Björgunarsveitir skoða að loka gossvæðinu á morgun vegna veðurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2022 11:52 Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns Stöð 2/Egill Lögreglan á Suðurnesjum mun sekta þá sem ekki leggja í merkt bílastæði við gosstöðvarnar frá og með deginum í dag. Þá kemur til greina að svæðinu verði lokað á morgun vegna veðurs. „Þetta gekk ágætlega í nótt, nema bara fólk var ekkert að hlusta nógu vel á okkur því veðrið versnaði og það var mikið af vanbúnu fólki að fara upp,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Hátt í fimm þúsund lögðu leið sína að gosstöðvunum í gær og einstaka ferðamenn slösuðust. Veðrið í gærkvöldi og nótt hafi ekki verið gott og skyggni sérstaklega slæmt á tímabili. Fólk þurfi að vera vel búið og helst með GPS tæki til að rata alla leið. Björgunarsveitarmenn við eldgosið í Merardölum.Vísir/Vilhelm „Í gær endaði það þannig að það sást ekki á milli stika sem við erum búin að setja, við erum nú reyndar að fara í dag og þétta þær og reyna að gera eitthvað úr því,“ segir Bogi. Hafiði orðið vör við það að fólk sé, þrátt fyrir aðvaranir, að fara þarna með börn og gæludýr? „Jájájá, eins og ég segi túrisminn hefur kannski ekki pössun og ber oft á fólki í fjölskylduferðum.“ Þá hafi gengið illa að fá fólk til að leggja í bílastæðin sem komið var fyrir við Suðurstrandarveg í fyrra og fólk leggi enn í vegkantinn. Lögreglan á Suðurnesjum boðar aðgerðir vegna þessa. „Ef ég skildi fréttatilkynningu lögreglunnar rétt þá eru þeir að fara að harka í það og munu sekta alla bíla sem leggja í vegkanntinum.“ Hann biðlar til fólks að fara varlega, þar sem það taki björgunarsveitina meira en klukkustund að komast á bíl upp að gosstöðvunum. „Ef fólk lendir í að vera mikið slasað getum við lent í erfiðleikum með að flytja fólk af fjallinu.“ Á morgun er mikilli ofankomu spáð á svæðinu. „Við erum að skoða það hvort við bara lokum,“ segir Bogi en ákvörðun um það verður tekin í dag. „Miðað við hvernig veðurspáin er verðum við sjálfir í erfiðleikum með að athafna okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Gasmökkur á leið yfir borgina en óþarfi að óttast Samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar mun nokkuð magn gass frá eldgosinu í Meradölum leggja yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta. 6. ágúst 2022 10:37 Lítið skyggni við gosið sem mallar áfram Lítil sem engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum í nótt. Ekki viðrar vel til gönguferða að gosstöðvunum í dag enda er mikil þoka á svæðinu og skyggni lítið sem ekkert. 6. ágúst 2022 07:47 Ekki allir sem hlusta Eitthvað hefur borið á minniháttar meiðslum og fótameinum hjá fólki sem leggja leið sína að eldgosinu í Meradölum og dæmi um að einstaklingar togni á ökkla og þurfi aðstoð vegna örmögnunar. Heilt yfir hefur þó gengið nokkuð vel á svæðinu að sögn björgunarsveitarfólks en mikill fjöldi hefur gert sér ferð að gosinu frá því á miðvikudag. Er allur gangur á því hversu vel fólk er búið. 5. ágúst 2022 20:06 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
„Þetta gekk ágætlega í nótt, nema bara fólk var ekkert að hlusta nógu vel á okkur því veðrið versnaði og það var mikið af vanbúnu fólki að fara upp,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Hátt í fimm þúsund lögðu leið sína að gosstöðvunum í gær og einstaka ferðamenn slösuðust. Veðrið í gærkvöldi og nótt hafi ekki verið gott og skyggni sérstaklega slæmt á tímabili. Fólk þurfi að vera vel búið og helst með GPS tæki til að rata alla leið. Björgunarsveitarmenn við eldgosið í Merardölum.Vísir/Vilhelm „Í gær endaði það þannig að það sást ekki á milli stika sem við erum búin að setja, við erum nú reyndar að fara í dag og þétta þær og reyna að gera eitthvað úr því,“ segir Bogi. Hafiði orðið vör við það að fólk sé, þrátt fyrir aðvaranir, að fara þarna með börn og gæludýr? „Jájájá, eins og ég segi túrisminn hefur kannski ekki pössun og ber oft á fólki í fjölskylduferðum.“ Þá hafi gengið illa að fá fólk til að leggja í bílastæðin sem komið var fyrir við Suðurstrandarveg í fyrra og fólk leggi enn í vegkantinn. Lögreglan á Suðurnesjum boðar aðgerðir vegna þessa. „Ef ég skildi fréttatilkynningu lögreglunnar rétt þá eru þeir að fara að harka í það og munu sekta alla bíla sem leggja í vegkanntinum.“ Hann biðlar til fólks að fara varlega, þar sem það taki björgunarsveitina meira en klukkustund að komast á bíl upp að gosstöðvunum. „Ef fólk lendir í að vera mikið slasað getum við lent í erfiðleikum með að flytja fólk af fjallinu.“ Á morgun er mikilli ofankomu spáð á svæðinu. „Við erum að skoða það hvort við bara lokum,“ segir Bogi en ákvörðun um það verður tekin í dag. „Miðað við hvernig veðurspáin er verðum við sjálfir í erfiðleikum með að athafna okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Gasmökkur á leið yfir borgina en óþarfi að óttast Samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar mun nokkuð magn gass frá eldgosinu í Meradölum leggja yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta. 6. ágúst 2022 10:37 Lítið skyggni við gosið sem mallar áfram Lítil sem engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum í nótt. Ekki viðrar vel til gönguferða að gosstöðvunum í dag enda er mikil þoka á svæðinu og skyggni lítið sem ekkert. 6. ágúst 2022 07:47 Ekki allir sem hlusta Eitthvað hefur borið á minniháttar meiðslum og fótameinum hjá fólki sem leggja leið sína að eldgosinu í Meradölum og dæmi um að einstaklingar togni á ökkla og þurfi aðstoð vegna örmögnunar. Heilt yfir hefur þó gengið nokkuð vel á svæðinu að sögn björgunarsveitarfólks en mikill fjöldi hefur gert sér ferð að gosinu frá því á miðvikudag. Er allur gangur á því hversu vel fólk er búið. 5. ágúst 2022 20:06 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Gasmökkur á leið yfir borgina en óþarfi að óttast Samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar mun nokkuð magn gass frá eldgosinu í Meradölum leggja yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta. 6. ágúst 2022 10:37
Lítið skyggni við gosið sem mallar áfram Lítil sem engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum í nótt. Ekki viðrar vel til gönguferða að gosstöðvunum í dag enda er mikil þoka á svæðinu og skyggni lítið sem ekkert. 6. ágúst 2022 07:47
Ekki allir sem hlusta Eitthvað hefur borið á minniháttar meiðslum og fótameinum hjá fólki sem leggja leið sína að eldgosinu í Meradölum og dæmi um að einstaklingar togni á ökkla og þurfi aðstoð vegna örmögnunar. Heilt yfir hefur þó gengið nokkuð vel á svæðinu að sögn björgunarsveitarfólks en mikill fjöldi hefur gert sér ferð að gosinu frá því á miðvikudag. Er allur gangur á því hversu vel fólk er búið. 5. ágúst 2022 20:06