Hundrað tonn af sælgæti á mánuði frá Helga í Góu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. maí 2022 16:30 Helgi gerir töluvert af því að taka á móti góðum gestum í Góu. Hér er hann að sína nokkrum Selfyssingum verksmiðjuna sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Vilhjálmsson í Góu er ekki að baki dottinn þó hann sé orðinn áttræður því hann framleiðir hundrað tonn af sælgæti á hverjum mánuði og hefur varla undan að framleiða ofan í landsmenn. Þá hefur hann byrgt lagerinn sinn upp vegna ástandsins í heiminum. Það er alltaf gaman að heimsækja Helga í Góu enda hefur hann munninn fyrir neðan nefið og þorir að tjá sig um málefni líðandi stundar umbúðalaust. „Ég er nokkuð hress orðinn 80 ára gamall og það er bara mjög gaman af þessu öllu saman, það er eitt orð yfir þetta, þess vegna er þetta kannski til hjá mér. Ég hef verið mjög heppin með bæði sælgætið og kjúklinginn í þessum bransa, sem ég hef valið mér á lífsleiðinni, það er mjög gaman af þessu,“ segir Helgi léttur í bragði. En hvað er Góa að framleiða mikið af sælgæti? „Það er eitthvað hundrað tonn á mánuði, svo verður fólk bara að reikna. Þetta er allt meira og minna fyrir markaðinn hér heima, ég sendi svolítið út en það er ekkert til að tala um. Ef maður færi að framleiða eitthvað til þessara landa, sem eru milljónir manna, það yrði allt annar pakki,“ segir Helgi og bætir við. „Uppáhaldið mitt eru alltaf karamellurnar, sem ég byrjaði á, svo koma hraun og rúsínur á eftir.“ Helgi Vilhjálmsson í Góu, sem er 80 ára gamall og alltaf að í fyrirtækjum sínum, Góu og KFC kjúklingnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lagerinn hjá Góu í Garðabæ er troðfullur af fjölbreyttu hráefni í sælgætisframleiðsluna enda segist Helga vilja eiga nóg, ekki síst út af ástandinu í heimsmálunum. „Já, þegar maður býr til 100 tonn þá þarf maður að eiga 100 tonn. Þetta er helvíti mikið á hverjum degi, tvö hundruð tonn á mánuði inn og út. Ég er búmaður, maður þarf að eiga hey inn í hlöðunni fyrir veturinn,“ segir hann og hlær. Er stríðið í Úkraínu eitthvað að hafa áhrif? „Já, maður er að heyra það. Það getur vel verið að það getið farið að koma í ljós. Mér finnst það stríð vera út í mýri. Ég hélt að allt fólk væri búið að læra svo mikið í góðum háskólum að maður myndi ekki sjá þetta aftur,“ segir Helgi í Góu, aldrei brattari. Um hundrað tonn af sælgæti koma frá Góu í hverjum mánuði. Um 40 manns vinna í framleiðslunni í Garðabæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðabær Sælgæti Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Það er alltaf gaman að heimsækja Helga í Góu enda hefur hann munninn fyrir neðan nefið og þorir að tjá sig um málefni líðandi stundar umbúðalaust. „Ég er nokkuð hress orðinn 80 ára gamall og það er bara mjög gaman af þessu öllu saman, það er eitt orð yfir þetta, þess vegna er þetta kannski til hjá mér. Ég hef verið mjög heppin með bæði sælgætið og kjúklinginn í þessum bransa, sem ég hef valið mér á lífsleiðinni, það er mjög gaman af þessu,“ segir Helgi léttur í bragði. En hvað er Góa að framleiða mikið af sælgæti? „Það er eitthvað hundrað tonn á mánuði, svo verður fólk bara að reikna. Þetta er allt meira og minna fyrir markaðinn hér heima, ég sendi svolítið út en það er ekkert til að tala um. Ef maður færi að framleiða eitthvað til þessara landa, sem eru milljónir manna, það yrði allt annar pakki,“ segir Helgi og bætir við. „Uppáhaldið mitt eru alltaf karamellurnar, sem ég byrjaði á, svo koma hraun og rúsínur á eftir.“ Helgi Vilhjálmsson í Góu, sem er 80 ára gamall og alltaf að í fyrirtækjum sínum, Góu og KFC kjúklingnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lagerinn hjá Góu í Garðabæ er troðfullur af fjölbreyttu hráefni í sælgætisframleiðsluna enda segist Helga vilja eiga nóg, ekki síst út af ástandinu í heimsmálunum. „Já, þegar maður býr til 100 tonn þá þarf maður að eiga 100 tonn. Þetta er helvíti mikið á hverjum degi, tvö hundruð tonn á mánuði inn og út. Ég er búmaður, maður þarf að eiga hey inn í hlöðunni fyrir veturinn,“ segir hann og hlær. Er stríðið í Úkraínu eitthvað að hafa áhrif? „Já, maður er að heyra það. Það getur vel verið að það getið farið að koma í ljós. Mér finnst það stríð vera út í mýri. Ég hélt að allt fólk væri búið að læra svo mikið í góðum háskólum að maður myndi ekki sjá þetta aftur,“ segir Helgi í Góu, aldrei brattari. Um hundrað tonn af sælgæti koma frá Góu í hverjum mánuði. Um 40 manns vinna í framleiðslunni í Garðabæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Garðabær Sælgæti Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira