Markús hafi ekki verið vanhæfur í BK-málinu Árni Sæberg skrifar 22. júní 2022 15:47 Markús Sigurbjörnsson vermdi sæti forseti Hæstaréttar fyrir miðju þegar dómur gekk í BK-málinu svokallaða. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur vísaði í dag frá máli Magnúsar Arnars Arngrímsssonar, sem kallað hefur verið BK-málið, en Endurupptökunefnd féllst á beiðni Magnúsar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, um að tveggja ára fangelsisdómur sem hann hlaut í Hæstarétti árið 2015 yrði endurupptekinn. Auk Magnúsar Arnars hlutu þeir Birkir Kristinsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá Glitni, Elmar Svavarsson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá bankanum, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, dóm í málinu. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Magnús Arnar fór fram á endurupptöku málsins á þeim grundvelli að Markús Sigurbjörnsson, þáverandi forseti Hæstaréttar, hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu þar sem hann hafi tapað umtalsverðum fjárhæðum við fall Glitnis. Með úrskurði endurupptökunefndar í október 2020 var fallist á beiðni hans um endurupptöku málsins. Vísaði nefndin til þess að einn dómara fyrrgreinds hæstaréttarmáls hefði gert samning í janúar 2007 við Glitni um eignastýringu og að hann hefði tapað verulegum fjármunum í þeim viðskiptum. Dómarinn hefði verið vanhæfur til að dæma í málinu og af þeirri ástæðu hefðu verið gallar á meðferð málsins fyrir Hæstarétti í skilningi laga um meðferð sakamála. Tap Markúsar óverulegt miðað við aðstæður í þjóðfélaginu Í dómi Hæstaréttar í dag var rakið að lækkun á andvirði þeirra fjármuna sem Markús hafði í eignastýringu hefði numið 14,78 prósent við fall bankans. Þessi lækkun yrði ekki talin veruleg þegar horft væri til þeirra efnahagsáhrifa sem þorri almennings hefði þurft að þola á þessum tíma með lækkun eignaverðs, rýrnun lífeyrisréttinda, hækkun verðlags vegna gengishruns og hækkun skulda vegna verðlagsbreytinga meðal annars vegna tengingar lána við vísitölu neysluverðs. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ekki yrði talið að dómarinn hefði á grundvelli laga um meðferð sakamála verið vanhæfur til að fara með málið. Af þeirri ástæðu væri ekki fullnægt lagaskilyrðum fyrir endurupptöku málsins. Aðalkrafa ákæruvaldsins um frávísun málsins frá Hæstarétti var því tekin til greina. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Hrunið Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
Auk Magnúsar Arnars hlutu þeir Birkir Kristinsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá Glitni, Elmar Svavarsson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá bankanum, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, dóm í málinu. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Magnús Arnar fór fram á endurupptöku málsins á þeim grundvelli að Markús Sigurbjörnsson, þáverandi forseti Hæstaréttar, hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu þar sem hann hafi tapað umtalsverðum fjárhæðum við fall Glitnis. Með úrskurði endurupptökunefndar í október 2020 var fallist á beiðni hans um endurupptöku málsins. Vísaði nefndin til þess að einn dómara fyrrgreinds hæstaréttarmáls hefði gert samning í janúar 2007 við Glitni um eignastýringu og að hann hefði tapað verulegum fjármunum í þeim viðskiptum. Dómarinn hefði verið vanhæfur til að dæma í málinu og af þeirri ástæðu hefðu verið gallar á meðferð málsins fyrir Hæstarétti í skilningi laga um meðferð sakamála. Tap Markúsar óverulegt miðað við aðstæður í þjóðfélaginu Í dómi Hæstaréttar í dag var rakið að lækkun á andvirði þeirra fjármuna sem Markús hafði í eignastýringu hefði numið 14,78 prósent við fall bankans. Þessi lækkun yrði ekki talin veruleg þegar horft væri til þeirra efnahagsáhrifa sem þorri almennings hefði þurft að þola á þessum tíma með lækkun eignaverðs, rýrnun lífeyrisréttinda, hækkun verðlags vegna gengishruns og hækkun skulda vegna verðlagsbreytinga meðal annars vegna tengingar lána við vísitölu neysluverðs. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ekki yrði talið að dómarinn hefði á grundvelli laga um meðferð sakamála verið vanhæfur til að fara með málið. Af þeirri ástæðu væri ekki fullnægt lagaskilyrðum fyrir endurupptöku málsins. Aðalkrafa ákæruvaldsins um frávísun málsins frá Hæstarétti var því tekin til greina. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Hrunið Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira