Lítum okkur nær Bjarni Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2022 11:00 Öll mín fullorðinsár hef ég hlustað á þá sem standa framarlega í samfélaginu tala um Helguvík og allt það sem svæðið hefur upp á að bjóða. Svo mikil orka og kraftur hefur farið í þetta svæði að við erum búin að sannfæra okkur sjálf og alla þjóðina um það að annaðhvort gerist eitthvað stórfenglegt í Helguvík eða Reykjanbær muni hreinlega deyja út. Hin sorglega staðreynd mála er sú að í Helguvík er akkúrat ekki neitt að gerast og við höfum einungis horft upp á afturför. Þar er ekkert álver, blessunarlega, slagurinn um að moka burt Kísilverinu heldur áfram, síldarvinnslan hefur dregið sig út af svæðinu og grunnar brostinna drauma liggja þar um allt. Hættum að tala um Helguvík Því legg ég það til að við hættum að tala um Helguvík að sinni, hún er ekki að fara neitt og við höfum það svæði til reiðu þá og þegar ábyrgar og faglegar, grænar fjárfestingar banka þar upp á. Lítum okkur nær og hugum að því sem í hendi er því þar er svo sannarlega af nægu að taka, við þekkjum það öll sem búum hér, störfum og lifum. Með því að rækta okkar garð mun allt í kringum okkur blómstra og blómstrandi samfélag laðar að sér allt það góða sem í landi hér býr. Leiðum vagninn Með það hugarfar í forgrunni þurfum við ekki að taka á móti fólki og fjárfestum eins og hlýðnir hundar sem þakka náðsamlega fyrir hvern þann bita sem fellur þeim í skaut, heldur mætum við til leiks sem leiðtogar með opinn faðm. Tilbúinn að taka á móti þeim tækifærum sem bjóðast af ábyrgð, framsýni og festu. Höfundur skipar 2. sæti B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Öll mín fullorðinsár hef ég hlustað á þá sem standa framarlega í samfélaginu tala um Helguvík og allt það sem svæðið hefur upp á að bjóða. Svo mikil orka og kraftur hefur farið í þetta svæði að við erum búin að sannfæra okkur sjálf og alla þjóðina um það að annaðhvort gerist eitthvað stórfenglegt í Helguvík eða Reykjanbær muni hreinlega deyja út. Hin sorglega staðreynd mála er sú að í Helguvík er akkúrat ekki neitt að gerast og við höfum einungis horft upp á afturför. Þar er ekkert álver, blessunarlega, slagurinn um að moka burt Kísilverinu heldur áfram, síldarvinnslan hefur dregið sig út af svæðinu og grunnar brostinna drauma liggja þar um allt. Hættum að tala um Helguvík Því legg ég það til að við hættum að tala um Helguvík að sinni, hún er ekki að fara neitt og við höfum það svæði til reiðu þá og þegar ábyrgar og faglegar, grænar fjárfestingar banka þar upp á. Lítum okkur nær og hugum að því sem í hendi er því þar er svo sannarlega af nægu að taka, við þekkjum það öll sem búum hér, störfum og lifum. Með því að rækta okkar garð mun allt í kringum okkur blómstra og blómstrandi samfélag laðar að sér allt það góða sem í landi hér býr. Leiðum vagninn Með það hugarfar í forgrunni þurfum við ekki að taka á móti fólki og fjárfestum eins og hlýðnir hundar sem þakka náðsamlega fyrir hvern þann bita sem fellur þeim í skaut, heldur mætum við til leiks sem leiðtogar með opinn faðm. Tilbúinn að taka á móti þeim tækifærum sem bjóðast af ábyrgð, framsýni og festu. Höfundur skipar 2. sæti B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar