Skattahækkun um bakdyrnar Þórður Gunnarsson skrifar 6. maí 2022 10:16 Meirihlutinn í Reykjavík hefur látið hjá líða að stuðla að nægilega mikilli húsnæðisuppbyggingu innan borgarmarkanna. Fulltrúar meirihlutans gera hlálegar tilraunir til þess skreyta sig með tölfræði um húsnæðisuppbyggingu borgarinnar í methæðum. En allir sjá að ekki hefur verið nóg gert. Lítið af eignum er til sölu og fasteignaverð hefur rokið upp úr öllu valdi. Húsnæðisvandinn í Reykjavík snýr að framboði. Framboð fasteigna hefur minnkað í Reykjavík, einkum vegna einstrengingslegrar stefnu um þéttingu byggðar. Þétting byggðar er góðra gjalda verð og hagkvæm. En í hagkerfi sem vex jafn hratt og Ísland er ekki nóg að föndra við uppbyggingu fjölbýlishúsa meðfram umferðaræðum. Það eru ekki bara fyrstu fasteignakaupendur sem þjást fyrir stefnu meirihlutans. Allir Reykvíkingar finna fyrir þéttingarstefnu borgarmeirihlutans. Þegar framboð húsnæðis dregst saman sem raun ber vitni, þá hækkar fasteignamat eigna meira en ella. Reykjavíkurborg hefur haldið fasteignagjöldum óbreyttum um langa hríð. Þar af leiðandi eykst skattbyrði fasteignaeigenda. Óbreytt álagningarprósenta fasteignagjalda er því skattahækkun sem laumað er inn bakdyramegin, en fasteignamat í Reykjavík hefur hækkað um tugi prósenta á undanförnum árum. Með því að draga lappirnar við stuðla að auknu framboði húsnæðis, er Reykjavíkurborg að hækka skatta á alla Reykvíkinga. Sjálfstæðisflokkurinn vill frysta krónutölu fasteignagjalda. Ef meirihlutinn heldur völdum munu allir Reykvíkingar því þurfa að borga hærri fasteignaskatta á næsta ári. Höfundur er hagfræðingur og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Þórður Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík hefur látið hjá líða að stuðla að nægilega mikilli húsnæðisuppbyggingu innan borgarmarkanna. Fulltrúar meirihlutans gera hlálegar tilraunir til þess skreyta sig með tölfræði um húsnæðisuppbyggingu borgarinnar í methæðum. En allir sjá að ekki hefur verið nóg gert. Lítið af eignum er til sölu og fasteignaverð hefur rokið upp úr öllu valdi. Húsnæðisvandinn í Reykjavík snýr að framboði. Framboð fasteigna hefur minnkað í Reykjavík, einkum vegna einstrengingslegrar stefnu um þéttingu byggðar. Þétting byggðar er góðra gjalda verð og hagkvæm. En í hagkerfi sem vex jafn hratt og Ísland er ekki nóg að föndra við uppbyggingu fjölbýlishúsa meðfram umferðaræðum. Það eru ekki bara fyrstu fasteignakaupendur sem þjást fyrir stefnu meirihlutans. Allir Reykvíkingar finna fyrir þéttingarstefnu borgarmeirihlutans. Þegar framboð húsnæðis dregst saman sem raun ber vitni, þá hækkar fasteignamat eigna meira en ella. Reykjavíkurborg hefur haldið fasteignagjöldum óbreyttum um langa hríð. Þar af leiðandi eykst skattbyrði fasteignaeigenda. Óbreytt álagningarprósenta fasteignagjalda er því skattahækkun sem laumað er inn bakdyramegin, en fasteignamat í Reykjavík hefur hækkað um tugi prósenta á undanförnum árum. Með því að draga lappirnar við stuðla að auknu framboði húsnæðis, er Reykjavíkurborg að hækka skatta á alla Reykvíkinga. Sjálfstæðisflokkurinn vill frysta krónutölu fasteignagjalda. Ef meirihlutinn heldur völdum munu allir Reykvíkingar því þurfa að borga hærri fasteignaskatta á næsta ári. Höfundur er hagfræðingur og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar