Árangursrík heilbrigðisstefna? Oddný G. Harðardóttir skrifar 31. maí 2022 12:00 Uppsagnir eru hafnar á bráðamóttöku Landspítalans vegna langvarandi álags. Ítrekað hefur verið bent á að einmitt þetta gæti gerst. Viðbrögð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem er á sínu fimmta starfsári, eru engin og hafa engin verið til að stöðva þessa óheillaþróun. Stjórnvöld verða að bregðast við svo heilbrigðisstarfsfólk haldist í vinnu og hinir sem hafa yfirgefið heilbrigðisvettvanginn vilji snúa þangað aftur. Heilbrigðiskerfið verður ekki bætt nema ráðist sé í markvissar aðgerðir og það verður að byrja strax. Strax! Við vitum hvað þarf að gera, Aðgerðirnar sem þarf að ráðast í eru annars vegnar að hækka laun heilbrigðisstarfsfólks , bæta vinnuaðstöðu, bæta líðan starfsfólksins og minnka álagið, minnka líkurnar á kulnun í starfi og mistökum vegna streitu og álags. Hins vegar verður byggja upp mun fleiri hjúkrunarrými þannig að pláss losni á spítalanum. Ríkisstjórnin hefur ítrekað fellt tillögur Samfylkingarinnar um uppbyggingu hjúkrunarrýma og um aukið fjármagn til Landspítalans og heilbrigðiskerfisins almennt. Sveltistefna Við samþykkt fjárlaga ársins 2022 var öllum ljóst að spítalinn yrði að skera niður þjónustu til að halda sér innan fjárlaga. Niðurskurðurinn á þessu ári verður tæpir tveir milljarðar króna vegna þess að fjármagn skortir til að halda uppi sama þjónustustigi í ár og var í fyrra, til að halda uppi óbreyttum rekstri, og við það bætist álag vegna fólksfjölgunar á árinu 2022 og öldrun þjóðarinnar. Mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu hefur verið að magnast ár frá ári. Heilbrigðisstarfsfólk var undir miklu álagi fyrir heimsfaraldurinn en nú hefur keyrt um þverbak. Starfsfólkið sér ekki fram á að komast í sumarfrí, það hefur verið kallað til vinnu á jólum, á stórhátíðum og úr fæðingarorlofi, svo dæmi séu tekin. Þeir sem þurfa að leita sér lækninga vilja að heilbrigðisstarfsfólk hafi fengið góðan nætursvefn, náð að hvílast, og sé árvökult við sín störf. Það er ekki nóg að klappa fyrir framlínustarfsfólki vegna starfa þeirra í heimsfaraldi heldur verður að sýna í verki að heilbrigðismálin séu í forgangi. Heilbrigðisráðherrann hefur engar hugmyndir um hvað megi og eigi undan að láta í þjónustu við sjúklinga miðað við núgildandi fjárlög sem hann samþykkti. Vandinn magnast og nú hefur starfsfólk bráðamóttökunnar fengið nóg. Blekkingarleikur Málflutningur flestra stjórnarliða um stöðu Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í heild er með öllu óboðlegur. Þau láta eins og ríkisstjórnin hafi bara gert nóg. Það gera þau jafnvel þótt neyðarkall heyrist frá fólkinu sem starfar á Landspítalanum og annars staðar í heilbrigðiskerfinu með reglulegu millibili. Stjórnvöld verða að bregðast við með öðru en upptalningu á meintum eigin afrekum. Ef ekki mun heilbrigðisstarfsfólk leita í önnur störf og jafnvel til annarra landa þar sem starfsaðstæður, vinnutími og launakjör eru betri en hér. Það er nefnilega auðvelt fyrir fagfólkið okkar að fá góð störf í útlöndum. Við fögnum því öll að verið sé að byggja nýjan Landspítala. Það er sannarlega löngu tímabært að ráðast í þá mikilvægu fjárfestingu. En þeir sem tína til kostnað við nýbygginguna og láta sem þeir fjármunir gagnist þeim sem glíma við sjúkdóma og þarfnast lækninga og aðhlynningar strax stunda blekkingaleik. Það verður að stöðva keyrslu ríkisstjórnarinnar eftir sveltistefnu í heilbrigðiskerfinu. Íslenskur almenningur á betra skilið og íslenskt velferðarsamfélag á betra skilið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Uppsagnir eru hafnar á bráðamóttöku Landspítalans vegna langvarandi álags. Ítrekað hefur verið bent á að einmitt þetta gæti gerst. Viðbrögð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem er á sínu fimmta starfsári, eru engin og hafa engin verið til að stöðva þessa óheillaþróun. Stjórnvöld verða að bregðast við svo heilbrigðisstarfsfólk haldist í vinnu og hinir sem hafa yfirgefið heilbrigðisvettvanginn vilji snúa þangað aftur. Heilbrigðiskerfið verður ekki bætt nema ráðist sé í markvissar aðgerðir og það verður að byrja strax. Strax! Við vitum hvað þarf að gera, Aðgerðirnar sem þarf að ráðast í eru annars vegnar að hækka laun heilbrigðisstarfsfólks , bæta vinnuaðstöðu, bæta líðan starfsfólksins og minnka álagið, minnka líkurnar á kulnun í starfi og mistökum vegna streitu og álags. Hins vegar verður byggja upp mun fleiri hjúkrunarrými þannig að pláss losni á spítalanum. Ríkisstjórnin hefur ítrekað fellt tillögur Samfylkingarinnar um uppbyggingu hjúkrunarrýma og um aukið fjármagn til Landspítalans og heilbrigðiskerfisins almennt. Sveltistefna Við samþykkt fjárlaga ársins 2022 var öllum ljóst að spítalinn yrði að skera niður þjónustu til að halda sér innan fjárlaga. Niðurskurðurinn á þessu ári verður tæpir tveir milljarðar króna vegna þess að fjármagn skortir til að halda uppi sama þjónustustigi í ár og var í fyrra, til að halda uppi óbreyttum rekstri, og við það bætist álag vegna fólksfjölgunar á árinu 2022 og öldrun þjóðarinnar. Mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu hefur verið að magnast ár frá ári. Heilbrigðisstarfsfólk var undir miklu álagi fyrir heimsfaraldurinn en nú hefur keyrt um þverbak. Starfsfólkið sér ekki fram á að komast í sumarfrí, það hefur verið kallað til vinnu á jólum, á stórhátíðum og úr fæðingarorlofi, svo dæmi séu tekin. Þeir sem þurfa að leita sér lækninga vilja að heilbrigðisstarfsfólk hafi fengið góðan nætursvefn, náð að hvílast, og sé árvökult við sín störf. Það er ekki nóg að klappa fyrir framlínustarfsfólki vegna starfa þeirra í heimsfaraldi heldur verður að sýna í verki að heilbrigðismálin séu í forgangi. Heilbrigðisráðherrann hefur engar hugmyndir um hvað megi og eigi undan að láta í þjónustu við sjúklinga miðað við núgildandi fjárlög sem hann samþykkti. Vandinn magnast og nú hefur starfsfólk bráðamóttökunnar fengið nóg. Blekkingarleikur Málflutningur flestra stjórnarliða um stöðu Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í heild er með öllu óboðlegur. Þau láta eins og ríkisstjórnin hafi bara gert nóg. Það gera þau jafnvel þótt neyðarkall heyrist frá fólkinu sem starfar á Landspítalanum og annars staðar í heilbrigðiskerfinu með reglulegu millibili. Stjórnvöld verða að bregðast við með öðru en upptalningu á meintum eigin afrekum. Ef ekki mun heilbrigðisstarfsfólk leita í önnur störf og jafnvel til annarra landa þar sem starfsaðstæður, vinnutími og launakjör eru betri en hér. Það er nefnilega auðvelt fyrir fagfólkið okkar að fá góð störf í útlöndum. Við fögnum því öll að verið sé að byggja nýjan Landspítala. Það er sannarlega löngu tímabært að ráðast í þá mikilvægu fjárfestingu. En þeir sem tína til kostnað við nýbygginguna og láta sem þeir fjármunir gagnist þeim sem glíma við sjúkdóma og þarfnast lækninga og aðhlynningar strax stunda blekkingaleik. Það verður að stöðva keyrslu ríkisstjórnarinnar eftir sveltistefnu í heilbrigðiskerfinu. Íslenskur almenningur á betra skilið og íslenskt velferðarsamfélag á betra skilið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun