Þjóðareign hinna fáu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 14. júlí 2022 13:00 Einhverra hluta vegna er ósamræmi í lögum um hvenær aðilar teljast tengdir. Í gær sagði Fiskistofustjóri í fréttum Stöðvar 2 að önnur viðmið gildi um sjávarútveginn en um aðrar atvinnugreinar. Hann benti á að reglur eru mannanna verk og löggjafans væri að samræma reglur. Það hvenær aðilar teljast tengdir hefur augljósa þýðingu til að koma í veg fyrir samþjöppun. Það að önnur viðmið gildi í sjávarútvegi hefur líka augljósar afleiðingar. Núna eru tíu stærstu útgerðarfyrirtækin með rúmlega 70% kvótans. Samþjöppunin eykst hratt og hún hefur átt sér stað af þeirri einföldu ástæðu að hún nýtur blessunar ríkisstjórnarinnar. Engin skref hafa verið tekin til að sporna gegn samþjöppun á þeim 5 árum sem ríkisstjórnin hefur haft völd til að bregðast við. Ekkert hefur heldur verið gert til að tryggja rétt þjóðarinnar né til að tryggja raunverulegt auðlindagjald fyrir einkaafnot af auðlindinni. Aðrar reglur um sjávarauðlindina en aðrar náttúruauðlindir Stærsta ósamræmi í lagasetningu, þar sem annað gildir um sjávarútveg en aðrar atvinnugreinar, varðar hins vegar réttinn til að nýta náttúruauðlindir í þjóðareign. Meginreglan og rauði þráðurinn í lagasetningu er að réttur til að nýta náttúruauðlindir sem eru í þjóðareigu er tímabundinn. Meginreglan er sem sagt tímabundnir samningar. Það rímar við þá hugmynd að aðilar fá rétt til að nýta náttúruauðlindir sem ekki eru í þeirra eigu. Annars hefur þjóðareign enga þýðingu. Í orkulögum er sveitarfélögum til dæmis veitt heimild að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tiltekið tímabil í einu. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er talað skýrt um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er tímamark rekstrarleyfis 16 ár. Og frumvarp ríkisstjórnarinnar sjálfrar um Hálendisþjóðgarð sagði óheimilt að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarðinum nema með tímabundnum samningi. Undantekningin er sjávarútvegurinn. Og afleiðingarnar blasa við. Réttindi til að nýta verðmætin úr sjávarauðlindinni eru ótímabundin. Orðið þjóðareign hefur þess vegna enga raunverulega merkingu. Þjóðareignin er eign hinna fáu, en ekki þjóðarinnar. Ómur fortíðarinnar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir núna í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík að áhyggjur af byggðaröskun sé ómur af því sem gerðist í fortíðinni. Það eru sérstök orð. Hann deilir ekki heldur áhyggjum forsætisráðherra af samþjöppun. En þegar við hlustum á umræðuna í samfélaginu af áhyggjum um samþjöppun, ósanngjarna skiptingu verðmætanna í samfélaginu og áhyggjur af því hver ítök stórútgerðarinnar eru á Íslandi verður að spyrja hvers vegna niðurstaðan hefur orðið sú að aðrar reglur gildi um nýtingu á sjávarauðlindinni en um aðrar náttúruauðlindir í þjóðareigu. Hvernig þjónar það almannahagsmunum? Augljósa svarið er að það þjónar alls ekki almannahagsmunum. Ómur fortíðarinnar eru nefnilega ekki áhyggjur fólksins í landinu heldur sú sjávarútvegsstefna sem ríkisstjórnin vinnur eftir. Það eru sjálfar reglurnar sem eru ómur fortíðarinnar. Hin pólitíska spurning er hvers vegna tækifæri til að verja almannahagsmuni hefur ekki verið nýtt? Hvers vegna hefur orðinu þjóðareign ekki verið gefið raunverulegt inntak? Meirihluti á Alþingi fyrir breytingum Þingflokkur Viðreisnar hefur á síðustu árum lagt fram ýmsar tillögur. Frumvarp sem felur í sér kröfur um markaðsskráningu og dreifða eignaraðild stærri fyrirtækja. Með markaðsskráningu næðist fram gagnsæi fjárhagsupplýsinga. Að skerpt verði á ákvæðum um tengsl fyrirtækja og hámark heildaraflahlutdeildar. Svo þarf að mæta vaxandi samþjöppun með auknum kröfum um dreift eignarhald. Breyta þarf skilgreiningum á tengdum aðilum í sjávarútvegi svo lögin nái utan um raunverulegt eignarhald, eins og var gert með fjármálafyrirtækin eftir hrun. Þingflokkur Viðreisnar hefur lagt fram tillögur um markaðsleið í sjávarútvegi og að tímabundnir samningar verði gerðir um auðlindina, eins og um aðrar auðlindir. Síðustu daga hefur verið jákvætt að heyra orð formanna Vinstri grænna og Framsóknar, tveggja forystumanna í ríkisstjórninni. Forsætisráðherra sem hefur áhyggjur af samþjöppun hlýtur að bregðast við. Innviðaráðherra, og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem talar um aukna gjaldtöku sér að sú gjaldtaka myndi nýtast í innviðauppbyggingu í þágu fólksins í landinu. Formennirnir tveir vita líka að það er meirihluti á þinginu fyrir breytingum. Það eina sem þarf er að þau fylgi eftir eigin orðum. Það eina sem þarf er að muna hvert hlutverk stjórnmálanna er: að standa með og verja almannahagsmuni gegn sérhagsmunum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00 Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00 „Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Einhverra hluta vegna er ósamræmi í lögum um hvenær aðilar teljast tengdir. Í gær sagði Fiskistofustjóri í fréttum Stöðvar 2 að önnur viðmið gildi um sjávarútveginn en um aðrar atvinnugreinar. Hann benti á að reglur eru mannanna verk og löggjafans væri að samræma reglur. Það hvenær aðilar teljast tengdir hefur augljósa þýðingu til að koma í veg fyrir samþjöppun. Það að önnur viðmið gildi í sjávarútvegi hefur líka augljósar afleiðingar. Núna eru tíu stærstu útgerðarfyrirtækin með rúmlega 70% kvótans. Samþjöppunin eykst hratt og hún hefur átt sér stað af þeirri einföldu ástæðu að hún nýtur blessunar ríkisstjórnarinnar. Engin skref hafa verið tekin til að sporna gegn samþjöppun á þeim 5 árum sem ríkisstjórnin hefur haft völd til að bregðast við. Ekkert hefur heldur verið gert til að tryggja rétt þjóðarinnar né til að tryggja raunverulegt auðlindagjald fyrir einkaafnot af auðlindinni. Aðrar reglur um sjávarauðlindina en aðrar náttúruauðlindir Stærsta ósamræmi í lagasetningu, þar sem annað gildir um sjávarútveg en aðrar atvinnugreinar, varðar hins vegar réttinn til að nýta náttúruauðlindir í þjóðareign. Meginreglan og rauði þráðurinn í lagasetningu er að réttur til að nýta náttúruauðlindir sem eru í þjóðareigu er tímabundinn. Meginreglan er sem sagt tímabundnir samningar. Það rímar við þá hugmynd að aðilar fá rétt til að nýta náttúruauðlindir sem ekki eru í þeirra eigu. Annars hefur þjóðareign enga þýðingu. Í orkulögum er sveitarfélögum til dæmis veitt heimild að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tiltekið tímabil í einu. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er talað skýrt um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er tímamark rekstrarleyfis 16 ár. Og frumvarp ríkisstjórnarinnar sjálfrar um Hálendisþjóðgarð sagði óheimilt að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarðinum nema með tímabundnum samningi. Undantekningin er sjávarútvegurinn. Og afleiðingarnar blasa við. Réttindi til að nýta verðmætin úr sjávarauðlindinni eru ótímabundin. Orðið þjóðareign hefur þess vegna enga raunverulega merkingu. Þjóðareignin er eign hinna fáu, en ekki þjóðarinnar. Ómur fortíðarinnar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir núna í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík að áhyggjur af byggðaröskun sé ómur af því sem gerðist í fortíðinni. Það eru sérstök orð. Hann deilir ekki heldur áhyggjum forsætisráðherra af samþjöppun. En þegar við hlustum á umræðuna í samfélaginu af áhyggjum um samþjöppun, ósanngjarna skiptingu verðmætanna í samfélaginu og áhyggjur af því hver ítök stórútgerðarinnar eru á Íslandi verður að spyrja hvers vegna niðurstaðan hefur orðið sú að aðrar reglur gildi um nýtingu á sjávarauðlindinni en um aðrar náttúruauðlindir í þjóðareigu. Hvernig þjónar það almannahagsmunum? Augljósa svarið er að það þjónar alls ekki almannahagsmunum. Ómur fortíðarinnar eru nefnilega ekki áhyggjur fólksins í landinu heldur sú sjávarútvegsstefna sem ríkisstjórnin vinnur eftir. Það eru sjálfar reglurnar sem eru ómur fortíðarinnar. Hin pólitíska spurning er hvers vegna tækifæri til að verja almannahagsmuni hefur ekki verið nýtt? Hvers vegna hefur orðinu þjóðareign ekki verið gefið raunverulegt inntak? Meirihluti á Alþingi fyrir breytingum Þingflokkur Viðreisnar hefur á síðustu árum lagt fram ýmsar tillögur. Frumvarp sem felur í sér kröfur um markaðsskráningu og dreifða eignaraðild stærri fyrirtækja. Með markaðsskráningu næðist fram gagnsæi fjárhagsupplýsinga. Að skerpt verði á ákvæðum um tengsl fyrirtækja og hámark heildaraflahlutdeildar. Svo þarf að mæta vaxandi samþjöppun með auknum kröfum um dreift eignarhald. Breyta þarf skilgreiningum á tengdum aðilum í sjávarútvegi svo lögin nái utan um raunverulegt eignarhald, eins og var gert með fjármálafyrirtækin eftir hrun. Þingflokkur Viðreisnar hefur lagt fram tillögur um markaðsleið í sjávarútvegi og að tímabundnir samningar verði gerðir um auðlindina, eins og um aðrar auðlindir. Síðustu daga hefur verið jákvætt að heyra orð formanna Vinstri grænna og Framsóknar, tveggja forystumanna í ríkisstjórninni. Forsætisráðherra sem hefur áhyggjur af samþjöppun hlýtur að bregðast við. Innviðaráðherra, og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem talar um aukna gjaldtöku sér að sú gjaldtaka myndi nýtast í innviðauppbyggingu í þágu fólksins í landinu. Formennirnir tveir vita líka að það er meirihluti á þinginu fyrir breytingum. Það eina sem þarf er að þau fylgi eftir eigin orðum. Það eina sem þarf er að muna hvert hlutverk stjórnmálanna er: að standa með og verja almannahagsmuni gegn sérhagsmunum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08
Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00
Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00
„Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01
Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun