Stór skref þurfi til að kæla eftispurnina á húsnæðismarkaði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. maí 2022 13:00 Ljóst er að byggja þarf meira til að anna eftirspurn. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð heldur áfram að hækka töluvert en forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir rólegri þróun á næstunni samhliða vaxtahækkunum og frekari uppbyggingu. Starfshópur á vegum forsætisráðherra mun í dag kynna tillögur að aðgerðum til að bæta stöðuna á húsnæðismarkaði. Hagfræðideild Landsbankans birti í dag þjóðhags- og verðbólguspá sína fyrir árin 2022 til 2024 en Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir spá þeirra heldur bjartsýnni þar sem þau spá 5,1 prósent hagvexti í ár og byggir bjartsýnni spá að miklu leiti af komu erlendra ferðamanna til landsins. Verðbólgan heldur þó áfram að hækka og er því spáð að verðbólgan nái hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og verði þá 8,4 prósent. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði yfir markmiði Seðlabankans út spátímann og því þurfi stýrivextir að hækka talsvert til að stemma stigu við þróuninni. „Við teljum líklegt að þeir verði í kringum sex prósent við lok þessa árs, þessar verðhækkanir sem við sjáum sérstaklega á húsnæðismarkaði eru þess eðlis að það þarf að taka nokkuð stór skref til að kæla eftirspurnina á markaði,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Íbúðaverð komið að þolmörkum og eftirspurn ætti að róast. Íbúðaverð hefur hækkað mjög mikið undanfarið en samkvæmt nýjustu tölum nam hækkunin 2,7 prósentustigum milli mánaða. „Við svona gerum ráð fyrir að það fari að koma að þolmörkum og við förum að sjá aðeins rólegri þróun á íbúðamarkaði í takt við hærri vexti,“ segir Una. Gert er ráð fyrir 20 prósent hækkun á íbúðaverði í ár, átta prósent á næsta ári og fjögur prósent árið 2024. „Við gerum ráð fyrir því að eftir því sem vextir hækka og nýjar íbúðir koma inn á markaðinn, þá mun þetta ástand róast,“ segir Una. „Við erum að spá því að íbúðafjárfesting aukist um tíu prósent milli ára í ár og átta prósent á næsta ári, þannig það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé mikið magn íbúða í byggingu þannig það mun koma til með að róa aðeins þennan markað.“ „En svo er það líka bara að eftirspurnin róist aðeins og við gerum ráð fyrir því að það gerist þegar vextir hækka því að þessar miklu hækkanir sem við höfum séð núna upp á síðkastið, þær eru að miklu leyti drifnar áfram af verulega aukinni eftirspurn,“ segir Una. Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði í febrúar mun kynna niðurstöður sínar klukkan eitt í dag en hlutverk starfshópsins var að fjalla um leiðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Alls leggur hópurinn fram 28 tillögur í sjö flokkum. Húsnæðismál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. 19. maí 2022 10:01 Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“ 18. maí 2022 16:33 Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans birti í dag þjóðhags- og verðbólguspá sína fyrir árin 2022 til 2024 en Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir spá þeirra heldur bjartsýnni þar sem þau spá 5,1 prósent hagvexti í ár og byggir bjartsýnni spá að miklu leiti af komu erlendra ferðamanna til landsins. Verðbólgan heldur þó áfram að hækka og er því spáð að verðbólgan nái hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og verði þá 8,4 prósent. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði yfir markmiði Seðlabankans út spátímann og því þurfi stýrivextir að hækka talsvert til að stemma stigu við þróuninni. „Við teljum líklegt að þeir verði í kringum sex prósent við lok þessa árs, þessar verðhækkanir sem við sjáum sérstaklega á húsnæðismarkaði eru þess eðlis að það þarf að taka nokkuð stór skref til að kæla eftirspurnina á markaði,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Íbúðaverð komið að þolmörkum og eftirspurn ætti að róast. Íbúðaverð hefur hækkað mjög mikið undanfarið en samkvæmt nýjustu tölum nam hækkunin 2,7 prósentustigum milli mánaða. „Við svona gerum ráð fyrir að það fari að koma að þolmörkum og við förum að sjá aðeins rólegri þróun á íbúðamarkaði í takt við hærri vexti,“ segir Una. Gert er ráð fyrir 20 prósent hækkun á íbúðaverði í ár, átta prósent á næsta ári og fjögur prósent árið 2024. „Við gerum ráð fyrir því að eftir því sem vextir hækka og nýjar íbúðir koma inn á markaðinn, þá mun þetta ástand róast,“ segir Una. „Við erum að spá því að íbúðafjárfesting aukist um tíu prósent milli ára í ár og átta prósent á næsta ári, þannig það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé mikið magn íbúða í byggingu þannig það mun koma til með að róa aðeins þennan markað.“ „En svo er það líka bara að eftirspurnin róist aðeins og við gerum ráð fyrir því að það gerist þegar vextir hækka því að þessar miklu hækkanir sem við höfum séð núna upp á síðkastið, þær eru að miklu leyti drifnar áfram af verulega aukinni eftirspurn,“ segir Una. Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði í febrúar mun kynna niðurstöður sínar klukkan eitt í dag en hlutverk starfshópsins var að fjalla um leiðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Alls leggur hópurinn fram 28 tillögur í sjö flokkum.
Húsnæðismál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. 19. maí 2022 10:01 Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“ 18. maí 2022 16:33 Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. 19. maí 2022 10:01
Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“ 18. maí 2022 16:33
Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07