Ertu klikk? Guðrún Runólfsdóttir skrifar 9. maí 2022 18:31 Á síðustu árum hefur almenn umræða um andlega heilsu aukist og er það ekki að ástæðulausu. Lengi voru geðheilbrigðismál feimnismál og fólk sem var veikt á geði upplifði skömm. Vinstri græn í Árborg vilja stórauka fræðslu og forvarnir um geðheilbrigði í skólum sveitarfélagsins. Þessi þróun er vissulega jákvæð og á réttri leið, yngri kynslóðin er að læra að tala um og skilja tilfinningar sínar, efla sjálfsmynd og leita aðstoðar ef þörf er á. Unglingsárin eru ár mótunar og það er mikilvægt að unglingarnir okkar finni fyrir góðum stuðningi í nærumhverfi sínu. Þess vegna er mikilvægt að þau upplifi gott aðgengi að fagfólki. Það er nógu stórt skref fyrir mörg okkar að ákveða að leita aðstoðar og ekki á bætandi að þurfa að bíða á biðlistum í marga mánuði. Það er mikilvægt að grípa inn í snemma, gefa unga fólkinu okkar verkfæri til að takast á við lífið og þau áföll og óvissu sem því fylgir. Þetta mun ekki bara skila sér í heilbrigðari, hamingjusamari einstaklingum heldur munu þessir sömu einstaklingar koma til með að gefa af sér út í samfélagið í framtíðinni. Vinstri græn leggja ríka áherslu á jafnrétti kynjanna. Þar hafa konur verið í aftursætinu frá upphafi. En þegar kemur að geðheilsu, þá má ekki gleyma drengjunum okkar. Tölfræðin sýnir skýrt að sjálfsvíg ungra karlmanna eru alltof algeng. Sú eitraða karlmennska sem ríkt hefur í samfélaginu lýsir sér oft í orðræðu sem við tökum ekki endilega eftir. „Harkaðu þetta af þér”. „Ekki gráta”. „Ekki vera aumingi” eru setningar sem hafa ómað inn í skólum og búningsklefum landsins í áratugi. Við viljum leggja áherslu á að gefa drengjunum okkar verkfærin til þess að tjá tilfinningar sínar og leita réttra leiða þegar þeir upplifa vanlíðan af einhverju tagi. Við sem erum á lista Vinstri grænna í Árborg gerum okkur grein fyrir mikilvægi forvarna, fræðslu og faglegrar aðstoðar í geðheilbrigðismálum. Þess vegna leggjum við áherslu á að aukið fjármagn verði sett í þennan málaflokk til að stuðla að geðheilbrigði ungs fólks í sveitarfélaginu. Höfundur er í 5. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur almenn umræða um andlega heilsu aukist og er það ekki að ástæðulausu. Lengi voru geðheilbrigðismál feimnismál og fólk sem var veikt á geði upplifði skömm. Vinstri græn í Árborg vilja stórauka fræðslu og forvarnir um geðheilbrigði í skólum sveitarfélagsins. Þessi þróun er vissulega jákvæð og á réttri leið, yngri kynslóðin er að læra að tala um og skilja tilfinningar sínar, efla sjálfsmynd og leita aðstoðar ef þörf er á. Unglingsárin eru ár mótunar og það er mikilvægt að unglingarnir okkar finni fyrir góðum stuðningi í nærumhverfi sínu. Þess vegna er mikilvægt að þau upplifi gott aðgengi að fagfólki. Það er nógu stórt skref fyrir mörg okkar að ákveða að leita aðstoðar og ekki á bætandi að þurfa að bíða á biðlistum í marga mánuði. Það er mikilvægt að grípa inn í snemma, gefa unga fólkinu okkar verkfæri til að takast á við lífið og þau áföll og óvissu sem því fylgir. Þetta mun ekki bara skila sér í heilbrigðari, hamingjusamari einstaklingum heldur munu þessir sömu einstaklingar koma til með að gefa af sér út í samfélagið í framtíðinni. Vinstri græn leggja ríka áherslu á jafnrétti kynjanna. Þar hafa konur verið í aftursætinu frá upphafi. En þegar kemur að geðheilsu, þá má ekki gleyma drengjunum okkar. Tölfræðin sýnir skýrt að sjálfsvíg ungra karlmanna eru alltof algeng. Sú eitraða karlmennska sem ríkt hefur í samfélaginu lýsir sér oft í orðræðu sem við tökum ekki endilega eftir. „Harkaðu þetta af þér”. „Ekki gráta”. „Ekki vera aumingi” eru setningar sem hafa ómað inn í skólum og búningsklefum landsins í áratugi. Við viljum leggja áherslu á að gefa drengjunum okkar verkfærin til þess að tjá tilfinningar sínar og leita réttra leiða þegar þeir upplifa vanlíðan af einhverju tagi. Við sem erum á lista Vinstri grænna í Árborg gerum okkur grein fyrir mikilvægi forvarna, fræðslu og faglegrar aðstoðar í geðheilbrigðismálum. Þess vegna leggjum við áherslu á að aukið fjármagn verði sett í þennan málaflokk til að stuðla að geðheilbrigði ungs fólks í sveitarfélaginu. Höfundur er í 5. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar