Spá rúmlega níu prósent verðbólgu í júli Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júlí 2022 09:38 Hagsjáin spáir því að verðbólga fari hæst í 9,5 prósent í ágúst en hún lækki svo. VÍSIR/VILHELM Hagsjá Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósent milli júní og júlí. Gangi sú spá eftir fari ársverðbólga upp í 9,2 prósent, en hún mældist 8,8 prósent í júní. Talið er að verðbólga fari hæst í 9,5 prósent í ágúst áður en hún lækkar aftur. Hagsjáin telur að fjórir undirliðir muni hafa mest áhrif á verðbólgu samkvæmt spánni, það séu matur og drykkjarvara, reiknuð húsaleiga, föt og skór og flugfargjöld til útlanda. Föt og skór muni hafa áhrif til lækkunar vegna sumarútsalna en hinir þrír liðirnir til hækkunar. Hagsjáin spáir því að verðbólga nái hámarki í ágúst. Spáin til næstu mánaða gerir ráð fyrir 0,7 prósent hækkun í ágúst sem þýði að verðbólgan muni hæst fara í 9,5 prósent í ágúst áður en hún lækkar aftur. Matarkarfan og flugfargjöld hækka Talið er að matar- og drykkjarvörur hækki um 0,7 prósent milli mánaða í júli. Sú hækkun er minni en búist var við en hins vegar eru miklar verðhækkanir erlendis sem muni að einhverju leyti skila sér til landsins. Auk þess er mikill eftirspurnarþrýstingur hér á landi, meðal annars vegna vaxandi straums erlendra ferðamanna til landsins. Samkvæmt hagsjánni hefur verð á flugfargjöldum til útlanda fylgt verðinu frá 2019 vel eftir. Hins vegar er talið að flugfargjöld til útlanda hækki miðað við 2019 frá og með júlí vegna hærri eldsneytiskostnaðar og aukinnar eftirspurnar. Gert er ráð fyrir því að flugfargjöld til útlanda hækki um 8,3 prósent milli mánaða í júlí. Fólk geti ekki tekið jafn há lán og áður Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um þrjú prósent milli mánaða í maí og vísitala markaðsverðs húsnæðis hækkaði um 3,2 prósent í júní. Gert er ráð fyrir að það fari að hægjast um á markaðinum. Áorðnar vaxtahækkanir geri það að verkum að fólk geti ekki tekið jafn há lán og áður miðað við sömu greiðslugetu. Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu HMS hefur hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði dregist saman og meðalsölutími íbúða aukist. Það taki samt tíma fyrir slíkar breytingar að koma fram í reiknaðri húsaleigu, meðal annars vegna notkunar Hagstofunnar á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali fasteignaverðs. Alls er von á að reiknuð húsaleiga hækki um 2,1 prósent milli mánaða í júlí. Sumarútsölur verði svipaðar og fyrir faraldur Samkvæmt Hagsjánni eru sumarútsölur á fötum og skóm alla jafna sá liður sem hefur mest áhrif á verðbólgumælingar í júlí. Á árunum 2010 til 2019 hafi föt og skór iðulega lækkað um tíu prósent milli mánaða í júlí. Á meðan heimsfaraldur reið yfir hafi sumarútsölu verið nokkuð slakar en líkleg skýring sé aukin verslun Íslendinga innanlands á meðan utanlandsferðir voru ekki í boði. Talið er að útsölurnar núna verði nær því sem var fyrir faraldurinn, enda ferðalög Íslendinga til útlanda komin í samt lag. Hagsjáni gerir ráð fyrir að föt og skór lækki um átta prósent milli mánaða. Þessi lækkun gangi síðan til baka í ágúst og september. Verðlag Neytendur Fasteignamarkaður Verslun Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Hagsjáin telur að fjórir undirliðir muni hafa mest áhrif á verðbólgu samkvæmt spánni, það séu matur og drykkjarvara, reiknuð húsaleiga, föt og skór og flugfargjöld til útlanda. Föt og skór muni hafa áhrif til lækkunar vegna sumarútsalna en hinir þrír liðirnir til hækkunar. Hagsjáin spáir því að verðbólga nái hámarki í ágúst. Spáin til næstu mánaða gerir ráð fyrir 0,7 prósent hækkun í ágúst sem þýði að verðbólgan muni hæst fara í 9,5 prósent í ágúst áður en hún lækkar aftur. Matarkarfan og flugfargjöld hækka Talið er að matar- og drykkjarvörur hækki um 0,7 prósent milli mánaða í júli. Sú hækkun er minni en búist var við en hins vegar eru miklar verðhækkanir erlendis sem muni að einhverju leyti skila sér til landsins. Auk þess er mikill eftirspurnarþrýstingur hér á landi, meðal annars vegna vaxandi straums erlendra ferðamanna til landsins. Samkvæmt hagsjánni hefur verð á flugfargjöldum til útlanda fylgt verðinu frá 2019 vel eftir. Hins vegar er talið að flugfargjöld til útlanda hækki miðað við 2019 frá og með júlí vegna hærri eldsneytiskostnaðar og aukinnar eftirspurnar. Gert er ráð fyrir því að flugfargjöld til útlanda hækki um 8,3 prósent milli mánaða í júlí. Fólk geti ekki tekið jafn há lán og áður Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um þrjú prósent milli mánaða í maí og vísitala markaðsverðs húsnæðis hækkaði um 3,2 prósent í júní. Gert er ráð fyrir að það fari að hægjast um á markaðinum. Áorðnar vaxtahækkanir geri það að verkum að fólk geti ekki tekið jafn há lán og áður miðað við sömu greiðslugetu. Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu HMS hefur hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði dregist saman og meðalsölutími íbúða aukist. Það taki samt tíma fyrir slíkar breytingar að koma fram í reiknaðri húsaleigu, meðal annars vegna notkunar Hagstofunnar á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali fasteignaverðs. Alls er von á að reiknuð húsaleiga hækki um 2,1 prósent milli mánaða í júlí. Sumarútsölur verði svipaðar og fyrir faraldur Samkvæmt Hagsjánni eru sumarútsölur á fötum og skóm alla jafna sá liður sem hefur mest áhrif á verðbólgumælingar í júlí. Á árunum 2010 til 2019 hafi föt og skór iðulega lækkað um tíu prósent milli mánaða í júlí. Á meðan heimsfaraldur reið yfir hafi sumarútsölu verið nokkuð slakar en líkleg skýring sé aukin verslun Íslendinga innanlands á meðan utanlandsferðir voru ekki í boði. Talið er að útsölurnar núna verði nær því sem var fyrir faraldurinn, enda ferðalög Íslendinga til útlanda komin í samt lag. Hagsjáni gerir ráð fyrir að föt og skór lækki um átta prósent milli mánaða. Þessi lækkun gangi síðan til baka í ágúst og september.
Verðlag Neytendur Fasteignamarkaður Verslun Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira