KSÍ þurfi að ákveða hvort landsleikir séu fjölskylduviðburðir eða eitt stórt partí Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2022 20:00 Bryndís Jónsdóttir er sérfræðingur í forvörnum hjá Heimili og skóla. einar árnason Skiptar skoðanir eru um bjórsölu á landsleikjum. Sérfræðingur í forvörnum segir að KSÍ þurfi að ákveða hvort að leikirnir séu fjölskylduviðburðir eða eitt stórt partí. Bjór var í fyrsta sinn í sögunni seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í gær þegar Ísland tók á móti Albaníu í þjóðadeildinni. Löngu tímabært og eðlilegt skref segja einhverjir en aðrir furða sig yfir samblöndu íþróttar og áfengis. Þeirra á meðal er sérfræðingur í forvörnum. „Þetta er svona ákvörðun eða stefna sem mér finnst að við þurfum að taka hér. Hvaða ásýnd viljum við hafa á fótboltaleikjum og hvaða hópa viljum við fá til þess að mæta? Viljum við fá fjölskyldurnar, iðkendurna með foreldrum sínum eða viljum við hafa þetta bara eitt stórt partí?“ spyr Bryndís Jónsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá Heimili og skóla. Sjálf mætir Bryndís reglulega á leiki á Laugardalsvelli og segir að hingað til hafi gestir vel getað skemmt sér án áfengis. „Og það var talað um að salan hefði tekið kipp á miðum eftir að auglýst var að hægt væri að kaupa bjór. Ég velti því fyrir mér: Ef þú þarft bjór til þess að fara á fótboltaleik, ertu þá að fara á réttum forsendum?“ Fjölskylduviðburður eða partí? Bjórsala á íþróttaleikjum er þó ekki ný af nálinni. Það þekkist vel hérlendis og erlendis að vallargestir skáli í bjór til að fagna eða drekki sorgum sínum. Áfengi er einnig selt í leikhúsum og á öðrum menningarviðburðum, en Bryndís segir að umhverfið í stúkunni á landsleikjum verði að vera fjölskylduvænt ef hvetja eigi fjölskyldur, unga iðkendur og börn til þess að mæta á leiki. „Þá viljum við forðast það að þau séu að verða vitni að ofurölvuðu fólki veltast um og vera jafnvel til vandræða. Mér skilst reyndar að það hafi ekki verið málið í gær en það var líka mánudagskvöld og vinnudagur daginn eftir þannig maður veit ekki hvernig þetta væri ef það væri um helgi.“ Áfengi og tóbak Laugardalsvöllur KSÍ Börn og uppeldi Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Reykjavík Tengdar fréttir Bjór seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í fyrsta sinn í sögunni í kvöld Bjór verður í fyrsta sinn í sögunni seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í kvöld þegar Ísland mætir Albaníu. Markaðsstjóri KSÍ býst við mikilli stemningu í stúkunni og vonast til að sólin og bjórsalan verði til þess að fólk mæti fyrr í laugardalinn. 6. júní 2022 12:59 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Bjór var í fyrsta sinn í sögunni seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í gær þegar Ísland tók á móti Albaníu í þjóðadeildinni. Löngu tímabært og eðlilegt skref segja einhverjir en aðrir furða sig yfir samblöndu íþróttar og áfengis. Þeirra á meðal er sérfræðingur í forvörnum. „Þetta er svona ákvörðun eða stefna sem mér finnst að við þurfum að taka hér. Hvaða ásýnd viljum við hafa á fótboltaleikjum og hvaða hópa viljum við fá til þess að mæta? Viljum við fá fjölskyldurnar, iðkendurna með foreldrum sínum eða viljum við hafa þetta bara eitt stórt partí?“ spyr Bryndís Jónsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá Heimili og skóla. Sjálf mætir Bryndís reglulega á leiki á Laugardalsvelli og segir að hingað til hafi gestir vel getað skemmt sér án áfengis. „Og það var talað um að salan hefði tekið kipp á miðum eftir að auglýst var að hægt væri að kaupa bjór. Ég velti því fyrir mér: Ef þú þarft bjór til þess að fara á fótboltaleik, ertu þá að fara á réttum forsendum?“ Fjölskylduviðburður eða partí? Bjórsala á íþróttaleikjum er þó ekki ný af nálinni. Það þekkist vel hérlendis og erlendis að vallargestir skáli í bjór til að fagna eða drekki sorgum sínum. Áfengi er einnig selt í leikhúsum og á öðrum menningarviðburðum, en Bryndís segir að umhverfið í stúkunni á landsleikjum verði að vera fjölskylduvænt ef hvetja eigi fjölskyldur, unga iðkendur og börn til þess að mæta á leiki. „Þá viljum við forðast það að þau séu að verða vitni að ofurölvuðu fólki veltast um og vera jafnvel til vandræða. Mér skilst reyndar að það hafi ekki verið málið í gær en það var líka mánudagskvöld og vinnudagur daginn eftir þannig maður veit ekki hvernig þetta væri ef það væri um helgi.“
Áfengi og tóbak Laugardalsvöllur KSÍ Börn og uppeldi Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Reykjavík Tengdar fréttir Bjór seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í fyrsta sinn í sögunni í kvöld Bjór verður í fyrsta sinn í sögunni seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í kvöld þegar Ísland mætir Albaníu. Markaðsstjóri KSÍ býst við mikilli stemningu í stúkunni og vonast til að sólin og bjórsalan verði til þess að fólk mæti fyrr í laugardalinn. 6. júní 2022 12:59 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Bjór seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í fyrsta sinn í sögunni í kvöld Bjór verður í fyrsta sinn í sögunni seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í kvöld þegar Ísland mætir Albaníu. Markaðsstjóri KSÍ býst við mikilli stemningu í stúkunni og vonast til að sólin og bjórsalan verði til þess að fólk mæti fyrr í laugardalinn. 6. júní 2022 12:59