góð næring. Vinstri græn vilja stíga næstu skref og tryggja öllum börnum í grunnskólum Reykjavíkur heilnæman og vistvænan hádegismat með endurgjaldslausum skólamáltíðum. Einnig viljum við afnema leikskólagjöld í leikskólum borgarinnar og tryggja þannig öllum börnum á leikskólaaldri sömu tækifæri til náms og leiks, óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Þegar kemur að málefnum barna og skólasamfélagsins eru áherslur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir komandi sveitastjórnarkosningar skýrar. Setjum ekki verðmiða á menntun og velferð barnanna okkar, fjárfestum í framtíðinni. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 4.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Þegar áhrif Covid-19 voru sem mest kom berlega í ljós hvaða stofnanir gegndu lykilhlutverki í samfélaginu okkar; heilbrigðis- og menntastofnanir. Framhaldsskólar lokuðu en hægt var að halda úti fjarkennslu. Grunn- og leikskólar héldust hins vegar opnir og reynt var eftir fremsta megni, að skerða sem minnst þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Stjórnendur og starfsfólk í grunn- og leikskólum lögðust í miklar endurskipulagningar á óvissutímum og sífellt þurfti að bregðast við hinum ýmsum takmörkunum sem í gildi voru hverju sinni. Stjórnendum og starfsfólki grunn- og leikskóla var raðað í forystusveit og unnu þrekvirki í að halda uppi faglegu starfi. Skólasamfélagið er einn stærsti einstaki málaflokkur borgarinnar og það kostar vissulega sitt að reka skóla. En á sama tíma má spyrja sig: Setjum við verðmiða á velferð, menntun og framtíð barnanna okkar? Eiga ekki öll börn, óháð uppruna, efnahagslegri stöðu og líkamlegu- og andlegu atgervi, rétt á að sækja skóla og njóta til þess stuðnings sem styrkir þau í námi og leik? Fjölgum sérfræðimenntuðu fagfólki Á yfirstandandi skólaári eru rúmlega 15000 nemendur í grunnskólum í Reykjavík og leikskóla í Reykjavík sækja rúmlega 6000 börn. Börn eru ólík eins og þau eru mörg og þarfir þeirra jafn ólíkar. Krafan um aukinn stuðning við börn og kennara fer vaxandi frá ári til árs í skólum borgarinnar. Bið eftir sálfræðiþjónustu lengist sífellt og dæmi eru um að börn og fjölskyldur þeirra þurfi að bíða allt upp í 18 mánuði og jafnvel lengur eftir þjónustu talmeinafræðings. Þá er ótalin þörfin fyrir aukna aðkomu þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, talmeinafræðinga og hjúkrunarfræðinga að daglegu starfi í skólum í formi ráðgjafar og stuðnings við börn og starfsfólk. Það er skýr stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að fjölga sérfræðimenntuðu fagfólki í grunn- og leikskólum og styrkja þannig gott gangverk skólasamfélagsins svo öll börn fái notið sín í leik og starfi. Afnám gjaldtöku Árið 2018 var stigið stórt skref í Reykjavík í áttina að minnka kostnaðarþátttöku foreldra/forráðamanna í grunnskólum þegar ritfangakostnaður var aflagður. Með þátttöku í meirihlutasamstarfi hafa Vinstri græn einnig barist fyrir lægri leikskólagjöldum í Reykjavík og lægri greiðsluþátttöku foreldra/forráðamanna í skólamáltíðum. Lykilþáttur í heilbrigði barna er góð næring. Vinstri græn vilja stíga næstu skref og tryggja öllum börnum í grunnskólum Reykjavíkur heilnæman og vistvænan hádegismat með endurgjaldslausum skólamáltíðum. Einnig viljum við afnema leikskólagjöld í leikskólum borgarinnar og tryggja þannig öllum börnum á leikskólaaldri sömu tækifæri til náms og leiks, óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Þegar kemur að málefnum barna og skólasamfélagsins eru áherslur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir komandi sveitastjórnarkosningar skýrar. Setjum ekki verðmiða á menntun og velferð barnanna okkar, fjárfestum í framtíðinni. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 4.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun