„Búin að vera skrýtin stemning“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 08:01 Ólafur Jóhannesson vann tvo Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla síðast þegar hann starfaði á Hlíðarenda. vísir/Hulda Margrét Þorkell Máni Pétursson segir Valsmenn hafa valið besta kostinn í stöðunni með því að ráða Ólaf Jóhannesson sem þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta, eftir að ákveðið var að Heimir Guðjónsson myndi hætta. „Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið hissa að þeir hafi látið Heimi fara, miðað við gengið. Þetta er heitt sæti og Valsmenn krefjast þess að fá einhvern árangur. Hann kom ekki, svo þetta kom mér ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Máni, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Máni um þjálfaraskipti Valsmanna Ólafur er nú mættur aftur á Hlíðarenda eftir að hafa þjálfað liðið á undan Heimi í fimm ár, eða þar til að samningur hans rann út haustið 2019. Ólafur stýrði síðast FH en var rekinn þaðan fyrir mánuði síðan. Líkt og FH hefur Valur valdið miklum vonbrigðum í sumar en liðið er í 5. sæti Bestu deildarinnar með 20 stig, fjórtán stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Segir vandamálin hafa byrjað fyrir löngu „Vandamál Valsliðsins byrjuðu fyrir löngu. Það voru mistök, þó að þeir muni seint viðurkenna það, að láta Ólaf Jóhannesson yfir höfuð fara þarna fyrst. Hann var ekki búinn að tapa neinum leikmannahóp og hafði sett þann leikmannhóp saman. Að sama skapi er Heimir mjög óheppinn að koma inn í leikmannahóp sem var ekki óánægður með þjálfarann heldur aðallega óánægður með sitt eigið gengi og hvernig þeir höfðu spilað tímabilið á undan, og vissu að þeir gátu gert betur. Menn voru ósáttir við að Óli fór og ég held að það hafi verið smáerfiðleikar, og Valsmenn ákváðu að skipta út kannski sínum helstu þjónum, sem mér fannst vera mjög furðulegt að mörgu leyti. Það er búið að gera mörg mistök þarna á leiðinni og það er skrýtinn andi yfir Hlíðarendasvæðinu, sem er skrýtið því þar er vanalega mjög góður andi og þetta er hin besta félagsmiðstöð og alltaf gott og skemmtilegt að koma þarna. Þetta er búin að vera skrýtin stemning, það er ekki hægt að segja neitt annað,“ sagði Máni. Stendur mörgum þjálfurum mun framar í vissum þáttum En telur hann að ráðningin á Ólafi hafi verið besti kosturinn? „Já, ég held að þetta sé besti kosturinn fyrir Valsmenn í stöðunni núna. Óli Jó kemur inn og á eftir að segja nokkra brandara og hafa þetta svolítið gaman. Valsmenn eru örugglega að horfa í það núna. Óli var mjög vel liðinn af stuðningsmönnum Vals og þeir höfðu gaman af fótboltanum sem hann var að spila. Ég gef stjórn Vals það að þetta er gott „move“ hjá þeim,“ sagði Máni sem efast þó um að um framtíðarlausn sé að ræða hjá Val: „Ég held að þetta sé plástur á sárið að einhverju leyti en ekki framtíðarlausn. En Óli Jó er mjög góður í mörgum hlutum sem marga þjálfara, sem eru rosalega mikið inni í fræðunum, taktíkinni og Ipödunum sínum, skortir. Hann er rosalega mannlegur þjálfari. Hann er snillingur í að mótivera sín lið og í þeim þáttum er hann langt umfram marga aðra í fótbolta á Íslandi. Þetta snýst mikið um mannleg samskipti og Óli Jó er góður í þeim,“ sagði Máni en viðtalið við hann í heild má sjá hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
„Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið hissa að þeir hafi látið Heimi fara, miðað við gengið. Þetta er heitt sæti og Valsmenn krefjast þess að fá einhvern árangur. Hann kom ekki, svo þetta kom mér ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Máni, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Máni um þjálfaraskipti Valsmanna Ólafur er nú mættur aftur á Hlíðarenda eftir að hafa þjálfað liðið á undan Heimi í fimm ár, eða þar til að samningur hans rann út haustið 2019. Ólafur stýrði síðast FH en var rekinn þaðan fyrir mánuði síðan. Líkt og FH hefur Valur valdið miklum vonbrigðum í sumar en liðið er í 5. sæti Bestu deildarinnar með 20 stig, fjórtán stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Segir vandamálin hafa byrjað fyrir löngu „Vandamál Valsliðsins byrjuðu fyrir löngu. Það voru mistök, þó að þeir muni seint viðurkenna það, að láta Ólaf Jóhannesson yfir höfuð fara þarna fyrst. Hann var ekki búinn að tapa neinum leikmannahóp og hafði sett þann leikmannhóp saman. Að sama skapi er Heimir mjög óheppinn að koma inn í leikmannahóp sem var ekki óánægður með þjálfarann heldur aðallega óánægður með sitt eigið gengi og hvernig þeir höfðu spilað tímabilið á undan, og vissu að þeir gátu gert betur. Menn voru ósáttir við að Óli fór og ég held að það hafi verið smáerfiðleikar, og Valsmenn ákváðu að skipta út kannski sínum helstu þjónum, sem mér fannst vera mjög furðulegt að mörgu leyti. Það er búið að gera mörg mistök þarna á leiðinni og það er skrýtinn andi yfir Hlíðarendasvæðinu, sem er skrýtið því þar er vanalega mjög góður andi og þetta er hin besta félagsmiðstöð og alltaf gott og skemmtilegt að koma þarna. Þetta er búin að vera skrýtin stemning, það er ekki hægt að segja neitt annað,“ sagði Máni. Stendur mörgum þjálfurum mun framar í vissum þáttum En telur hann að ráðningin á Ólafi hafi verið besti kosturinn? „Já, ég held að þetta sé besti kosturinn fyrir Valsmenn í stöðunni núna. Óli Jó kemur inn og á eftir að segja nokkra brandara og hafa þetta svolítið gaman. Valsmenn eru örugglega að horfa í það núna. Óli var mjög vel liðinn af stuðningsmönnum Vals og þeir höfðu gaman af fótboltanum sem hann var að spila. Ég gef stjórn Vals það að þetta er gott „move“ hjá þeim,“ sagði Máni sem efast þó um að um framtíðarlausn sé að ræða hjá Val: „Ég held að þetta sé plástur á sárið að einhverju leyti en ekki framtíðarlausn. En Óli Jó er mjög góður í mörgum hlutum sem marga þjálfara, sem eru rosalega mikið inni í fræðunum, taktíkinni og Ipödunum sínum, skortir. Hann er rosalega mannlegur þjálfari. Hann er snillingur í að mótivera sín lið og í þeim þáttum er hann langt umfram marga aðra í fótbolta á Íslandi. Þetta snýst mikið um mannleg samskipti og Óli Jó er góður í þeim,“ sagði Máni en viðtalið við hann í heild má sjá hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti