Hvers vegna vilja Svíar og Finnar í NATO? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. ágúst 2022 11:00 Fyrr í sumar birtist mjög áhugaverð grein á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian eftir dr. Jonathan Eyal, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Royal United Services Institute (RUSI), elztu hugveitu Bretlands á sviði öryggis- og varnarmála. Í greininni fjallar Eyal meðal annars um ástæður þess að stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi tóku ákvörðun um það að óska eftir aðild að NATO í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Tilefni greinarinnar var leiðtogafundur NATO sem fram fór í Madrid, höfuðborg Spánar, í lok júní þar sem leiðtogar aðildarrríkja bandalagsins tóku meðal annars ákvörðun um að 300 þúsund manna varnarlið á vegum þess yrði til taks til þess að bregðast við með skömmum fyrirvara í stað 40 þúsund manna liðs áður. Þá hétu leiðtogar aðildaríkja NATO því að auka verulega fjárframlög til varnarmála á komandi árum. Til þessa hefur meirihluti aðildarríkja NATO ekki varið þeim fjármunum til varnarmála sem þau hafa skuldbundið sig til með aðild að bandalaginu, það er sem nemur 2% af landsframleiðslu, og kosið þess í stað að treysta fyrst og fremst á varnarmátt Bandaríkjanna í þeim efnum. Eyal vekur athygli á því að rúmlega 2/3 ríkjanna uppfylli ekki skilyrðið í dag og þar á meðal séu fjölmenn ríki eins og Frakkland, Þýzkaland, Ítalía og Spánn. Munurinn á löngun ESB og getu NATO Meðal þess sem undirstrikað var með leiðtogafundi NATO í Madrid að sögn Eyals var sú staðreynd að bandalagið hefur eitt burði til þess að tryggja sameiginlegar varnir Evrópuríkja. Meðal annars með ákvörðun leiðtoga aðildarríkja NATO um að samþykkja formlega aðild Svíþjóðar og Finnlands að bandalaginu í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórna landanna um að hverfa frá hlutleysisstefnu þeirra og óska eftir aðild: „Það gleymist oft að Svíþjóð og Finnland nutu þegar í orði kveðnu afdráttarlausrar öryggistryggingar í gegnum aðild þeirra að Evrópusambandinu. Eftir sem áður töldu bæði ríkin skynsamlegt að sækjast eftir aðild að NATO á leiðtogafundinum í Madrid þar sem þau gerðu sér grein fyrir muninum á milli löngunar sambandsins [til þess að geta veitt slíka tryggingu] og getu bandalagsins studdri af hernaðarmætti Bandaríkjanna.“ Forystumenn Svíþjóðar og Finnlands hafa sagt að aðild að NATO sé nauðsynleg til þess að tryggja öryggis- og varnarhagsmuni landanna. Þó að 21 af 30 aðildarríkjum NATO, og brátt 23, séu einnig í Evrópusambandinu hafi það þannig ekki tryggt þá hagsmuni. Ekkert þeirra fjögurra ríkja sambandsins sem út af standa (Austurríki, Írland, Kýpur og Malta) býr yfir miklum hernaðarmætti. Það munar fyrst og fremst um Bandaríkin. Vilja ekki bæta fyrir vanrækslu annarra Fjölgun aðildarríkja NATO hefur annars ekki dregið úr því hversu háð þau eru framlagi Bandaríkjanna til sameiginlegra varna bandalagsins sem er langt umfram samanlagt framlag aðildarríkja þess í Evrópu eins og Eyal áréttar. Óvíst sé hversu öflug samstaða NATO hefði verið vegna stríðsins í Úkraínu ef ekki væri fyrir 100 þúsund manna bandarískt varnarlið í álfunni. Það fjölmennasta frá því skömmu eftir lok kalda stríðsins. Fyrrnefnd tregða ófárra aðildarríkja NATO í Evrópu, við það að standa við skuldbindingar sínar í varnarmálum, hefur sætt réttmætri gagnrýni af hálfu bandarískra stjórnvalda á liðnum árum. Þó Bandaríkjamenn séu sem fyrr reiðubúnir til þess að leggja sitt að mörkum til sameiginlegra varna bandalagsins eru þeir eðli málsins samkvæmt lítt spenntir fyrir því að axla auknar birgðar vegna þess að aðrir standa ekki við sínar skuldbindingar. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í raun burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Fyrir utan þá staðreynd að NATO er varnarbandalag ólíkt Evrópusambandinu er aðild Bandaríkjanna að bandalaginu forsenda þess að það hafi getu til þess að tryggja sameiginlegar varnir þess og þar með talið nýrra aðildarríkja eins og Svíþjóðar og Finnlands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein NATO Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í sumar birtist mjög áhugaverð grein á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian eftir dr. Jonathan Eyal, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Royal United Services Institute (RUSI), elztu hugveitu Bretlands á sviði öryggis- og varnarmála. Í greininni fjallar Eyal meðal annars um ástæður þess að stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi tóku ákvörðun um það að óska eftir aðild að NATO í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Tilefni greinarinnar var leiðtogafundur NATO sem fram fór í Madrid, höfuðborg Spánar, í lok júní þar sem leiðtogar aðildarrríkja bandalagsins tóku meðal annars ákvörðun um að 300 þúsund manna varnarlið á vegum þess yrði til taks til þess að bregðast við með skömmum fyrirvara í stað 40 þúsund manna liðs áður. Þá hétu leiðtogar aðildaríkja NATO því að auka verulega fjárframlög til varnarmála á komandi árum. Til þessa hefur meirihluti aðildarríkja NATO ekki varið þeim fjármunum til varnarmála sem þau hafa skuldbundið sig til með aðild að bandalaginu, það er sem nemur 2% af landsframleiðslu, og kosið þess í stað að treysta fyrst og fremst á varnarmátt Bandaríkjanna í þeim efnum. Eyal vekur athygli á því að rúmlega 2/3 ríkjanna uppfylli ekki skilyrðið í dag og þar á meðal séu fjölmenn ríki eins og Frakkland, Þýzkaland, Ítalía og Spánn. Munurinn á löngun ESB og getu NATO Meðal þess sem undirstrikað var með leiðtogafundi NATO í Madrid að sögn Eyals var sú staðreynd að bandalagið hefur eitt burði til þess að tryggja sameiginlegar varnir Evrópuríkja. Meðal annars með ákvörðun leiðtoga aðildarríkja NATO um að samþykkja formlega aðild Svíþjóðar og Finnlands að bandalaginu í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórna landanna um að hverfa frá hlutleysisstefnu þeirra og óska eftir aðild: „Það gleymist oft að Svíþjóð og Finnland nutu þegar í orði kveðnu afdráttarlausrar öryggistryggingar í gegnum aðild þeirra að Evrópusambandinu. Eftir sem áður töldu bæði ríkin skynsamlegt að sækjast eftir aðild að NATO á leiðtogafundinum í Madrid þar sem þau gerðu sér grein fyrir muninum á milli löngunar sambandsins [til þess að geta veitt slíka tryggingu] og getu bandalagsins studdri af hernaðarmætti Bandaríkjanna.“ Forystumenn Svíþjóðar og Finnlands hafa sagt að aðild að NATO sé nauðsynleg til þess að tryggja öryggis- og varnarhagsmuni landanna. Þó að 21 af 30 aðildarríkjum NATO, og brátt 23, séu einnig í Evrópusambandinu hafi það þannig ekki tryggt þá hagsmuni. Ekkert þeirra fjögurra ríkja sambandsins sem út af standa (Austurríki, Írland, Kýpur og Malta) býr yfir miklum hernaðarmætti. Það munar fyrst og fremst um Bandaríkin. Vilja ekki bæta fyrir vanrækslu annarra Fjölgun aðildarríkja NATO hefur annars ekki dregið úr því hversu háð þau eru framlagi Bandaríkjanna til sameiginlegra varna bandalagsins sem er langt umfram samanlagt framlag aðildarríkja þess í Evrópu eins og Eyal áréttar. Óvíst sé hversu öflug samstaða NATO hefði verið vegna stríðsins í Úkraínu ef ekki væri fyrir 100 þúsund manna bandarískt varnarlið í álfunni. Það fjölmennasta frá því skömmu eftir lok kalda stríðsins. Fyrrnefnd tregða ófárra aðildarríkja NATO í Evrópu, við það að standa við skuldbindingar sínar í varnarmálum, hefur sætt réttmætri gagnrýni af hálfu bandarískra stjórnvalda á liðnum árum. Þó Bandaríkjamenn séu sem fyrr reiðubúnir til þess að leggja sitt að mörkum til sameiginlegra varna bandalagsins eru þeir eðli málsins samkvæmt lítt spenntir fyrir því að axla auknar birgðar vegna þess að aðrir standa ekki við sínar skuldbindingar. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í raun burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Fyrir utan þá staðreynd að NATO er varnarbandalag ólíkt Evrópusambandinu er aðild Bandaríkjanna að bandalaginu forsenda þess að það hafi getu til þess að tryggja sameiginlegar varnir þess og þar með talið nýrra aðildarríkja eins og Svíþjóðar og Finnlands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun