Skemmdir unnar á sameign á stúdentagörðum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. júlí 2022 11:32 Nauðsynlegt sé að huga að persónuvernd þegar uppsetning á öryggismyndavélum sé annars vegar. Myndin er samsett. Aðsent, Vísir/Hanna Andrésdóttir Arnar Kjartansson fyrrum íbúi á Stúdentagörðunum við Suðurgötu greinir á Twitter síðu sinni frá skemmdarverkum sem gerð hafa verið á sameign garðana. Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri Stúdentagarða segir málið vera í farvegi. Ekki er vitað hver er að verki en Arnar birtir myndir af hinum ýmsu skemmdum sem hafa verið unnar og óþægindum sem aðilinn hefur valdið. „Ég ætlaði varla að trúa því sem að kom næst. Aðilinn tók risastórt grjót, setti í eina af fjórum sameignarþvottavélina og setti hana af stað. Hún er núna ónýt. Aðilinn hætti ekki þar, hann tók allskyns heimilisáhöld og dagblöð, setti í aðra þvottavél með næstum heilum dúnk af þvottaefni nokkrum dögum seinna og stíflaði hana. Það er nú beðið eftir viðgerðum og hvort hún sé í lagi,“ segir Arnar á Twitter. Bjó á Suðurgötunni í Stúdentagörðunum. Er enn í fb grúppunni og það er allt í steik þarna. Það er eh fáviti sem er að leika sér að því að eyðileggja fyrir öðrum og sameignir byggingarinnar. 1/?— Arnar Liberalmálaráðherra (@arnar111) July 17, 2022 Heiður Anna segir að búið sé að læsa hjólageymslunni og þvottahúsinu svo enginn komist inn án þess að hafa lykil og unnið sé að því að koma upp öryggismyndavélum. „Ef það gengur ekki þá verðum við bara að setja vakt á húsið,“ segir Heiður. Íbúar hafi ítrekað beðið um öryggismyndavélar Í ummælum við færslu Arnars má sjá gagnrýni gagnvart öryggi á sameignum Stúdentagarðana en íbúar hafi ítrekað beðið um að settar yrðu upp myndavélar á lesstofu. Heiður segir könnun hafa verið gerða meðal íbúa hvað varðar uppsetningu öryggismyndavéla en hafi meirihluti ekki viljað það. Myndavélar séu í sameignum á ýmsum stöðum en ekki alls staðar. Aðspurð hvenær síðan sú könnun sé segir hún hana vera tveggja til þriggja ára gamla. „Það er alveg algjörlega mögulega kominn tími til að athuga málið aftur,“ segir Heiður. Hún bætir því við að nauðsynlegt sé að huga að persónuvernd þegar uppsetning á öryggismyndavélum sé annars vegar. Reykjavík Hagsmunir stúdenta Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Ekki er vitað hver er að verki en Arnar birtir myndir af hinum ýmsu skemmdum sem hafa verið unnar og óþægindum sem aðilinn hefur valdið. „Ég ætlaði varla að trúa því sem að kom næst. Aðilinn tók risastórt grjót, setti í eina af fjórum sameignarþvottavélina og setti hana af stað. Hún er núna ónýt. Aðilinn hætti ekki þar, hann tók allskyns heimilisáhöld og dagblöð, setti í aðra þvottavél með næstum heilum dúnk af þvottaefni nokkrum dögum seinna og stíflaði hana. Það er nú beðið eftir viðgerðum og hvort hún sé í lagi,“ segir Arnar á Twitter. Bjó á Suðurgötunni í Stúdentagörðunum. Er enn í fb grúppunni og það er allt í steik þarna. Það er eh fáviti sem er að leika sér að því að eyðileggja fyrir öðrum og sameignir byggingarinnar. 1/?— Arnar Liberalmálaráðherra (@arnar111) July 17, 2022 Heiður Anna segir að búið sé að læsa hjólageymslunni og þvottahúsinu svo enginn komist inn án þess að hafa lykil og unnið sé að því að koma upp öryggismyndavélum. „Ef það gengur ekki þá verðum við bara að setja vakt á húsið,“ segir Heiður. Íbúar hafi ítrekað beðið um öryggismyndavélar Í ummælum við færslu Arnars má sjá gagnrýni gagnvart öryggi á sameignum Stúdentagarðana en íbúar hafi ítrekað beðið um að settar yrðu upp myndavélar á lesstofu. Heiður segir könnun hafa verið gerða meðal íbúa hvað varðar uppsetningu öryggismyndavéla en hafi meirihluti ekki viljað það. Myndavélar séu í sameignum á ýmsum stöðum en ekki alls staðar. Aðspurð hvenær síðan sú könnun sé segir hún hana vera tveggja til þriggja ára gamla. „Það er alveg algjörlega mögulega kominn tími til að athuga málið aftur,“ segir Heiður. Hún bætir því við að nauðsynlegt sé að huga að persónuvernd þegar uppsetning á öryggismyndavélum sé annars vegar.
Reykjavík Hagsmunir stúdenta Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira