Á-listinn fékk meirihluta í Rangárþingi ytra með ellefu atkvæðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2022 13:55 Sveitarstjórnarfulltrúar Á-listans. Aðsend Litlu munaði að Sjálfstæðisflokkurinn bæri sigur úr bítum í sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra á laugardag. Ellefu atkvæðum munaði, að sögn oddvita flokksins, að hann hefði fengið meirihluta. „Kæru vinir, mjótt var á munum eða einungis 11 atkvæði. Ég óska Á-listanum til hamingju með sigurinn og vona að þeirra forysta veðri sveitarfélaginu til góðs. D-listinn mun standa fyrir þeim gildum og þeirri stefnu sem við mörkuðum fyrir næsta kjörtímabil. Við munum styðja meirihlutann í góðum verkum og veita þeim öflugt aðhald þegar á þarf að halda.“ Þetta skrifar Ingvar Pétur Guðbjörnsson, oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra og bæjarstjóraefni flokksins, á Facebook. Mjótt var á munum, eins og Ingvar dregur fram, í sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra en Á-listinn bar sigur úr bítum með aðeins ellefu atkvæðum. Á-listinn fékk 50,6% atkvæða og D-listinn 49,4%. Á listinn fær því fjóra menn kjörna og D-listinn þrjá. Eggert Valur Guðmundsson oddviti Á-listans mun taka við sveitarstjórn þegar kjörtímabilið hefst. Í sveitarstjórn fyrir Á-listann eru Eggert Valur, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Erla Sigríður Sigurðardóttir. Fyrir D-listann eru Ingvar Pétur, Eydís Þorbjörg Indriðadóttir og Björk Grétarsdóttir. „Ég þakka öllum þeim sem studdu D-listann í kosningunum, þakka þeim ótal mörgu sjálfboðaliðum sem lögðu baráttunni lið með margvíslegum hætti. Sú hjálp var ómetanleg. Það var gríðarlega góð stemning í okkar hópi og kosningabaráttan var skemmtileg. Listinn vann og vinnur afar þétt saman,“ skrifar Ingvar. „Að lokum ráða kjósendur, hver með sínu atkvæði, og ekki annað að gera en að taka niðurstöðunni. Nú er að þétta ráðirnar. Fjögur ár líða hratt.“ Ingvar Pétur var valinn oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu í mars en Ásmundur Friðriksson Alþingismaður sóttist eftir því að leiða listann. Ásmundur tilkynnti framboðið í lok janúar og hugðist hann hætta á þingi næði hann kjöri í Rangárþingi ytra. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
„Kæru vinir, mjótt var á munum eða einungis 11 atkvæði. Ég óska Á-listanum til hamingju með sigurinn og vona að þeirra forysta veðri sveitarfélaginu til góðs. D-listinn mun standa fyrir þeim gildum og þeirri stefnu sem við mörkuðum fyrir næsta kjörtímabil. Við munum styðja meirihlutann í góðum verkum og veita þeim öflugt aðhald þegar á þarf að halda.“ Þetta skrifar Ingvar Pétur Guðbjörnsson, oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra og bæjarstjóraefni flokksins, á Facebook. Mjótt var á munum, eins og Ingvar dregur fram, í sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra en Á-listinn bar sigur úr bítum með aðeins ellefu atkvæðum. Á-listinn fékk 50,6% atkvæða og D-listinn 49,4%. Á listinn fær því fjóra menn kjörna og D-listinn þrjá. Eggert Valur Guðmundsson oddviti Á-listans mun taka við sveitarstjórn þegar kjörtímabilið hefst. Í sveitarstjórn fyrir Á-listann eru Eggert Valur, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Erla Sigríður Sigurðardóttir. Fyrir D-listann eru Ingvar Pétur, Eydís Þorbjörg Indriðadóttir og Björk Grétarsdóttir. „Ég þakka öllum þeim sem studdu D-listann í kosningunum, þakka þeim ótal mörgu sjálfboðaliðum sem lögðu baráttunni lið með margvíslegum hætti. Sú hjálp var ómetanleg. Það var gríðarlega góð stemning í okkar hópi og kosningabaráttan var skemmtileg. Listinn vann og vinnur afar þétt saman,“ skrifar Ingvar. „Að lokum ráða kjósendur, hver með sínu atkvæði, og ekki annað að gera en að taka niðurstöðunni. Nú er að þétta ráðirnar. Fjögur ár líða hratt.“ Ingvar Pétur var valinn oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu í mars en Ásmundur Friðriksson Alþingismaður sóttist eftir því að leiða listann. Ásmundur tilkynnti framboðið í lok janúar og hugðist hann hætta á þingi næði hann kjöri í Rangárþingi ytra.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira