Stöðvum flótta fyrirtækja úr Reykjavík Jósteinn Þorgrímsson skrifar 9. maí 2022 10:01 Undanfarin kjörtímabil hefur átt sér stað verulegur flótti stórra og smárra fyrirtækja úr höfuðborginni. Fyrir því eru margar ástæður, sum fyrirtæki flýja skipulagið, þrengingu gatna og óþægindi sem fylgja bílastæðaleysi og heftrar aðkomu, jafnt fyrir viðskiptavini sem og starfsfólk. Önnur fyrirtæki flýja skattastefnu borgarinnar og þá rekstrarumgjörð sem borgin býður fyrirtækjum. Það vekur auðvitað mesta athygli þegar stór fyrirtæki flytja starfsemi sýna úr borginni en þau smærri flýja líka og það er í raun sami skaðinn og af sama meiði. Listi fyrirtækja sem hafa kvatt borgina er langur en Marel og Valitor fluttu fyrir áratug eða svo. Þá má einnig nefna að sýslumaður höfuðborgarsvæðisins flutti til Kópavogs árið 2016, Íslandsbanki flutti höfuðstöðvar sínar í Kópavog sama ár og Tryggingastofnun ríkisins fór í Kópavoginn árið 2019 og sama ár fór starfsemi Orkuhússins við Suðurlandsbraut í Kópavog. Hafrannsóknarstofnun flytur til Hafnarfjarðar árið 2020 og nú á sjálf Landhelgisgæslan að færa sig um set á suðurnesin, ýmis heilbrigðisfyrirtæki í Urðarhvarf í Kópavogi árin 2019-2021 og Vegagerðin í Garðabæinn 2021. Nú er ætlun Tækniskólans að færa sig um set til Hafnarfjarðar svo og Icelandair og Víkingbátar hafa yfirgefið samkvæmið. Þá má nefna flutning ýmissa verslunarfyrirtækja, svo sem ILVA sem flytur í Kauptún í Garðabæ. Þá eru ótalin þau fyrirtæki sem færa sig frá Reykjavík eða jafnvel af höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þau hafa ekki trú á framtíð sinni hér. Þessi listi er ekki tæmandi, því miður. Verri samgöngur - hærra vöruverð Flutningar og samgöngur í Reykjavík kosta atvinnulífið háar fjárhæðir. Tafir á lagningu Sundabrautar kostar stærstu flutningafyrirtæki landsins gríðarlegar upphæðir í Sundahöfn og Holtagörðum sem neyðast til þess að taka þennan kostnað af sínum viðskiptavinum sínum úti á landi sérstaklega fyrir hve langan tíma tekur að komast út úr borginni. Þannig hefur borgarstjórnarmeirihluti Dags B.beinlínis stuðlað að hærra vöruverði úti á landi og aukið kostnað innflutnings- og flutningsfyrirtækja. Um leið eru fjölmörg dæmi þess að verktakar hafi tekið pokann sinn og gefist upp á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og hætt uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur. Áhersla meirihluta Dags B. Eggertssonar gengur út á að þétta byggð í flest öllum núverandi iðnaðarhverfum, boðar hann íbúðabyggð og með þeim orðum felst bara eitt, burt með allan iðnað og fyrirtækjarekstur í sinni víðustu mynd, með öðrum orðum þá vill hann fyrirtækjarekstur burt á svæðum eins og Ártúnshöfða, Skeifunni, Mjódd og Múlahverfi og reyndar fleiri hverfum. Það er engin trygging fyrir því að fyrirtæki í þessum hverfum samþykki að fara upp á Esjumela sem er á hjara veraldar fyrir ýmsa starfsemi. Þau leita til sveitarfélaga sem búa þeim stöðugara og tryggara umhverfi, og bjóða byggingalóðir í réttu hlutfalli við eftirspurn. Það er margt í stefnu meirihluta Dags B. Eggertssonar sem stuðlar að þessu og mun líklega gera það enn frekar á næstu misserum ef ekki verður horfið af þessari leið. Álagningarprósenta Reykjvíkur á fasteignagjöld er sú hæsta meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eða 1,6%, rétt undir lögbundnu hámarki sem er1,65%. Á sama tíma hafa sveitarstjórnir Kópavogs og Hafnarfjarðar mætt hærra fasteignamati með því að lækka skattprósentuna umtalsvert og létta þannig undir með fyrirtækjum. Frá 2017 hefur Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær lækkað prósentuna verulega, Hafnarfjörður miðar nú við 1,4%. Miðflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að styðja við starfsemi atvinnulífsins í höfuðborginni, bæði með einfaldara og skilvirkara regluverki, meiri þjónustulund meðal stofnanna borgarinnar og með lækkun á álögum á fólk og fyrirtæki. Þannig bætum við hag allra borgarbúa Það þarf ekki að rýna lengi í aðstæður til þess að átta sig á þessum vanda, nema auðvitað að þetta sé í raun dulin stefna meirihlutans, það er að hrekja burt fyrirtæki og stofnanir þá skal þeim hrósað fyrir vel unnið verk. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 2. sæti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Undanfarin kjörtímabil hefur átt sér stað verulegur flótti stórra og smárra fyrirtækja úr höfuðborginni. Fyrir því eru margar ástæður, sum fyrirtæki flýja skipulagið, þrengingu gatna og óþægindi sem fylgja bílastæðaleysi og heftrar aðkomu, jafnt fyrir viðskiptavini sem og starfsfólk. Önnur fyrirtæki flýja skattastefnu borgarinnar og þá rekstrarumgjörð sem borgin býður fyrirtækjum. Það vekur auðvitað mesta athygli þegar stór fyrirtæki flytja starfsemi sýna úr borginni en þau smærri flýja líka og það er í raun sami skaðinn og af sama meiði. Listi fyrirtækja sem hafa kvatt borgina er langur en Marel og Valitor fluttu fyrir áratug eða svo. Þá má einnig nefna að sýslumaður höfuðborgarsvæðisins flutti til Kópavogs árið 2016, Íslandsbanki flutti höfuðstöðvar sínar í Kópavog sama ár og Tryggingastofnun ríkisins fór í Kópavoginn árið 2019 og sama ár fór starfsemi Orkuhússins við Suðurlandsbraut í Kópavog. Hafrannsóknarstofnun flytur til Hafnarfjarðar árið 2020 og nú á sjálf Landhelgisgæslan að færa sig um set á suðurnesin, ýmis heilbrigðisfyrirtæki í Urðarhvarf í Kópavogi árin 2019-2021 og Vegagerðin í Garðabæinn 2021. Nú er ætlun Tækniskólans að færa sig um set til Hafnarfjarðar svo og Icelandair og Víkingbátar hafa yfirgefið samkvæmið. Þá má nefna flutning ýmissa verslunarfyrirtækja, svo sem ILVA sem flytur í Kauptún í Garðabæ. Þá eru ótalin þau fyrirtæki sem færa sig frá Reykjavík eða jafnvel af höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þau hafa ekki trú á framtíð sinni hér. Þessi listi er ekki tæmandi, því miður. Verri samgöngur - hærra vöruverð Flutningar og samgöngur í Reykjavík kosta atvinnulífið háar fjárhæðir. Tafir á lagningu Sundabrautar kostar stærstu flutningafyrirtæki landsins gríðarlegar upphæðir í Sundahöfn og Holtagörðum sem neyðast til þess að taka þennan kostnað af sínum viðskiptavinum sínum úti á landi sérstaklega fyrir hve langan tíma tekur að komast út úr borginni. Þannig hefur borgarstjórnarmeirihluti Dags B.beinlínis stuðlað að hærra vöruverði úti á landi og aukið kostnað innflutnings- og flutningsfyrirtækja. Um leið eru fjölmörg dæmi þess að verktakar hafi tekið pokann sinn og gefist upp á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og hætt uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur. Áhersla meirihluta Dags B. Eggertssonar gengur út á að þétta byggð í flest öllum núverandi iðnaðarhverfum, boðar hann íbúðabyggð og með þeim orðum felst bara eitt, burt með allan iðnað og fyrirtækjarekstur í sinni víðustu mynd, með öðrum orðum þá vill hann fyrirtækjarekstur burt á svæðum eins og Ártúnshöfða, Skeifunni, Mjódd og Múlahverfi og reyndar fleiri hverfum. Það er engin trygging fyrir því að fyrirtæki í þessum hverfum samþykki að fara upp á Esjumela sem er á hjara veraldar fyrir ýmsa starfsemi. Þau leita til sveitarfélaga sem búa þeim stöðugara og tryggara umhverfi, og bjóða byggingalóðir í réttu hlutfalli við eftirspurn. Það er margt í stefnu meirihluta Dags B. Eggertssonar sem stuðlar að þessu og mun líklega gera það enn frekar á næstu misserum ef ekki verður horfið af þessari leið. Álagningarprósenta Reykjvíkur á fasteignagjöld er sú hæsta meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eða 1,6%, rétt undir lögbundnu hámarki sem er1,65%. Á sama tíma hafa sveitarstjórnir Kópavogs og Hafnarfjarðar mætt hærra fasteignamati með því að lækka skattprósentuna umtalsvert og létta þannig undir með fyrirtækjum. Frá 2017 hefur Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær lækkað prósentuna verulega, Hafnarfjörður miðar nú við 1,4%. Miðflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að styðja við starfsemi atvinnulífsins í höfuðborginni, bæði með einfaldara og skilvirkara regluverki, meiri þjónustulund meðal stofnanna borgarinnar og með lækkun á álögum á fólk og fyrirtæki. Þannig bætum við hag allra borgarbúa Það þarf ekki að rýna lengi í aðstæður til þess að átta sig á þessum vanda, nema auðvitað að þetta sé í raun dulin stefna meirihlutans, það er að hrekja burt fyrirtæki og stofnanir þá skal þeim hrósað fyrir vel unnið verk. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 2. sæti Miðflokksins í Reykjavík.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun