Regína verður bæjarstjóri Mosfellsbæjar Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2022 10:26 Regína Ásvaldsdóttir hefur gegnt embætti sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill Regína Ásvaldsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Hún mun gegna starfinu til 2026 en hún er fyrir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og hefur unnið þar í fimm ár. Fyrir það var hún bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Þá hefur Regína starfað sem framkvæmdastjóri Festu, félags um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, verið skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar. Þrjátíu sóttu um bæjarstjórastólinn og vildu taka við af Haraldi Sverrissyni, sem hafði gegn stöðunni í fimmtán ár, en fimm drógu síðan umsóknir sínar til baka. Sjá einnig: Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Á meðal þeirra sem sóttu um voru margir með reynslu af bæjar- eða sveitarstjóramálum í öðrum sveitarfélögum. Fimmtán ára Mosfellingur sótti einnig um. „Við erum lánsöm hér í Mosfellsbæ að ganga til samstarfs við svona reynslumikinn stjórnanda eins og Regína er. Framundan eru stór verkefni, meðal annars í uppbyggingu og áframhaldandi fjölgun íbúa og stefnumótun til framtíðar. Þessi verkefni fela í sér fjölbreyttar áskoranir og því mikilvægt að við fáum til liðs við okkur einstakling með mikla og farsæla reynslu, stóran skammt af almennri skynsemi, þjónustulund og brennandi áhuga á málefnum sveitarfélagsins. Við bjóðum Regínu velkomna í Mosfellsbæ og hlökkum til samstarfsins,“ segir Halla Karen Kristjánsdóttir, formaður bæjaráðs Mosfellsbæjar, í tilkynningu. Hefur störf í september „Ég þakka kærlega fyrir það traust í minn garð sem mér er sýnt með ráðningunni. Mosfellsbær er gott og fjölskylduvænt samfélag í örum vexti og hér eru mörg tækifæri þegar til framtíðar er litið. Ég hlakka til að starfa með öflugum bæjarfulltrúum og góðu starfsfólki Mosfellsbæjar að þeim mikilvægu verkefnum sem eru framundan,“ segir Regína í áðurnefndri tilkynningu. Regína er með meistarapróf í hagfræði frá Háskólanum í Aberdeen, diplóma í opinberri stjórnsýslu og cand. mag. í félagsráðgjöf frá Háskólanum í Osló. Á ferli sínum hefur Regína átt sæti í fjölmörgum stjórnum og starfshópum, nú síðast starfshópi sem skilaði tillögum um húsnæðismál til þjóðhagsráðs í maí síðastliðnum. Regína hefur marktæka reynslu af stefnumótun og breytingastjórnun og hefur leitt vinnu við stefnumótun á sviði velferðarmála og atvinnumála. Velferðarsvið hefur ennfremur verið leiðandi svið hjá Reykjavíkurborg þegar kemur að stafrænni þróun og áherslu á þjónustustjórnun. Áætlað er að Regína hefji störf í byrjun september en ráðningarsamningurinn tekur formlega gildi þegar hann hefur verið staðfestur af bæjarráði fimmtudaginn 14. júlí og birtur opinberlega í kjölfarið. Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Fimmtán ára vill bæjarstjórastólinn: „Ég hef allavega stuðning félaga minna“ Mosfellingur á sextánda aldursári hefur sótt um stöðu bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Meðal stefnumála hans er að styðja betur við kennara og gera Mosó að grænna samfélagi. 5. júlí 2022 20:07 Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Þá hefur Regína starfað sem framkvæmdastjóri Festu, félags um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, verið skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar. Þrjátíu sóttu um bæjarstjórastólinn og vildu taka við af Haraldi Sverrissyni, sem hafði gegn stöðunni í fimmtán ár, en fimm drógu síðan umsóknir sínar til baka. Sjá einnig: Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Á meðal þeirra sem sóttu um voru margir með reynslu af bæjar- eða sveitarstjóramálum í öðrum sveitarfélögum. Fimmtán ára Mosfellingur sótti einnig um. „Við erum lánsöm hér í Mosfellsbæ að ganga til samstarfs við svona reynslumikinn stjórnanda eins og Regína er. Framundan eru stór verkefni, meðal annars í uppbyggingu og áframhaldandi fjölgun íbúa og stefnumótun til framtíðar. Þessi verkefni fela í sér fjölbreyttar áskoranir og því mikilvægt að við fáum til liðs við okkur einstakling með mikla og farsæla reynslu, stóran skammt af almennri skynsemi, þjónustulund og brennandi áhuga á málefnum sveitarfélagsins. Við bjóðum Regínu velkomna í Mosfellsbæ og hlökkum til samstarfsins,“ segir Halla Karen Kristjánsdóttir, formaður bæjaráðs Mosfellsbæjar, í tilkynningu. Hefur störf í september „Ég þakka kærlega fyrir það traust í minn garð sem mér er sýnt með ráðningunni. Mosfellsbær er gott og fjölskylduvænt samfélag í örum vexti og hér eru mörg tækifæri þegar til framtíðar er litið. Ég hlakka til að starfa með öflugum bæjarfulltrúum og góðu starfsfólki Mosfellsbæjar að þeim mikilvægu verkefnum sem eru framundan,“ segir Regína í áðurnefndri tilkynningu. Regína er með meistarapróf í hagfræði frá Háskólanum í Aberdeen, diplóma í opinberri stjórnsýslu og cand. mag. í félagsráðgjöf frá Háskólanum í Osló. Á ferli sínum hefur Regína átt sæti í fjölmörgum stjórnum og starfshópum, nú síðast starfshópi sem skilaði tillögum um húsnæðismál til þjóðhagsráðs í maí síðastliðnum. Regína hefur marktæka reynslu af stefnumótun og breytingastjórnun og hefur leitt vinnu við stefnumótun á sviði velferðarmála og atvinnumála. Velferðarsvið hefur ennfremur verið leiðandi svið hjá Reykjavíkurborg þegar kemur að stafrænni þróun og áherslu á þjónustustjórnun. Áætlað er að Regína hefji störf í byrjun september en ráðningarsamningurinn tekur formlega gildi þegar hann hefur verið staðfestur af bæjarráði fimmtudaginn 14. júlí og birtur opinberlega í kjölfarið.
Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Fimmtán ára vill bæjarstjórastólinn: „Ég hef allavega stuðning félaga minna“ Mosfellingur á sextánda aldursári hefur sótt um stöðu bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Meðal stefnumála hans er að styðja betur við kennara og gera Mosó að grænna samfélagi. 5. júlí 2022 20:07 Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Fimmtán ára vill bæjarstjórastólinn: „Ég hef allavega stuðning félaga minna“ Mosfellingur á sextánda aldursári hefur sótt um stöðu bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Meðal stefnumála hans er að styðja betur við kennara og gera Mosó að grænna samfélagi. 5. júlí 2022 20:07
Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01