Samtökin '78 rekin á yfirdráttarláni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2022 21:00 Daníel er framkvæmdastjóri samtakanna. egill aðalsteinsson Samtökin 78 eru rekin með yfirdráttarláni, en samtökin hafa vaxið um sjö hundruð prósent á síðustu sex árum með tilheyrandi þjónustuþörf. Rekstrarvandinn hefur meðal annars í för með sér að biðtími í ráðgjöf hjá samtökunum er allt að sex vikur. Algengt er að Ísland beri sig saman við nágrannaríkin þegar kemur að réttindabaráttu. Samtökin 78 eiga systurfélög á Norðurlöndunum og þegar fjármögnun félaganna er borin saman er eitt félag sem sker sig úr: Samtökin 78 sem fá 15 milljónir á ári á meðan systursamtök í Noregi fá 349 milljónir. Samtökin '78 fá 15 milljónir á ári. Það dugar ekki til að sögn framkvæmdastjóra samtakanna.vísir „Þegar ég ræði við kollega mína í systursamtökum á Norðurlöndunum þá í rauninni trúa þeir ekki hvernig við lifum þetta af. Einhvern veginn hefur þetta gengið en þetta er mjög þungt,“ sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Mikil þjónustuþörf Hann segir að Samtökin skorti fjármagn, ekki síst vegna þess að þau hafi bætt gríðarlega við sig í þjónustu en þau veita meðal annars ráðgjöf til hinsegin fólks, og aðstandenda, skóla og fyrirtækja auk fræðslu ásamt því að sinna daglegum störfum hagsmunasamtaka. „Og það er þannig að þegar félagasamtök hafa vaxið sex til sjö hundruð prósent á síðustu fimm til sex árum og fjárframlög til okkar frá ríkinu hafa ekki nema tvöfaldað sig á sama tíma þá þarf ekki stærðfræðing til að sjá að jafnan gengur ekki upp.“ Fjárskorturinn hefur meðal annars þær afleiðingar að nú er fjögurra til sex vikna bið í ráðgjöf hjá samtökunum. „Einhvern vegin verðum við að mæta þessu. Eins og staðan er núna þá erum við hjá góðum viðskiptabanka sem hefur veitt okkur yfirdrátt og erum að reka okkur á yfirdráttarláni eins og staðan er í dag. Svo erum við búin að efla verkefni sem heitir Regnbogavinir. Það er hægt að fara inn á síðuna til að gerast mánaðarlegur styrktaraðili. En með allt þetta rekstrarfé þá þurfum við tryggari stoðir til að tryggja grunnreksturinn til þess að þessi félagasamtök geti starfað eins og við eigum að starfa.“ Hinsegin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Algengt er að Ísland beri sig saman við nágrannaríkin þegar kemur að réttindabaráttu. Samtökin 78 eiga systurfélög á Norðurlöndunum og þegar fjármögnun félaganna er borin saman er eitt félag sem sker sig úr: Samtökin 78 sem fá 15 milljónir á ári á meðan systursamtök í Noregi fá 349 milljónir. Samtökin '78 fá 15 milljónir á ári. Það dugar ekki til að sögn framkvæmdastjóra samtakanna.vísir „Þegar ég ræði við kollega mína í systursamtökum á Norðurlöndunum þá í rauninni trúa þeir ekki hvernig við lifum þetta af. Einhvern veginn hefur þetta gengið en þetta er mjög þungt,“ sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Mikil þjónustuþörf Hann segir að Samtökin skorti fjármagn, ekki síst vegna þess að þau hafi bætt gríðarlega við sig í þjónustu en þau veita meðal annars ráðgjöf til hinsegin fólks, og aðstandenda, skóla og fyrirtækja auk fræðslu ásamt því að sinna daglegum störfum hagsmunasamtaka. „Og það er þannig að þegar félagasamtök hafa vaxið sex til sjö hundruð prósent á síðustu fimm til sex árum og fjárframlög til okkar frá ríkinu hafa ekki nema tvöfaldað sig á sama tíma þá þarf ekki stærðfræðing til að sjá að jafnan gengur ekki upp.“ Fjárskorturinn hefur meðal annars þær afleiðingar að nú er fjögurra til sex vikna bið í ráðgjöf hjá samtökunum. „Einhvern vegin verðum við að mæta þessu. Eins og staðan er núna þá erum við hjá góðum viðskiptabanka sem hefur veitt okkur yfirdrátt og erum að reka okkur á yfirdráttarláni eins og staðan er í dag. Svo erum við búin að efla verkefni sem heitir Regnbogavinir. Það er hægt að fara inn á síðuna til að gerast mánaðarlegur styrktaraðili. En með allt þetta rekstrarfé þá þurfum við tryggari stoðir til að tryggja grunnreksturinn til þess að þessi félagasamtök geti starfað eins og við eigum að starfa.“
Hinsegin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira