Arnarseturshraun, Svartsengi og Vogaheiði talin líklegir gosstaðir Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2022 22:56 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali við Öskju, hús Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, í dag. Rúnar Vilberg Hjaltason Ný gervihnattamynd staðfestir áframhaldandi landris norðvestan Grindavíkur og kvikusöfnun á fjögurra til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá mynd sem Veðurstofan birti í dag en hún sýnir þann stóra gúl sem hefur verið að myndast í jarðlögunum norðan- og norðvestan Grindavíkur síðustu þrjár vikur. „Landrisið er á fullri ferð núna. Þetta er ekki hratt, sérstaklega. Þetta eru tveir millimetrar á dag. En ef það heldur lengi áfram þá getur þetta orðið að gosi,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur en minnir um leið á að fyrir tveimur árum sáu menn tvöfalt meira landris á þessum sama stað sem ekki olli gosi. Gervihnattamynd Sentinel-1 sem sýnir landris sem hefur orðið frá 27. apríl til 21. maí 2022.Veðurstofa Íslands Núna streymi kvika upp af miklu dýpi og safnist fyrir í láréttum laggangi. „Þannig að þetta staðfestir að það er kvikusöfnun í gangi á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. En staðfestir líka að þessi gangur hefur ekkert hlaupið út undan sér ennþá,“ segir Páll. Ef eldgos eigi að verða þurfi kvikan að finna sér lóðréttan gang upp til yfirborðs. „Það gæti þá tekið hana stuttan tíma að komast upp á yfirborð og leiða til goss. En það er greinilega ekki komið að því ennþá.“ Páll segir myndina þó ekki endilega sýna líklegastan gosstað. Horft til norðausturs yfir Svartsengi og Grindavíkurveg. Sýlingarfell fyrir miðri mynd, Stóra-Skógfell fjær en Fagradalsfjall efst til hægri.Stöð 2/Egill „Mestar goslíkur að mínu mati eru í sprungusveimnum sem liggur út frá þessu svæði, til norðausturs eða til suðvesturs. Hann liggur upp í Vogaheiði til norðausturs, vestur þar. Hann fer þá undir Svartsengi og til norðausturs, undir Arnarseturshraunið og upp í Vogaheiðina,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vogar Tengdar fréttir Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá mynd sem Veðurstofan birti í dag en hún sýnir þann stóra gúl sem hefur verið að myndast í jarðlögunum norðan- og norðvestan Grindavíkur síðustu þrjár vikur. „Landrisið er á fullri ferð núna. Þetta er ekki hratt, sérstaklega. Þetta eru tveir millimetrar á dag. En ef það heldur lengi áfram þá getur þetta orðið að gosi,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur en minnir um leið á að fyrir tveimur árum sáu menn tvöfalt meira landris á þessum sama stað sem ekki olli gosi. Gervihnattamynd Sentinel-1 sem sýnir landris sem hefur orðið frá 27. apríl til 21. maí 2022.Veðurstofa Íslands Núna streymi kvika upp af miklu dýpi og safnist fyrir í láréttum laggangi. „Þannig að þetta staðfestir að það er kvikusöfnun í gangi á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. En staðfestir líka að þessi gangur hefur ekkert hlaupið út undan sér ennþá,“ segir Páll. Ef eldgos eigi að verða þurfi kvikan að finna sér lóðréttan gang upp til yfirborðs. „Það gæti þá tekið hana stuttan tíma að komast upp á yfirborð og leiða til goss. En það er greinilega ekki komið að því ennþá.“ Páll segir myndina þó ekki endilega sýna líklegastan gosstað. Horft til norðausturs yfir Svartsengi og Grindavíkurveg. Sýlingarfell fyrir miðri mynd, Stóra-Skógfell fjær en Fagradalsfjall efst til hægri.Stöð 2/Egill „Mestar goslíkur að mínu mati eru í sprungusveimnum sem liggur út frá þessu svæði, til norðausturs eða til suðvesturs. Hann liggur upp í Vogaheiði til norðausturs, vestur þar. Hann fer þá undir Svartsengi og til norðausturs, undir Arnarseturshraunið og upp í Vogaheiðina,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vogar Tengdar fréttir Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15
Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35