Hrun í mörkum enskra framherja í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 17:30 Ensku framherjarnir Jadon Sancho og Marcus Rashford hjá Manchester United stóðu ekki undir væntingum á þessari leiktíð en hér fagna þeir saman marki á móti Southampton á Old Trafford Getty/Laurence Griffiths Enskir framherjar voru oft ekki á skotskónum á nýloknu tímabili eins og sést vel í samantekt hjá Sky Sports. Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate þarf líklega að fara að hafa smá áhyggjur af þróun mála þegar kemur að því að enskir framherjar eru í svolitlum vandræðum að koma boltanum í markið. Markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar 2021-22 voru Egyptinn Mohamed Salah hjá Liverpool, Kóreumaðurinn Son Heung-Min hjá Tottenham og Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. England manager Gareth Southgate picks Nations League squad | Goals from English forwards in decline? https://t.co/9Ps1lHS42m— SportMagMad (@SportMagMad) May 24, 2022 Talning á mörkum enskra framherja í ensku úrvalsdeildinni sýnir að þeir skoruðu samtals 142 mörk á leiktíðinni sem var tuttugu prósent fækkun frá tímabilinu á undan. Tímabilið 2020-21 voru mörkin 176 og tímabilið 2019-20 voru ensku mörkin 191. Það er því öllum ljóst að mörkum ensku framherjanna fer fækkandi með hverju tímabili. Þetta er líka lítill markafjöldi í samanburði við 1993-94 tímabilið þegar enskir framherjar skoruðu 451 mark en þá var deildin líka skipuð 22 liðum með 42 leikjum á hvert lið. Helstu ensku markaskorararnir voru menn eins og Harry Kane, Raheem Sterling, Marcus Rashford, Jadon Sancho, Jamie Vardy, Dominic Calvert-Lewin, Ollie Watkins, Callum Wilson og Danny Ings en þeirra framlag dugði þó ekki til við að laga þessa slöku markatölfræði. This guy Congrats @Sonny7 very well deserved. Different class this season. pic.twitter.com/l4YaS7vx2B— Harry Kane (@HKane) May 22, 2022 Manchester United mennirnir Marcus Rashford og Jadon Sancho gekk báðum illa fyrir framan markið og þeir Vardy, Calvert-Lewin og Patrick Bamford voru mikið meiddir. Kane var markahæsti enski leikmaðurinn með sautján mörk en Vardy var annar með fimmtán mörk og Sterling skoraði síðan þrettán mörk. Jarrod Bowen og Ivan Toney skoruðu síðan báðir tólf mörk. Aston Villa skilaði flestum enskum mörkum eða átján en næst voru Tottenham (17 mörk) og Leicester City (15). Enskir framherjar fengu að spila flestar mínútur hjá Everton en Manchester United var þar í þriðja sæti á eftir Villa. Það má lesa meira um þessa samantekt Sky Sports hér. Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate þarf líklega að fara að hafa smá áhyggjur af þróun mála þegar kemur að því að enskir framherjar eru í svolitlum vandræðum að koma boltanum í markið. Markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar 2021-22 voru Egyptinn Mohamed Salah hjá Liverpool, Kóreumaðurinn Son Heung-Min hjá Tottenham og Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. England manager Gareth Southgate picks Nations League squad | Goals from English forwards in decline? https://t.co/9Ps1lHS42m— SportMagMad (@SportMagMad) May 24, 2022 Talning á mörkum enskra framherja í ensku úrvalsdeildinni sýnir að þeir skoruðu samtals 142 mörk á leiktíðinni sem var tuttugu prósent fækkun frá tímabilinu á undan. Tímabilið 2020-21 voru mörkin 176 og tímabilið 2019-20 voru ensku mörkin 191. Það er því öllum ljóst að mörkum ensku framherjanna fer fækkandi með hverju tímabili. Þetta er líka lítill markafjöldi í samanburði við 1993-94 tímabilið þegar enskir framherjar skoruðu 451 mark en þá var deildin líka skipuð 22 liðum með 42 leikjum á hvert lið. Helstu ensku markaskorararnir voru menn eins og Harry Kane, Raheem Sterling, Marcus Rashford, Jadon Sancho, Jamie Vardy, Dominic Calvert-Lewin, Ollie Watkins, Callum Wilson og Danny Ings en þeirra framlag dugði þó ekki til við að laga þessa slöku markatölfræði. This guy Congrats @Sonny7 very well deserved. Different class this season. pic.twitter.com/l4YaS7vx2B— Harry Kane (@HKane) May 22, 2022 Manchester United mennirnir Marcus Rashford og Jadon Sancho gekk báðum illa fyrir framan markið og þeir Vardy, Calvert-Lewin og Patrick Bamford voru mikið meiddir. Kane var markahæsti enski leikmaðurinn með sautján mörk en Vardy var annar með fimmtán mörk og Sterling skoraði síðan þrettán mörk. Jarrod Bowen og Ivan Toney skoruðu síðan báðir tólf mörk. Aston Villa skilaði flestum enskum mörkum eða átján en næst voru Tottenham (17 mörk) og Leicester City (15). Enskir framherjar fengu að spila flestar mínútur hjá Everton en Manchester United var þar í þriðja sæti á eftir Villa. Það má lesa meira um þessa samantekt Sky Sports hér.
Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira