Holóttir vegir plaga kjósendur á Akranesi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. maí 2022 21:31 Flestir sem fréttastofa ræddi við á Akranesi segja holótta vegi stórt kosningamál. vísir Holóttir vegir plaga kjósendur á Akranesi sem vilja úrbætur á vegakerfinu. Oddvitar allra framboðslista boða sókn í samgöngu- og atvinnumálum og segja fyrsta skref að ráða Sævar Frey Þráinsson aftur sem bæjarstjóra. Níu bæjarfulltrúar mynda bæjarstjórn á Akranesi. Samfylking og Framsókn og frjálsir í meirihluta með samtals fimm menn og Sjálfstæðisflokkur í minnihluta með fjóra menn. Samfylking og Framsókn og frjálsir eru í meirihluta í bæjarstjórn á Akranesi.ragnar visage Í sveitarfélaginu búa 7.841 og á kjörskrá eru 5.700. Sömu þrír listar bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga á laugardaginn. Það eru B listi Framsóknar og frjálsra, D listi Sjálfstæðisflokksins og S listi Samfylkingarinnar. Oddvitar flokkanna leggja allir áherslu á atvinnu- og samgöngumál. Ragnar Baldvin Sæmundsson er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi.arnar halldórsson „Við leggjum upp með sókn í atvinnumálum, skólamálum, velferðarmálum, húsnæðismálum. Við höfum verið að vinna að mjög flottum verkefnum og viljum halda því starfi áfram. Bæjarfélagið á mikið inni. Hér eru ótal tækifæri og við viljum grípa þau og nýta,“ sagði Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra. Líf Lárusdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesiarnar halldórsson „Það þarf að efla hérna atvinnumál. Við þurfum að horfa mjög langt fram í tímann og hugsa. Ætlum við að vera sofandi úthverfi frá Reykjavík? Eða byggja hér upp öflugt atvinnulíf en nýta engu að síður þá kosti sem óumflýjanlega felast í því að vera hérna rétt hjá Reykjavík,“ sagði Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Við skiptum okkar áherslumálum niður í þrjá flokka sem eru fjölskyldan og farsæld hennar. Fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf og í þriðja lagi heilsa velferð og umhverfi,“ sagði Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar. Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.arnar halldórsson Oddvitar allra lista segjast sammála um að mikil sóknartækifæri séu í sveitarfélaginu. En hvað ætli brenni á kjósendum? „Það sem skiptir mig miklu máli eru deiliskipulagsmál. Sérstaklega hvernig iðnaður er inni í bæjarfélaginu og svoleiðis,“ sagði Sigurður Bachmann Sigurðsson. „Atvinnumál, númer eitt, tvö, þrjú og fjögur og fimm,“ sagði Katrín Jónsdóttir. „Lóðamálin eru mér ofarlega. Það eru engar lóðir í boði og ekkert húsnæði,“ sagði Elísabet Axelsdóttir. Kjósendur þreyttir á holóttum vegum Þá var eitt kosningamál sem brann á lang flestum þeirra sem fréttastofa ræddi við í blíðunni á Skaganum. „Göturnar,“ sagði Gígja Símonardóttir. „Þeir mættu laga göturnar, holurnar í götunum. Það er dálítið um það hérna,“ sagði Sigríkur Eiríksson. „Það sem er mest talað um hér á Akranesi er hvað göturnar okkar eru sérlega slæmar. Ég held að það sé orðið landsfrægt,“ sagði Sigurður Bachmann. „Ég er klár“ Sævar Freyr Þráinsson, var ráðinn bæjarstjóri af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar árið 2017 og svo aftur af núverandi meirihluta eftir kosningarnar árið 2018. Oddvitarnir þrír segjast allir vilja að Sævar starfi áfram sem bæjarstjóri. Sævar Frey Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi.arnar halldórsson „Ég er klár, það stendur alveg til hjá mér ef það er áhugi fyrir því. Nú látum við kosningarnar koma í ljós og svo klárum við þetta kannski,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Er alltaf svona sól hérna á Skaganum? „Það er alltaf sól og okkur líður stundum eins og á Flórída á flórídaskaganum,“ Sagði Sævar Freyr. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Umferðaröryggi Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Níu bæjarfulltrúar mynda bæjarstjórn á Akranesi. Samfylking og Framsókn og frjálsir í meirihluta með samtals fimm menn og Sjálfstæðisflokkur í minnihluta með fjóra menn. Samfylking og Framsókn og frjálsir eru í meirihluta í bæjarstjórn á Akranesi.ragnar visage Í sveitarfélaginu búa 7.841 og á kjörskrá eru 5.700. Sömu þrír listar bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga á laugardaginn. Það eru B listi Framsóknar og frjálsra, D listi Sjálfstæðisflokksins og S listi Samfylkingarinnar. Oddvitar flokkanna leggja allir áherslu á atvinnu- og samgöngumál. Ragnar Baldvin Sæmundsson er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi.arnar halldórsson „Við leggjum upp með sókn í atvinnumálum, skólamálum, velferðarmálum, húsnæðismálum. Við höfum verið að vinna að mjög flottum verkefnum og viljum halda því starfi áfram. Bæjarfélagið á mikið inni. Hér eru ótal tækifæri og við viljum grípa þau og nýta,“ sagði Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra. Líf Lárusdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesiarnar halldórsson „Það þarf að efla hérna atvinnumál. Við þurfum að horfa mjög langt fram í tímann og hugsa. Ætlum við að vera sofandi úthverfi frá Reykjavík? Eða byggja hér upp öflugt atvinnulíf en nýta engu að síður þá kosti sem óumflýjanlega felast í því að vera hérna rétt hjá Reykjavík,“ sagði Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Við skiptum okkar áherslumálum niður í þrjá flokka sem eru fjölskyldan og farsæld hennar. Fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf og í þriðja lagi heilsa velferð og umhverfi,“ sagði Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar. Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.arnar halldórsson Oddvitar allra lista segjast sammála um að mikil sóknartækifæri séu í sveitarfélaginu. En hvað ætli brenni á kjósendum? „Það sem skiptir mig miklu máli eru deiliskipulagsmál. Sérstaklega hvernig iðnaður er inni í bæjarfélaginu og svoleiðis,“ sagði Sigurður Bachmann Sigurðsson. „Atvinnumál, númer eitt, tvö, þrjú og fjögur og fimm,“ sagði Katrín Jónsdóttir. „Lóðamálin eru mér ofarlega. Það eru engar lóðir í boði og ekkert húsnæði,“ sagði Elísabet Axelsdóttir. Kjósendur þreyttir á holóttum vegum Þá var eitt kosningamál sem brann á lang flestum þeirra sem fréttastofa ræddi við í blíðunni á Skaganum. „Göturnar,“ sagði Gígja Símonardóttir. „Þeir mættu laga göturnar, holurnar í götunum. Það er dálítið um það hérna,“ sagði Sigríkur Eiríksson. „Það sem er mest talað um hér á Akranesi er hvað göturnar okkar eru sérlega slæmar. Ég held að það sé orðið landsfrægt,“ sagði Sigurður Bachmann. „Ég er klár“ Sævar Freyr Þráinsson, var ráðinn bæjarstjóri af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar árið 2017 og svo aftur af núverandi meirihluta eftir kosningarnar árið 2018. Oddvitarnir þrír segjast allir vilja að Sævar starfi áfram sem bæjarstjóri. Sævar Frey Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi.arnar halldórsson „Ég er klár, það stendur alveg til hjá mér ef það er áhugi fyrir því. Nú látum við kosningarnar koma í ljós og svo klárum við þetta kannski,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Er alltaf svona sól hérna á Skaganum? „Það er alltaf sól og okkur líður stundum eins og á Flórída á flórídaskaganum,“ Sagði Sævar Freyr.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Umferðaröryggi Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira