Skoðun

Borgin okkar

Guðrún Jónasdóttir skrifar

Hann er senni­lega vand­fund­inn sá sem ekki þykir hug­mynd­in um göngu­götu og vist­götu sjarmer­andi. Mögu­leik­inn á að geta setið úti og gætt sér á góðum mat í góðra manna hópi er nokkuð sem okk­ur öll­um þykir eft­ir­sókn­ar­vert.

Til að skapa þessa eft­ir­sókn­ar­verðu stemn­ingu í Kvos­inni hafa borg­ar­yf­ir­völd lokað leiðum út á Lækj­ar­götu. Þessi skipu­lags­breyt­ing hef­ur tals­verð áhrif á nær­liggj­andi göt­ur og sem íbúi í Garðastræt­inu síðastliðin 20 ár tel ég mig geta lýst af­leiðing­un­um. Í dag fer stór hluti af um­ferðinni úr Kvos­inni fram hjá svefn­her­berg­is­glugg­um íbúa Garðastræt­is­ins. Þetta hef­ur alltaf verið ró­leg íbúðagata en með þessu hef­ur henni verið gefið nýtt hlut­verk; sem stof­næð fyr­ir um­ferðina, þar á meðal at­vinnu­um­ferð úr Kvos­inni. Án alls sam­ráðs við íbúa göt­unn­ar!

Sam­hliða því að laða fleiri gesti í miðbæ­inn hafa borg­ar­yf­ir­völd mark­visst fækkað bíla­stæðum, sér­stak­lega í at­vinnu­göt­um. Fleiri hundruð bíla­stæði hafa horfið af borg­ar­landi í miðbæn­um síðustu ár. Vissu­lega hafa bæst við fjöl­mörg stæði við Aust­ur­höfn, sem er þó tölu­vert dýr­ari kost­ur. Hér í hverf­inu er nán­ast ómögu­legt að finna stæði eft­ir að gjald­skyldu lýk­ur. Á sama tíma eru und­an­tekn­ing­ar­laust fleiri en 60 stæði laus í bíla­hús­inu á Vest­ur­götu og fleiri en 700 stæði laus í öll­um bíla­hús­un­um í miðbæn­um. Þetta ástand sem lagt er á íbúðagöt­ur er að öllu leyti til­búið og frek­ar auðvelt að laga, t.d. með því að lengja gjald­skyldu­tím­ann í göt­un­um, lækka verðið í bíla­hús­un­um þegar aðsókn þar dregst sam­an og hafa þau opin all­an sól­ar­hring­inn. Ég skora á borgaryfirvöld að svara af hverju bílahúsin fá að vera svona illa nýtt á meðan íbúar í nærliggjandi götum eiga í erfiðleikum með að finna sér bílastæði.

Það er dag­leg­ur viðburður að bíl­ar bakki og keyri upp ein­stefnu­göt­urn­ar fyr­ir vest­an Garðastræti til þess eins að ná í bíla­stæði. Þá staðreynd þekki ég alltof vel þar sem fyr­ir sex árum bakkaði bíl­stjóri einn í slík­um leiðangri upp Báru­göt­una og keyrði á son minn. Son­ur minn, full­orðinn ein­stak­ling­ur, hef­ur síðan þá glímt við vanda­mál í baki, hálsi og höfði. Það þarf varla að spyrja sig að því hvað hefði gerst hefði bíl­stjór­inn keyrt á eitt af þeim fjöl­mörgu börn­um sem búa í göt­unni. Ef marka má svör Hjálm­ars Sveins­son­ar á íbúa­fundi í sept­em­ber 2016 telja borg­ar­yf­ir­völd sig ekki bera neina ábyrgð á hvað íbú­ar og gest­ir bæj­ar­ins gera til þess að kom­ast úr þessu skipu­lags­völ­und­ar­húsi eða til að ná sér í ókeyp­is bíla­stæði. Son­ur minn sat þann fund og lýsti bæði ástand­inu í hverf­inu og ákeyrsl­unni fyr­ir Hjálm­ari.

Á síðasta ári samþykkti borg­ar­ráð breyt­ing­ar á gjald­skrá íbúa­korta. Með þeirri samþykkt var enn frek­ar aukið á mis­mun­un á íbú­um borg­ar­inn­ar eft­ir bú­setu. Árgjaldið á íbúa­kort­um fór úr 8.000 kr. í 15.000 kr. fyr­ir vist­hæf­ar bif­reiðar en í 30.000 kr. fyr­ir aðrar bif­reiðar. Ástæðan fyr­ir breyt­ing­un­um er sögð vera græn­ir hvat­ar í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

Hversu mik­il er al­var­an í raun og veru í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um þegar þetta álag lend­ir ein­ung­is á brota­broti af íbú­um borg­ar­inn­ar, þ.e. íbú­um sem búa á gjaldsvæðum? Menga bíl­ar íbúa á gjaldsvæðunum meira en bíl­ar íbúa utan þeirra? Af hverju eru eng­ir græn­ir hvat­ar í gjald­skrá bíla­hús­anna? Það er vert að taka það fram að fólks­bíla­eign íbúa í 101 er ein sú minnsta í allri Reykja­vík.

Í ljósi þess­ar­ar miklu um­hverf­is­vakn­ing­ar mætti ætla að borg­ar­yf­ir­völd myndu fagna íbú­um sem lifa bíl­laus­um lífs­stíl. Þvert á móti! Ef sótt er um að bæta við nýrri sér­í­búð í húsi þá eru þessi sömu borg­ar­yf­ir­völd fljót að af­henda reikn­ing upp á meira en tvær millj­ón­ir fyr­ir bíla­stæðagjaldi ef ekki er mögu­leiki á bíla­stæði á lóðinni. Það gjald ber að greiða þrátt fyr­ir að íbúðar­eig­and­inn ætli sér að vera einkar um­hverf­i­s­vænn og lifa án einka­bíls. Það skal tekið fram að íbúðar­eig­and­inn fær ná­kvæm­lega ekk­ert fyr­ir greiðslu bíla­stæðagjalds­ins.

Bíla­stæði í íbúðagöt­un­um voru fyrst og fremst hugsuð fyr­ir íbúa þeirra gatna. Í kring­um 2004 var orðið erfitt að fá stæði hér í göt­unni og þá hófst gjald­skylda og jafn­framt út­gáfa íbúa­kort­anna. Ástandið stór­batnaði. Áhersl­urn­ar hafa hins veg­ar al­gjör­lega snú­ist við hjá nú­ver­andi borg­ar­yf­ir­völd­um og þar rík­ir nú sú skoðun að ákveðnar íbúðagöt­ur eigi að sjá gest­um bæj­ar­ins fyr­ir bíla­stæðum. Það sem sýn­ir viðhorfs­breyt­ing­una einna best er skýrsla sem unn­in var fyr­ir borg­ar­yf­ir­völd. Þar stend­ur að íbú­arn­ir á gjaldsvæðunum borgi alltof lítið fyr­ir aðgang að stæðunum og að þeir njóti for­rétt­inda að geta lagt fyr­ir utan heim­ili sín. Þrátt fyr­ir að mörg hverfi í Reykja­vík séu þannig hönnuð að bíla­stæði séu á borg­ar­landi eru íbú­ar á gjaldsvæðunum þeir einu í Reykja­vík sem ætl­ast er til að greiði sér­stak­lega fyr­ir mögu­leg­an aðgang að þeim og mæti þar að auki sam­keppni um þau.

Þetta er bæði ósann­gjarnt og hættu­legt.

Höfundur er íbúi í Garðastræti í Reykjavík




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×