Árangursrík heilbrigðisstefna? Oddný G. Harðardóttir skrifar 31. maí 2022 12:00 Uppsagnir eru hafnar á bráðamóttöku Landspítalans vegna langvarandi álags. Ítrekað hefur verið bent á að einmitt þetta gæti gerst. Viðbrögð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem er á sínu fimmta starfsári, eru engin og hafa engin verið til að stöðva þessa óheillaþróun. Stjórnvöld verða að bregðast við svo heilbrigðisstarfsfólk haldist í vinnu og hinir sem hafa yfirgefið heilbrigðisvettvanginn vilji snúa þangað aftur. Heilbrigðiskerfið verður ekki bætt nema ráðist sé í markvissar aðgerðir og það verður að byrja strax. Strax! Við vitum hvað þarf að gera, Aðgerðirnar sem þarf að ráðast í eru annars vegnar að hækka laun heilbrigðisstarfsfólks , bæta vinnuaðstöðu, bæta líðan starfsfólksins og minnka álagið, minnka líkurnar á kulnun í starfi og mistökum vegna streitu og álags. Hins vegar verður byggja upp mun fleiri hjúkrunarrými þannig að pláss losni á spítalanum. Ríkisstjórnin hefur ítrekað fellt tillögur Samfylkingarinnar um uppbyggingu hjúkrunarrýma og um aukið fjármagn til Landspítalans og heilbrigðiskerfisins almennt. Sveltistefna Við samþykkt fjárlaga ársins 2022 var öllum ljóst að spítalinn yrði að skera niður þjónustu til að halda sér innan fjárlaga. Niðurskurðurinn á þessu ári verður tæpir tveir milljarðar króna vegna þess að fjármagn skortir til að halda uppi sama þjónustustigi í ár og var í fyrra, til að halda uppi óbreyttum rekstri, og við það bætist álag vegna fólksfjölgunar á árinu 2022 og öldrun þjóðarinnar. Mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu hefur verið að magnast ár frá ári. Heilbrigðisstarfsfólk var undir miklu álagi fyrir heimsfaraldurinn en nú hefur keyrt um þverbak. Starfsfólkið sér ekki fram á að komast í sumarfrí, það hefur verið kallað til vinnu á jólum, á stórhátíðum og úr fæðingarorlofi, svo dæmi séu tekin. Þeir sem þurfa að leita sér lækninga vilja að heilbrigðisstarfsfólk hafi fengið góðan nætursvefn, náð að hvílast, og sé árvökult við sín störf. Það er ekki nóg að klappa fyrir framlínustarfsfólki vegna starfa þeirra í heimsfaraldi heldur verður að sýna í verki að heilbrigðismálin séu í forgangi. Heilbrigðisráðherrann hefur engar hugmyndir um hvað megi og eigi undan að láta í þjónustu við sjúklinga miðað við núgildandi fjárlög sem hann samþykkti. Vandinn magnast og nú hefur starfsfólk bráðamóttökunnar fengið nóg. Blekkingarleikur Málflutningur flestra stjórnarliða um stöðu Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í heild er með öllu óboðlegur. Þau láta eins og ríkisstjórnin hafi bara gert nóg. Það gera þau jafnvel þótt neyðarkall heyrist frá fólkinu sem starfar á Landspítalanum og annars staðar í heilbrigðiskerfinu með reglulegu millibili. Stjórnvöld verða að bregðast við með öðru en upptalningu á meintum eigin afrekum. Ef ekki mun heilbrigðisstarfsfólk leita í önnur störf og jafnvel til annarra landa þar sem starfsaðstæður, vinnutími og launakjör eru betri en hér. Það er nefnilega auðvelt fyrir fagfólkið okkar að fá góð störf í útlöndum. Við fögnum því öll að verið sé að byggja nýjan Landspítala. Það er sannarlega löngu tímabært að ráðast í þá mikilvægu fjárfestingu. En þeir sem tína til kostnað við nýbygginguna og láta sem þeir fjármunir gagnist þeim sem glíma við sjúkdóma og þarfnast lækninga og aðhlynningar strax stunda blekkingaleik. Það verður að stöðva keyrslu ríkisstjórnarinnar eftir sveltistefnu í heilbrigðiskerfinu. Íslenskur almenningur á betra skilið og íslenskt velferðarsamfélag á betra skilið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Uppsagnir eru hafnar á bráðamóttöku Landspítalans vegna langvarandi álags. Ítrekað hefur verið bent á að einmitt þetta gæti gerst. Viðbrögð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem er á sínu fimmta starfsári, eru engin og hafa engin verið til að stöðva þessa óheillaþróun. Stjórnvöld verða að bregðast við svo heilbrigðisstarfsfólk haldist í vinnu og hinir sem hafa yfirgefið heilbrigðisvettvanginn vilji snúa þangað aftur. Heilbrigðiskerfið verður ekki bætt nema ráðist sé í markvissar aðgerðir og það verður að byrja strax. Strax! Við vitum hvað þarf að gera, Aðgerðirnar sem þarf að ráðast í eru annars vegnar að hækka laun heilbrigðisstarfsfólks , bæta vinnuaðstöðu, bæta líðan starfsfólksins og minnka álagið, minnka líkurnar á kulnun í starfi og mistökum vegna streitu og álags. Hins vegar verður byggja upp mun fleiri hjúkrunarrými þannig að pláss losni á spítalanum. Ríkisstjórnin hefur ítrekað fellt tillögur Samfylkingarinnar um uppbyggingu hjúkrunarrýma og um aukið fjármagn til Landspítalans og heilbrigðiskerfisins almennt. Sveltistefna Við samþykkt fjárlaga ársins 2022 var öllum ljóst að spítalinn yrði að skera niður þjónustu til að halda sér innan fjárlaga. Niðurskurðurinn á þessu ári verður tæpir tveir milljarðar króna vegna þess að fjármagn skortir til að halda uppi sama þjónustustigi í ár og var í fyrra, til að halda uppi óbreyttum rekstri, og við það bætist álag vegna fólksfjölgunar á árinu 2022 og öldrun þjóðarinnar. Mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu hefur verið að magnast ár frá ári. Heilbrigðisstarfsfólk var undir miklu álagi fyrir heimsfaraldurinn en nú hefur keyrt um þverbak. Starfsfólkið sér ekki fram á að komast í sumarfrí, það hefur verið kallað til vinnu á jólum, á stórhátíðum og úr fæðingarorlofi, svo dæmi séu tekin. Þeir sem þurfa að leita sér lækninga vilja að heilbrigðisstarfsfólk hafi fengið góðan nætursvefn, náð að hvílast, og sé árvökult við sín störf. Það er ekki nóg að klappa fyrir framlínustarfsfólki vegna starfa þeirra í heimsfaraldi heldur verður að sýna í verki að heilbrigðismálin séu í forgangi. Heilbrigðisráðherrann hefur engar hugmyndir um hvað megi og eigi undan að láta í þjónustu við sjúklinga miðað við núgildandi fjárlög sem hann samþykkti. Vandinn magnast og nú hefur starfsfólk bráðamóttökunnar fengið nóg. Blekkingarleikur Málflutningur flestra stjórnarliða um stöðu Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í heild er með öllu óboðlegur. Þau láta eins og ríkisstjórnin hafi bara gert nóg. Það gera þau jafnvel þótt neyðarkall heyrist frá fólkinu sem starfar á Landspítalanum og annars staðar í heilbrigðiskerfinu með reglulegu millibili. Stjórnvöld verða að bregðast við með öðru en upptalningu á meintum eigin afrekum. Ef ekki mun heilbrigðisstarfsfólk leita í önnur störf og jafnvel til annarra landa þar sem starfsaðstæður, vinnutími og launakjör eru betri en hér. Það er nefnilega auðvelt fyrir fagfólkið okkar að fá góð störf í útlöndum. Við fögnum því öll að verið sé að byggja nýjan Landspítala. Það er sannarlega löngu tímabært að ráðast í þá mikilvægu fjárfestingu. En þeir sem tína til kostnað við nýbygginguna og láta sem þeir fjármunir gagnist þeim sem glíma við sjúkdóma og þarfnast lækninga og aðhlynningar strax stunda blekkingaleik. Það verður að stöðva keyrslu ríkisstjórnarinnar eftir sveltistefnu í heilbrigðiskerfinu. Íslenskur almenningur á betra skilið og íslenskt velferðarsamfélag á betra skilið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun