Vill að Will Smith og Chris Rock tali saman og sættist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2022 17:21 Jada Pinkett Smith segist vilja að Will Smith og Chris Rock nái sáttum. Vísir/Getty Jada Pinkett Smith segist vona að eiginmaður hennar og leikarinn, Will Smith, og grínistinn Chris Rock nái sáttum. Smith gaf Rock kinnhest á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars eftir að hann gerði grín að skalla Pinkett , sem er með hárlossjúkdóm. Atvikið vakti mikla athygli en Rock hafði sagt brandara um að Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane, sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd. Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos (e. alopecia). Smith var nóg boðið, rauk upp á sviðið og gaf Rock kinnhest, sem virtist bregða mjög við atvikið. Smith hefur síðan verið útilokaður frá Óskarsverðlaunahátíðinni og öllum tengdum viðburðum næstu tíu árin. Will Smith gekk upp að Chris Rock á sviðinu og sló hann fast.Getty/Neilson Barnard Pinkett ræddi atvikið í spjallþættinum sínum Red Table Talk. Hún hefur ekki talað um atvikið áður en hún sagði að mikilvægt væri fyrir Smith og Rock að ræða málið og sættast. „Varðandi Óskarskvöldið, mín helsta ósk er að þessir tveir kláru, flottu menn fái tækifæri til að ræða saman, sættast og láta sárin gróa,“ sagði Pinkett. „Við þurfum á þeim báðum að halda. Ástandið í heiminum gerir það að verkum að við þurfum að vera enn samheldnari. Þangað til þeir ná sáttum munum við Will halda áfram að gera það sem við höfum gert undanfarin 28 ár og það er að halda saman áfram með lífið.“ Hún bætti því við að nauðsynlegt sé fyrir hana og fleiri sem þjást af hárlosi að ræða þá hluti. „Vegna þess sem ég hef gengið í gegn um heilsufarslega og vegna atviksins á Óskarsverðlaunahátíðinni hafa þúsundir haft samband við mig til að segja þeirra eigin sögu,“ sagði Pinkett. „Ég vil nýta þetta tækifæri til að veita þeim sem þjást af hárlosi tækifæri til að tala um hvernig það er að vera með þennan sjúkdóm og upplýsa aðra hvað hann er.“ Will Smith löðrungar Chris Rock Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18 Hættur í akademíunni eftir löðrunginn Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock. 1. apríl 2022 23:39 Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira
Atvikið vakti mikla athygli en Rock hafði sagt brandara um að Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane, sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd. Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos (e. alopecia). Smith var nóg boðið, rauk upp á sviðið og gaf Rock kinnhest, sem virtist bregða mjög við atvikið. Smith hefur síðan verið útilokaður frá Óskarsverðlaunahátíðinni og öllum tengdum viðburðum næstu tíu árin. Will Smith gekk upp að Chris Rock á sviðinu og sló hann fast.Getty/Neilson Barnard Pinkett ræddi atvikið í spjallþættinum sínum Red Table Talk. Hún hefur ekki talað um atvikið áður en hún sagði að mikilvægt væri fyrir Smith og Rock að ræða málið og sættast. „Varðandi Óskarskvöldið, mín helsta ósk er að þessir tveir kláru, flottu menn fái tækifæri til að ræða saman, sættast og láta sárin gróa,“ sagði Pinkett. „Við þurfum á þeim báðum að halda. Ástandið í heiminum gerir það að verkum að við þurfum að vera enn samheldnari. Þangað til þeir ná sáttum munum við Will halda áfram að gera það sem við höfum gert undanfarin 28 ár og það er að halda saman áfram með lífið.“ Hún bætti því við að nauðsynlegt sé fyrir hana og fleiri sem þjást af hárlosi að ræða þá hluti. „Vegna þess sem ég hef gengið í gegn um heilsufarslega og vegna atviksins á Óskarsverðlaunahátíðinni hafa þúsundir haft samband við mig til að segja þeirra eigin sögu,“ sagði Pinkett. „Ég vil nýta þetta tækifæri til að veita þeim sem þjást af hárlosi tækifæri til að tala um hvernig það er að vera með þennan sjúkdóm og upplýsa aðra hvað hann er.“
Will Smith löðrungar Chris Rock Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18 Hættur í akademíunni eftir löðrunginn Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock. 1. apríl 2022 23:39 Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira
Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18
Hættur í akademíunni eftir löðrunginn Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock. 1. apríl 2022 23:39
Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35