Viltu með mér vaka? Halla Hrund Logadóttir skrifar 8. júní 2022 09:00 Bjartsýnin skýtur rótum í beðum hugans á björtustu dögum ársins. Og um leið og við böðum okkur í mjúkri birtu miðnætursólarinnar og hlökkum til ferðalaga sumarsins tendrast ást okkar á landinu. Og öllu því sem það býr yfir. Vatnið í ánni, orkan í náttúrunni og ferska loftið sem fyllir lungun. Við finnum tært í huga og hjarta að yfir því viljum við vaka og sofa. Vernda og nýta þannig að framtíðarkynslóðir geti verið stoltar af. Ánægðar með forgangsröðun og uppskeru forvera. Í áratugi hefur þjóðin vakið yfir framtíð sinni, fjárfest í auðlindum og nýtt á ólíka vegu. Þar er orkunýting engin undantekning. Hún hefur fært okkur hita fyrir heimilin, ljós í hvert hús og mótað atvinnuvegi á fjölbreytta vegu. Í dag eru loftslagsmálin lykilmál orkumálanna og þar er Ísland í einstakri stöðu. Við getum, með réttum áherslum, orðið fyrsta þjóðin í heiminum til að reka heilt samfélag á grænni orku ef við klárum orkuskiptin. Slíkur árangur yrði ólympíugull í grein sem skiptir alla heimsbyggðina máli og hefði jafnframt margfeldisáhrif fyrir samvinnu og samkeppnishæfni Íslands. Orkustofnun er vakin og sofin yfir því að styðja stjórnvöld við að uppfylla loftslagsskuldbindingar sínar í tæka tíð og styðja þar með við lykilmarkmið orkustefnu Íslands. Þar þarf margt að koma til, meðal annars að orkuframleiðsla skili sér í orkuskiptaverkefni. Það er í dag ekki sjálfsagt en ýmsar leiðir eru færar ef orkan á fremur að rata þá braut: Eigendastefna opinberra fyrirtækja, útboðsleiðir í þágu orkuskiptaverkefna, útfærslur leyfisveitinga, hvatakerfi í fjárfestingum og áfram mætti telja. Þessar leiðir eru eingöngu brot af matseðli möguleika sem stjórnvöld þurfa að rýna hið fyrsta, velja úr, útfæra og innleiða, eigi loftslagsmálin að vera forgangsmál orkumálanna og koma okkur í mark. Samhliða er nauðsynlegt að tryggja orkuöryggi almennings betur í lögum ásamt því að afgreiða rammaáætlun, sem nær yfir ólíka nýtingu auðlinda okkar og skiptir miklu máli fyrir jafnvægi í nálgun og heildarsýn. Verum vakandi og vinnum saman að því að fá ólympíugull orkuskiptanna í hús með nýtni og nýsköpun að leiðarljósi. Fyrir komandi kynslóðir sem njóta landsins og ávaxta þess á björtum sumarnóttum um ókomna tíð. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Bjartsýnin skýtur rótum í beðum hugans á björtustu dögum ársins. Og um leið og við böðum okkur í mjúkri birtu miðnætursólarinnar og hlökkum til ferðalaga sumarsins tendrast ást okkar á landinu. Og öllu því sem það býr yfir. Vatnið í ánni, orkan í náttúrunni og ferska loftið sem fyllir lungun. Við finnum tært í huga og hjarta að yfir því viljum við vaka og sofa. Vernda og nýta þannig að framtíðarkynslóðir geti verið stoltar af. Ánægðar með forgangsröðun og uppskeru forvera. Í áratugi hefur þjóðin vakið yfir framtíð sinni, fjárfest í auðlindum og nýtt á ólíka vegu. Þar er orkunýting engin undantekning. Hún hefur fært okkur hita fyrir heimilin, ljós í hvert hús og mótað atvinnuvegi á fjölbreytta vegu. Í dag eru loftslagsmálin lykilmál orkumálanna og þar er Ísland í einstakri stöðu. Við getum, með réttum áherslum, orðið fyrsta þjóðin í heiminum til að reka heilt samfélag á grænni orku ef við klárum orkuskiptin. Slíkur árangur yrði ólympíugull í grein sem skiptir alla heimsbyggðina máli og hefði jafnframt margfeldisáhrif fyrir samvinnu og samkeppnishæfni Íslands. Orkustofnun er vakin og sofin yfir því að styðja stjórnvöld við að uppfylla loftslagsskuldbindingar sínar í tæka tíð og styðja þar með við lykilmarkmið orkustefnu Íslands. Þar þarf margt að koma til, meðal annars að orkuframleiðsla skili sér í orkuskiptaverkefni. Það er í dag ekki sjálfsagt en ýmsar leiðir eru færar ef orkan á fremur að rata þá braut: Eigendastefna opinberra fyrirtækja, útboðsleiðir í þágu orkuskiptaverkefna, útfærslur leyfisveitinga, hvatakerfi í fjárfestingum og áfram mætti telja. Þessar leiðir eru eingöngu brot af matseðli möguleika sem stjórnvöld þurfa að rýna hið fyrsta, velja úr, útfæra og innleiða, eigi loftslagsmálin að vera forgangsmál orkumálanna og koma okkur í mark. Samhliða er nauðsynlegt að tryggja orkuöryggi almennings betur í lögum ásamt því að afgreiða rammaáætlun, sem nær yfir ólíka nýtingu auðlinda okkar og skiptir miklu máli fyrir jafnvægi í nálgun og heildarsýn. Verum vakandi og vinnum saman að því að fá ólympíugull orkuskiptanna í hús með nýtni og nýsköpun að leiðarljósi. Fyrir komandi kynslóðir sem njóta landsins og ávaxta þess á björtum sumarnóttum um ókomna tíð. Höfundur er orkumálastjóri.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun