Körfubolti

Þór Þorlákshöfn fær sænskan bakvörð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Adam Ronnqvist mun leika með Þór Þorlákshöfn á komandi leiktíð í Subway-deild karla í körfubolta.
Adam Ronnqvist mun leika með Þór Þorlákshöfn á komandi leiktíð í Subway-deild karla í körfubolta. Þór Þorlákshöfn

Körfuknattleiksdeild Þórs Þorlákshafnar hefur samið við sænska bakvörðinn Adam Ronnqvist um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Subway-deild karla.

Þórsarar greina frá þessu á samfélagsmiðlum sínum, en Ronnqvist kemur til liðsins frá BC Lulea í heimalandinu þar sem hann hefur leikið stærstan hluta ferilsins.

Undanfarin ár hefur leikmaðurinn verið viðloðinn við sænska landsliðið. Á seinustu leiktíð skilaði hann að meðaltali 18 stigum, tveim fráköstum og fjórum stoðsendingum í leik.

Þórsarar höfnuðu í öðru sæti Subway-deildar karla á seinustu leiktíð, en féllu út úr úrslitakeppninni í undanúrslitum gegn Val. Þá fóru Þórsarar alla leið í bikarúrslit, en lutu í lægra haldi gegn Stjörnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×