Betri skóli fyrir börn Arnór Heiðarsson skrifar 5. maí 2022 09:00 Hvernig væri það ef við myndum prófa að sleppa því að hafa hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annað fagfólk í sjúkrahúsum landsins og keyra nær eingöngu á heimilislæknum? Svarið við þessari spurningu er frekar einfalt. Það myndi aldrei virka og ástæðurnar fyrir því eru augljósar. Þá spyr ég samt. Af hverju keyrum við grunnskólana nær eingöngu á kennurum? Kennarar eru frábærir og það þekki ég vel af persónulegri reynslu. Í skólastofum landsins er unnið frábært starf kennara sem vinna ötullega að því að veita börnum landsins fyrsta flokks menntun. Kennarar eru sérfræðingar í að vekja áhuga, miðla þekkingu, kenna gagnrýna hugsun og mennta nemendur með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Kennarar eru fagfólk í hæsta gæðaflokki og það er full vinna að vera kennari. Kennarar eru ein stétt fagfólks og jafn frábærir og þeir eru þá geta þeir ekki gert allt. Til að mæta fjölbreyttum þörfum barna þarf að stórauka þátt annarra fagstétta í skólakerfinu. Okkur vantar miklu fleiri þroskaþjálfa, sálfræðinga, talmeinafræðinga, félagsráðgjafa, námsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og aðrar öflugar fagstéttir til að koma að vinna á gólfinu í grunnskólunum. Með því að fá fólk með þessa fagþekkingu í skólana getum við komið mun betur til móts við börn. Hlutverk skóla er alltaf að verða fjölbreyttara og stærra. Skólar eru ekki lengur bara menntastofnanir heldur eru þeir orðnir að miðjunni í velferð barna og það er því mikilvægt að fjölbreyttari fagþekking komi inn í skólana. Með því aukum við líkurnar á snemmtækri íhlutun til muna, við náum að koma til móts við þarfir barna fyrr og minnkum því líkurnar á þyngri og dýrari inngripum seinna meir. Að fjárfesta í börnum er besta fjárfesting sem til er. Það hefur sýnt sig að það margborgar sig. Við spörum samfélaginu háar fjárhæðir og það sem meira máli skiptir, við skilum fleiri tilbúnum einstaklingum út í samfélagið sem eru virkir þátttakendur í því. Höfundur, sem er grunnskólakennari og starfar sem aðstoðarskólastjóri, skipar 14. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Hvernig væri það ef við myndum prófa að sleppa því að hafa hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annað fagfólk í sjúkrahúsum landsins og keyra nær eingöngu á heimilislæknum? Svarið við þessari spurningu er frekar einfalt. Það myndi aldrei virka og ástæðurnar fyrir því eru augljósar. Þá spyr ég samt. Af hverju keyrum við grunnskólana nær eingöngu á kennurum? Kennarar eru frábærir og það þekki ég vel af persónulegri reynslu. Í skólastofum landsins er unnið frábært starf kennara sem vinna ötullega að því að veita börnum landsins fyrsta flokks menntun. Kennarar eru sérfræðingar í að vekja áhuga, miðla þekkingu, kenna gagnrýna hugsun og mennta nemendur með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Kennarar eru fagfólk í hæsta gæðaflokki og það er full vinna að vera kennari. Kennarar eru ein stétt fagfólks og jafn frábærir og þeir eru þá geta þeir ekki gert allt. Til að mæta fjölbreyttum þörfum barna þarf að stórauka þátt annarra fagstétta í skólakerfinu. Okkur vantar miklu fleiri þroskaþjálfa, sálfræðinga, talmeinafræðinga, félagsráðgjafa, námsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og aðrar öflugar fagstéttir til að koma að vinna á gólfinu í grunnskólunum. Með því að fá fólk með þessa fagþekkingu í skólana getum við komið mun betur til móts við börn. Hlutverk skóla er alltaf að verða fjölbreyttara og stærra. Skólar eru ekki lengur bara menntastofnanir heldur eru þeir orðnir að miðjunni í velferð barna og það er því mikilvægt að fjölbreyttari fagþekking komi inn í skólana. Með því aukum við líkurnar á snemmtækri íhlutun til muna, við náum að koma til móts við þarfir barna fyrr og minnkum því líkurnar á þyngri og dýrari inngripum seinna meir. Að fjárfesta í börnum er besta fjárfesting sem til er. Það hefur sýnt sig að það margborgar sig. Við spörum samfélaginu háar fjárhæðir og það sem meira máli skiptir, við skilum fleiri tilbúnum einstaklingum út í samfélagið sem eru virkir þátttakendur í því. Höfundur, sem er grunnskólakennari og starfar sem aðstoðarskólastjóri, skipar 14. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar