Geta börn látið draumana rætast í ónýtum skólabyggingum? Þorvaldur Daníelsson skrifar 8. maí 2022 21:30 Á undanförnum árum hafa borgarbúar fylgst með miklu áhugaleysi meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur á að mæta grunnþörfum íbúa borgarinnar. Gæluverkefnin hefur ekki vantað, og alltaf hægt að finna peninga í verkefni á borð við Braggann fræga. Það hefur hins vegar verið töluvert dýpra á peningum þegar það kemur að því að halda við leik-og grunnskólunum okkar, og ekki var heldur að sjá að borgarfulltrúar hefðu sérstakan áhuga á þessum málum eins og sást bersýnilega í tómlæti þeirra varðandi Fossvogsskóla. Á árinu 2020 var gerð úttekt á ástandi leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Um var að ræða úttekt á tæplega 140 byggingum, nýjum og gömlum. Skýrsla sem var gerð um þessa úttekt telur rúmlega 700 blaðsíður. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf sé mun meiri í nær öllum þessum byggingum en nokkur hafði þorað að gera sér í hugarlund. Kostnaður við þessar framkvæmdir mun líklega hlaupa á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Dagur Eggertsson, borgarstjóri, hefur talað um að setja um 5 milljarða á ári til þessa viðhaldsverkefnis á húsakosti leik- og grunnskólanna. Úrbætur á Hagaskóla einum og sér, með reyndar viðbyggingu, eru áætlaðar á 4,6 milljarða á næstu þremur árum. Það verður þá ekki mikið afgangs fyrir hina 135 skólana. Í þessu húsnæði öllu - sem er með lélega hljóðvist, lek þök og myglu í skólastofum, - eiga börnin okkar að læra - í húsnæði sem við myndum aldrei bjóða fullorðnu skrifstofufólki upp á. Þá hefur mikið verið rætt um slæma stöðu drengja í skólakerfinu. Það á svo sannarlega við rök að styðjast en það eru líka stelpur sem eru í viðkvæmri stöðu í kerfinu. Þær bera sig bara öðruvísi svo það er minna eftir því tekið eða að minnsta kosti er miklu minna um það rætt. Undirritaður hefur unnið með miklum fjölda barna á síðustu 10 árum og það er óhætt að segja að lesskilningur er sem dæmi orðinn mun lakari en hann var. Hvað getur valdið því? Ég trúi því tæplega að kennarar séu lakari núna en á árum áður, en einhver er skýringin. Getur hugsast að þar sem ekki er nægur gaumur gefinn af kerfinu til þess að sett sé nægt fjármagn í að aðstoða þau sem höllum fæti standa sé staðan sú sem hún er? Það læðist að minnsta kosti að manni grunur. Þarna þarf Reykjavíkurborg að gera betur. Það verður að huga að krökkunum okkar, leggja þeim allt það lið sem hægt er á hverjum tíma því það skilar sér langt inn í framtíðina og þessum börnum ævina á enda. Gerum hlutina af alvöru! Lögum leikskóla- og skólabyggingar Reykjavíkurborgar og leggjum kennurum og frábæru starfsfólki skólanna lið þannig að við getum gert börnunum okkar það kleift að leyfa sér að dreyma í húsnæði sem er ekki heilsuspillandi, komi draumum sínum í orð sem þau sjálf skilja og geti þannig jafnvel látið draumana rætast. Það er hætt við að þetta takmark náist ekki ef ekki verða gerðar breytingar á borgarstjórn Reykjavíkur. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Er ekki kominn tími á Framsókn í málefnum leikskóla og skóla í Reykjavíkurborg? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Þorvaldur Daníelsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa borgarbúar fylgst með miklu áhugaleysi meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur á að mæta grunnþörfum íbúa borgarinnar. Gæluverkefnin hefur ekki vantað, og alltaf hægt að finna peninga í verkefni á borð við Braggann fræga. Það hefur hins vegar verið töluvert dýpra á peningum þegar það kemur að því að halda við leik-og grunnskólunum okkar, og ekki var heldur að sjá að borgarfulltrúar hefðu sérstakan áhuga á þessum málum eins og sást bersýnilega í tómlæti þeirra varðandi Fossvogsskóla. Á árinu 2020 var gerð úttekt á ástandi leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Um var að ræða úttekt á tæplega 140 byggingum, nýjum og gömlum. Skýrsla sem var gerð um þessa úttekt telur rúmlega 700 blaðsíður. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf sé mun meiri í nær öllum þessum byggingum en nokkur hafði þorað að gera sér í hugarlund. Kostnaður við þessar framkvæmdir mun líklega hlaupa á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Dagur Eggertsson, borgarstjóri, hefur talað um að setja um 5 milljarða á ári til þessa viðhaldsverkefnis á húsakosti leik- og grunnskólanna. Úrbætur á Hagaskóla einum og sér, með reyndar viðbyggingu, eru áætlaðar á 4,6 milljarða á næstu þremur árum. Það verður þá ekki mikið afgangs fyrir hina 135 skólana. Í þessu húsnæði öllu - sem er með lélega hljóðvist, lek þök og myglu í skólastofum, - eiga börnin okkar að læra - í húsnæði sem við myndum aldrei bjóða fullorðnu skrifstofufólki upp á. Þá hefur mikið verið rætt um slæma stöðu drengja í skólakerfinu. Það á svo sannarlega við rök að styðjast en það eru líka stelpur sem eru í viðkvæmri stöðu í kerfinu. Þær bera sig bara öðruvísi svo það er minna eftir því tekið eða að minnsta kosti er miklu minna um það rætt. Undirritaður hefur unnið með miklum fjölda barna á síðustu 10 árum og það er óhætt að segja að lesskilningur er sem dæmi orðinn mun lakari en hann var. Hvað getur valdið því? Ég trúi því tæplega að kennarar séu lakari núna en á árum áður, en einhver er skýringin. Getur hugsast að þar sem ekki er nægur gaumur gefinn af kerfinu til þess að sett sé nægt fjármagn í að aðstoða þau sem höllum fæti standa sé staðan sú sem hún er? Það læðist að minnsta kosti að manni grunur. Þarna þarf Reykjavíkurborg að gera betur. Það verður að huga að krökkunum okkar, leggja þeim allt það lið sem hægt er á hverjum tíma því það skilar sér langt inn í framtíðina og þessum börnum ævina á enda. Gerum hlutina af alvöru! Lögum leikskóla- og skólabyggingar Reykjavíkurborgar og leggjum kennurum og frábæru starfsfólki skólanna lið þannig að við getum gert börnunum okkar það kleift að leyfa sér að dreyma í húsnæði sem er ekki heilsuspillandi, komi draumum sínum í orð sem þau sjálf skilja og geti þannig jafnvel látið draumana rætast. Það er hætt við að þetta takmark náist ekki ef ekki verða gerðar breytingar á borgarstjórn Reykjavíkur. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Er ekki kominn tími á Framsókn í málefnum leikskóla og skóla í Reykjavíkurborg? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar