Metnaðarfull 17. júní dagskrá hjá mörgum sveitarfélögum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. júní 2022 16:31 Vísir/Friðrik Þór Haldórsson Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn með pompi og prakt. Venju samkvæmt er metnaðarfull dagskrá víða um land. Fyrsti þjóðhátíðardagurinn í þrjú ár sem ber ekki merki heimsfaraldursins gengur nú í garð og eru landsmenn eflaust tilbúnir í hátíðarhöld. Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur víðsvegar um landið, Vísir tók saman dagskrána í nokkrum sveitarfélögum. Reykjavíkurborg Hátíðardagskrá Reykjavíkurborgar hefst með morgunathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins við Austurvöll frá klukkan 11:00 til 12:00. Forseti Íslands leggur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur hátíðarræðu og fjallkonan flytur ávarp. Athöfninni verður sjón- og útvarpað á RÚV. Skátar munu leiða skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg og að hátíðarsvæðinu í Hljómskálagarðinum klukkan 13:00. Lúðrasveit Verkalýðsins leikur undir en einnig munu hin ýmsu félagasamtök taka þátt. Sirkuslistafólk úr Hringleik sýna listir sínar í Hljómskálagarði á milli 14:00 og 17:00 en einnig verða haldnir tónleikar á svæðinu. Reykjavíkurborg notar vefinn 17juni.is til þess að miðla dagskrá dagsins þar má sjá allar frekari upplýsingar um dagskrá víðsvegar um borgina. Einnig er þar að finna upplýsingar um götulokanir. Kort yfir götulokanir Reykjavíkurborgar þann 17. júní.Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hátíðarhöld verða á fimm stöðum um Kópavogsbæ á 17. júní, við Menningarhúsin, Salalaug, Fífuna, Kórinn og í Fagralundi. Boðið verður upp á andlitsmálningu og hoppukastala og frítt verður í leiktæki á öllum stöðum. Einnig verða sölubásar á svæðinu. Hátíðarsvæðin opna klukkan 12:00 og eru opin til 17:00, hátíðardagskrá hefst svo klukkan 13:30 við Menningarhúsin en klukkan 14:00 á öllum öðrum stöðum. Tvær skrúðgöngur verða á dagskrá, önnur leggur af stað frá Menntaskólanum í Kópavogi klukkan 13:00 og gengur að Menningarhúsunum og mun hin leggja af stað frá Hörðuvallaskóla klukkan 13:30 og ganga upp í Kór. Skólahljómsveit Kópavogs sér um undirleik í skrúðgöngunum. Ásdís Kristjánsdóttir nýr bæjarstjóri Kópavogs mun ávarpa gesti og sjá hátíðarstjórar eins og til dæmis Vilhelm Anton, Lína Langsokkur og Leikhópurinn Lotta um að halda uppi stuðinu. Meðal annarra sem munu koma fram eru Bríet, Birnir, Regína og Selma, Guðrún Árný, Herra Hnetusmjör og Reykjavíkurdætur. Nánari upplýsingar má finna hér. Hafnarfjörður Fjölbreytt dagskrá verður í boði víðs vegar um Hafnarfjörð. Þjóðhátíðardagurinn hefst með fánahyllingu á Hamrinum klukkan 08:00 í boði Skátafélagsins Hraunbúa. Sjósundsfélagið Urturnar standa fyrir sjósundi og leiðbeina bæjarbúum við sundtökin frá klukkan 09:00 til 13:00. Fargufan rjúkandi og Sundhöll Hafnarfjarðar opin. Annríki – þjóðbúningar og skart hvetur bæjarbúa til þess að taka fram þjóðbúningana sína, sama hvers lenskir þeir séu. Annríki mun veita aðstoð hvað varðar hvernig skuli klæðast þjóðbúningum frá klukkan 11:00 og boðið verður upp á þjóðbúningamyndatöku við Hafnarborg klukkan 14:30. Hátíðarhöldin í miðbæ Hafnarfjarðar hefjast með formlegri dagskrá klukkan 13:45 og skemmtiatriðum á Thorsplani. Karlakórinn Þrestir kemur fram, fjallkonan flytur ávarp, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri mun setja hátíðarhöld og Listdansskólinn sýnir listir sínar. Gaflaraleikhúsið mætir á svæðið klukkan 14:25 og fer fram víkingabardagi klukkan 14:50. Kynnar eru samfélagsmiðlastjörnunar Finnbogi og Melkorka. Frekari dagskrá má sjá hér. Kvölddagskrá hefst klukkan 19:00 og er ekki af verri endanum Fram koma meðal annarra, Guðrún Árný, Klara Elías, Birnir, Flott og Friðrik Dór. Kynnir kvölddagskrár er Birna Rún Eiríksdóttir leikkona. Nánari upplýsingar um dagskrá bæjarins til dæmis á Hörðuvöllum, í Hafnarfjarðarkirkju, á Víðistaðatúni og Bókasafni Hafnarfjarðar má finna hér eða á hafnafjordur.is Garðabær Hátíðardagskrá verður á sviði á Garðatorgi frá 13:00 til 16:00 þar sem bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar Garðabæjar flytja hátíðarávarp, fjallkonur Garðabæjar lesa ljóð, Ronja Ræningjadóttir syngur nokkur lög og Sirkus Íslands sýnir sirkuskúnstir meðal annars. Skátafélagið Vífill hefur umsjón með leikjum og þrautafjöri og sölu á hátíðarvörum. Því miður verður ekki mögulegt að bjóða upp á hoppukastala. Hátíðartónleikar í sal Tónlistarskóla Garðabæjar hefjast klukkan 20:00 en þar mun Katrín Halldóra koma fram ásamt Tríói og flytja lög sem Ellý Vilhjálms, Jón Múli og erlendir meistarar gerðu fræg. Takmarkaður sætafjöldi. Nánari upplýsingar og dagskrá í heild sinni má finna hér eða á gardabaer.is Mosfellsbær Hátíðarguðsþjónusta verður haldin í Lágafellskirkju klukkan 11:00 og er prestur Sr. Arndís Linn og ræðumaður Ari Trausti Guðmundsson. Skátafélagið Mosverjar leiðir skrúðgöngu frá Miðbæjartorginu að Hlégarði klukkan 13:30 og fer fjölskylduskemmtun fram við Hlégarð frá klukkan 14:00 til 16:00. Mosverjar sjá um hoppukastala og leiktæki. Hátíðarræðu flytur Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs og fjallkona flytur ávarp. Bastían bæjarfógeti og Soffía frænka mæta úr Kardemommubænum mæta á svæðið ásamt Imma Ananas og Guffa Banana úr Ávaxtakörfunni. Aflraunakeppni hefst að fjölskyldudagskrá lokinni og fer fram á Hlégarðstúninu, keppt verður um titilinn Sterkasti maður Íslands og Stálkonan 2022. Frekari upplýsingar og fleiri dagskráliði má finna hér eða á mos.is Akureyri 17. júní hátíðarhöldin á Akureyri hefjast með því að blómabíllinn keyrir um hverfi frá klukkan 11:00. Skrúðganga skátafélagsins Klakks fer af stað frá Gamla húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti klukkan 12:45 og leggur leið sína í Lystigarðinn. Lúðrasveit Akureyrar sér um undirleik. Formleg hátíðarhöld hefjast skömmu eftir klukkan 13:00 og er fánahylling þar á dagskrá. Fjallkonan í ár, Hildur Lilja Jónsdóttir nýstúdent frá Menntaskólanum á Akureyri mun svo ávarpa gesti og Kammerkór Norðurlands syngja þjóðsönginn. Að loknu ávarpi bæjarstjóra, Ásthildar Sturludóttur mun skrúðganga halda af stað frá Eyrarlandsvegi, fara niður Spítalaveg og suður Aðalstræti að Minjasafninu. Fjölskylduskemmtun verður haldin við Minjasafnið frá klukkan 14:00 til 16:00 og verða þar hoppukastalar, skátatívolí, andlitsmálun og fleira ásamt tónlistaratriðum. Sölutjöld frá skátunum verða á Ráðhústorgi ásamt 17. júní bandinu frá klukkan 22:45 sem tekur á móti nýstúdentum á torginu með leik og söng klukkan rúmlega 23:00. Nánari upplýsingar um dagskrárliði kvöldsins og hátíðarhöldin í heild sinni má finna hér eða á akureyri.is Árborg Á Selfossi verður boðið upp á morgun jóga klukkan 09:00 til 10:00 í tilefni dagsins og verða fánar dregnir að húni af skátafélaginu Fossbúum við Ráðhús Árborgar. Skrúðganga verður farin frá Selfosskirkju klukkan 13:15, gengið verður Kirkjuveg, Eyraveg, Austurveg, Reynivelli, Engjaveg, Sigtún og inn í Sigtúnsgarð. Barnadagskrá hefst síðan í Sigtúnsgarði klukkan 14:00. Boðið verður upp á tónleika í Tryggvagarði klukkan 15:30 og DJ á Brúartorgi frá klukkan 16:00 til 18:00. Kvöldvaka fyrir eldri borgara verður svo frá 20:00 til 21:30. Frekari upplýsingar um alla dagskrárliði má finna hér eða á arborg.is. Á Eyrarbakka er hátíðin sett klukkan 14:00 og flytur fjallkona ávarp og eyrbekkingur flytur hátíðarræðu. Einar Mikael töframaður skemmtir gestum og Íþróttaálfurinn og Solla Stirða mæta á svæðið. Sirkus Íslands mun bjóða upp á skemmtiatriði og andlitsmálun fyrir börnin. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna hér eða á arborg.is Ísafjörður Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur á Sjúkrahústúninu og í Blómagarðinum, Austurvelli á Ísafirði. Klukkan 11:30 til 12:30 verður andlitsmálun í boði í Safnahúsinu og frá12:30 ti13:05 er barnaleiksýning Kómedíuleikhússins í Safnahúsinu á dagskrá. Skrúðganga frá Silfurtorgi að hátíðarsvæði á Sjúkrahústúninu hefst klukkan 13:45. Setning hátíðahalda á Sjúkrahústúninu er frá klukkan 14:00 til 16:00 Lúðrasveit TÍ mun spila fjöruga tóna, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir fer með hátíðarræðu og fjallkona ávarpar lýðinn. Hoppukastalar, sölutjöld og andlitsmálun verða á svæðinu. Nánari upplýsingar um dagsrkána á Ísafirði má finna hér eða á isafjordur.is Seltjarnarnes Það verður mikið um að vera og fjölbreytt dagskrá hjá Seltjarnarnesbæ þann 17. júní, hátíðin er fyrir alla fjölskylduna og frítt verður í öll leiktæki. Frá klukkan 10:00 til 12:00 mun siglingafélagið Sigurfari ásamt Björgunarsveitinni Ársæl bjóða börnum í fylgd með fullorðnum í bátsferðir frá smábátahöfninni við Bakkavör. Hátíðarguðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju hefst klukkan 11:00 en Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson þjónar fyrir altari og mun Erlendur Magnússon forseti Rótarýklúbbsins flytja hugleiðingu. Kammerkór Seltjarnarneskirkju sér um söng á meðan athöfninni stendur. Skrúðganga hefst klukkan 12:45 og fer hún frá Leikskóla Seltjarnarness yfir í Bakkagarð en Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness sér um tónlistina. Þegar í Bakkagarð er komið hefst dagskrá formlega klukkan 13:00 og stendur til klukkan 15:00. Fjallkona fer með ljóðið Vornmótt eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri flytur hátíðarræðu og ræningjarnir úr Kardimommubænum mæta á svæðið. Tónlistarfólkið Jón Jónsson, Friðrik Dór og Bríet troða upp og boðið verður upp á trúðafjör, andlitsmálningu, lazertag og hestateymingu fyrir alla aldurshópa ásamt fleiru. Nánari upplýsingar um ákveðna dagskrárliði og frekari upplýsingar má finna hér eða á seltjarnarnes.is Hvolsvöllur Hátíðarhöldin á Hvolsvelli eru ekki af verri endanum, dagurinn hefst klukkan 09:00 á morgunmat í Hvolnum en frá 10:00 til 12:00 stendur lögreglan fyrir opnu húsi, slökkviliðið og Dagrenning sömuleiðis. Hestamannafélagið Geysir mun teyma undir börnum á túninu við hliðina á björgunarsveitarhúsinu. Klukkan 12:30 hefst skrúðgangan og gengið verður frá Kirkjuhvol niður á Miðbæjartún þar sem helsta hátíðardagskráin hefst klukkan 13:00. Þangað mætir fjallkona, hátíðarræða verður flutt, Sirkus Íslands skemmtir fólki, Jógvan Hansen kemur fram og boðið verður upp á hoppukastala ásamt fleiru. Klukkan 17:00 verður svo bíósýning í Hvolnum en þá hefjast einnig tónleikar í Sveitabúðinni Unu. Frekari upplýsingar um hátíðarhöldin og ákveðna dagskrárliði má finna hér eða á hvolsvollur.is. 17. júní Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Akureyri Árborg Ísafjarðarbær Seltjarnarnes Rangárþing eystra Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur víðsvegar um landið, Vísir tók saman dagskrána í nokkrum sveitarfélögum. Reykjavíkurborg Hátíðardagskrá Reykjavíkurborgar hefst með morgunathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins við Austurvöll frá klukkan 11:00 til 12:00. Forseti Íslands leggur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur hátíðarræðu og fjallkonan flytur ávarp. Athöfninni verður sjón- og útvarpað á RÚV. Skátar munu leiða skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg og að hátíðarsvæðinu í Hljómskálagarðinum klukkan 13:00. Lúðrasveit Verkalýðsins leikur undir en einnig munu hin ýmsu félagasamtök taka þátt. Sirkuslistafólk úr Hringleik sýna listir sínar í Hljómskálagarði á milli 14:00 og 17:00 en einnig verða haldnir tónleikar á svæðinu. Reykjavíkurborg notar vefinn 17juni.is til þess að miðla dagskrá dagsins þar má sjá allar frekari upplýsingar um dagskrá víðsvegar um borgina. Einnig er þar að finna upplýsingar um götulokanir. Kort yfir götulokanir Reykjavíkurborgar þann 17. júní.Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hátíðarhöld verða á fimm stöðum um Kópavogsbæ á 17. júní, við Menningarhúsin, Salalaug, Fífuna, Kórinn og í Fagralundi. Boðið verður upp á andlitsmálningu og hoppukastala og frítt verður í leiktæki á öllum stöðum. Einnig verða sölubásar á svæðinu. Hátíðarsvæðin opna klukkan 12:00 og eru opin til 17:00, hátíðardagskrá hefst svo klukkan 13:30 við Menningarhúsin en klukkan 14:00 á öllum öðrum stöðum. Tvær skrúðgöngur verða á dagskrá, önnur leggur af stað frá Menntaskólanum í Kópavogi klukkan 13:00 og gengur að Menningarhúsunum og mun hin leggja af stað frá Hörðuvallaskóla klukkan 13:30 og ganga upp í Kór. Skólahljómsveit Kópavogs sér um undirleik í skrúðgöngunum. Ásdís Kristjánsdóttir nýr bæjarstjóri Kópavogs mun ávarpa gesti og sjá hátíðarstjórar eins og til dæmis Vilhelm Anton, Lína Langsokkur og Leikhópurinn Lotta um að halda uppi stuðinu. Meðal annarra sem munu koma fram eru Bríet, Birnir, Regína og Selma, Guðrún Árný, Herra Hnetusmjör og Reykjavíkurdætur. Nánari upplýsingar má finna hér. Hafnarfjörður Fjölbreytt dagskrá verður í boði víðs vegar um Hafnarfjörð. Þjóðhátíðardagurinn hefst með fánahyllingu á Hamrinum klukkan 08:00 í boði Skátafélagsins Hraunbúa. Sjósundsfélagið Urturnar standa fyrir sjósundi og leiðbeina bæjarbúum við sundtökin frá klukkan 09:00 til 13:00. Fargufan rjúkandi og Sundhöll Hafnarfjarðar opin. Annríki – þjóðbúningar og skart hvetur bæjarbúa til þess að taka fram þjóðbúningana sína, sama hvers lenskir þeir séu. Annríki mun veita aðstoð hvað varðar hvernig skuli klæðast þjóðbúningum frá klukkan 11:00 og boðið verður upp á þjóðbúningamyndatöku við Hafnarborg klukkan 14:30. Hátíðarhöldin í miðbæ Hafnarfjarðar hefjast með formlegri dagskrá klukkan 13:45 og skemmtiatriðum á Thorsplani. Karlakórinn Þrestir kemur fram, fjallkonan flytur ávarp, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri mun setja hátíðarhöld og Listdansskólinn sýnir listir sínar. Gaflaraleikhúsið mætir á svæðið klukkan 14:25 og fer fram víkingabardagi klukkan 14:50. Kynnar eru samfélagsmiðlastjörnunar Finnbogi og Melkorka. Frekari dagskrá má sjá hér. Kvölddagskrá hefst klukkan 19:00 og er ekki af verri endanum Fram koma meðal annarra, Guðrún Árný, Klara Elías, Birnir, Flott og Friðrik Dór. Kynnir kvölddagskrár er Birna Rún Eiríksdóttir leikkona. Nánari upplýsingar um dagskrá bæjarins til dæmis á Hörðuvöllum, í Hafnarfjarðarkirkju, á Víðistaðatúni og Bókasafni Hafnarfjarðar má finna hér eða á hafnafjordur.is Garðabær Hátíðardagskrá verður á sviði á Garðatorgi frá 13:00 til 16:00 þar sem bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar Garðabæjar flytja hátíðarávarp, fjallkonur Garðabæjar lesa ljóð, Ronja Ræningjadóttir syngur nokkur lög og Sirkus Íslands sýnir sirkuskúnstir meðal annars. Skátafélagið Vífill hefur umsjón með leikjum og þrautafjöri og sölu á hátíðarvörum. Því miður verður ekki mögulegt að bjóða upp á hoppukastala. Hátíðartónleikar í sal Tónlistarskóla Garðabæjar hefjast klukkan 20:00 en þar mun Katrín Halldóra koma fram ásamt Tríói og flytja lög sem Ellý Vilhjálms, Jón Múli og erlendir meistarar gerðu fræg. Takmarkaður sætafjöldi. Nánari upplýsingar og dagskrá í heild sinni má finna hér eða á gardabaer.is Mosfellsbær Hátíðarguðsþjónusta verður haldin í Lágafellskirkju klukkan 11:00 og er prestur Sr. Arndís Linn og ræðumaður Ari Trausti Guðmundsson. Skátafélagið Mosverjar leiðir skrúðgöngu frá Miðbæjartorginu að Hlégarði klukkan 13:30 og fer fjölskylduskemmtun fram við Hlégarð frá klukkan 14:00 til 16:00. Mosverjar sjá um hoppukastala og leiktæki. Hátíðarræðu flytur Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs og fjallkona flytur ávarp. Bastían bæjarfógeti og Soffía frænka mæta úr Kardemommubænum mæta á svæðið ásamt Imma Ananas og Guffa Banana úr Ávaxtakörfunni. Aflraunakeppni hefst að fjölskyldudagskrá lokinni og fer fram á Hlégarðstúninu, keppt verður um titilinn Sterkasti maður Íslands og Stálkonan 2022. Frekari upplýsingar og fleiri dagskráliði má finna hér eða á mos.is Akureyri 17. júní hátíðarhöldin á Akureyri hefjast með því að blómabíllinn keyrir um hverfi frá klukkan 11:00. Skrúðganga skátafélagsins Klakks fer af stað frá Gamla húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti klukkan 12:45 og leggur leið sína í Lystigarðinn. Lúðrasveit Akureyrar sér um undirleik. Formleg hátíðarhöld hefjast skömmu eftir klukkan 13:00 og er fánahylling þar á dagskrá. Fjallkonan í ár, Hildur Lilja Jónsdóttir nýstúdent frá Menntaskólanum á Akureyri mun svo ávarpa gesti og Kammerkór Norðurlands syngja þjóðsönginn. Að loknu ávarpi bæjarstjóra, Ásthildar Sturludóttur mun skrúðganga halda af stað frá Eyrarlandsvegi, fara niður Spítalaveg og suður Aðalstræti að Minjasafninu. Fjölskylduskemmtun verður haldin við Minjasafnið frá klukkan 14:00 til 16:00 og verða þar hoppukastalar, skátatívolí, andlitsmálun og fleira ásamt tónlistaratriðum. Sölutjöld frá skátunum verða á Ráðhústorgi ásamt 17. júní bandinu frá klukkan 22:45 sem tekur á móti nýstúdentum á torginu með leik og söng klukkan rúmlega 23:00. Nánari upplýsingar um dagskrárliði kvöldsins og hátíðarhöldin í heild sinni má finna hér eða á akureyri.is Árborg Á Selfossi verður boðið upp á morgun jóga klukkan 09:00 til 10:00 í tilefni dagsins og verða fánar dregnir að húni af skátafélaginu Fossbúum við Ráðhús Árborgar. Skrúðganga verður farin frá Selfosskirkju klukkan 13:15, gengið verður Kirkjuveg, Eyraveg, Austurveg, Reynivelli, Engjaveg, Sigtún og inn í Sigtúnsgarð. Barnadagskrá hefst síðan í Sigtúnsgarði klukkan 14:00. Boðið verður upp á tónleika í Tryggvagarði klukkan 15:30 og DJ á Brúartorgi frá klukkan 16:00 til 18:00. Kvöldvaka fyrir eldri borgara verður svo frá 20:00 til 21:30. Frekari upplýsingar um alla dagskrárliði má finna hér eða á arborg.is. Á Eyrarbakka er hátíðin sett klukkan 14:00 og flytur fjallkona ávarp og eyrbekkingur flytur hátíðarræðu. Einar Mikael töframaður skemmtir gestum og Íþróttaálfurinn og Solla Stirða mæta á svæðið. Sirkus Íslands mun bjóða upp á skemmtiatriði og andlitsmálun fyrir börnin. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna hér eða á arborg.is Ísafjörður Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur á Sjúkrahústúninu og í Blómagarðinum, Austurvelli á Ísafirði. Klukkan 11:30 til 12:30 verður andlitsmálun í boði í Safnahúsinu og frá12:30 ti13:05 er barnaleiksýning Kómedíuleikhússins í Safnahúsinu á dagskrá. Skrúðganga frá Silfurtorgi að hátíðarsvæði á Sjúkrahústúninu hefst klukkan 13:45. Setning hátíðahalda á Sjúkrahústúninu er frá klukkan 14:00 til 16:00 Lúðrasveit TÍ mun spila fjöruga tóna, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir fer með hátíðarræðu og fjallkona ávarpar lýðinn. Hoppukastalar, sölutjöld og andlitsmálun verða á svæðinu. Nánari upplýsingar um dagsrkána á Ísafirði má finna hér eða á isafjordur.is Seltjarnarnes Það verður mikið um að vera og fjölbreytt dagskrá hjá Seltjarnarnesbæ þann 17. júní, hátíðin er fyrir alla fjölskylduna og frítt verður í öll leiktæki. Frá klukkan 10:00 til 12:00 mun siglingafélagið Sigurfari ásamt Björgunarsveitinni Ársæl bjóða börnum í fylgd með fullorðnum í bátsferðir frá smábátahöfninni við Bakkavör. Hátíðarguðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju hefst klukkan 11:00 en Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson þjónar fyrir altari og mun Erlendur Magnússon forseti Rótarýklúbbsins flytja hugleiðingu. Kammerkór Seltjarnarneskirkju sér um söng á meðan athöfninni stendur. Skrúðganga hefst klukkan 12:45 og fer hún frá Leikskóla Seltjarnarness yfir í Bakkagarð en Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness sér um tónlistina. Þegar í Bakkagarð er komið hefst dagskrá formlega klukkan 13:00 og stendur til klukkan 15:00. Fjallkona fer með ljóðið Vornmótt eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri flytur hátíðarræðu og ræningjarnir úr Kardimommubænum mæta á svæðið. Tónlistarfólkið Jón Jónsson, Friðrik Dór og Bríet troða upp og boðið verður upp á trúðafjör, andlitsmálningu, lazertag og hestateymingu fyrir alla aldurshópa ásamt fleiru. Nánari upplýsingar um ákveðna dagskrárliði og frekari upplýsingar má finna hér eða á seltjarnarnes.is Hvolsvöllur Hátíðarhöldin á Hvolsvelli eru ekki af verri endanum, dagurinn hefst klukkan 09:00 á morgunmat í Hvolnum en frá 10:00 til 12:00 stendur lögreglan fyrir opnu húsi, slökkviliðið og Dagrenning sömuleiðis. Hestamannafélagið Geysir mun teyma undir börnum á túninu við hliðina á björgunarsveitarhúsinu. Klukkan 12:30 hefst skrúðgangan og gengið verður frá Kirkjuhvol niður á Miðbæjartún þar sem helsta hátíðardagskráin hefst klukkan 13:00. Þangað mætir fjallkona, hátíðarræða verður flutt, Sirkus Íslands skemmtir fólki, Jógvan Hansen kemur fram og boðið verður upp á hoppukastala ásamt fleiru. Klukkan 17:00 verður svo bíósýning í Hvolnum en þá hefjast einnig tónleikar í Sveitabúðinni Unu. Frekari upplýsingar um hátíðarhöldin og ákveðna dagskrárliði má finna hér eða á hvolsvollur.is.
17. júní Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Akureyri Árborg Ísafjarðarbær Seltjarnarnes Rangárþing eystra Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira