Lokað var fyrir aðgengi almennings að eldgosinu á sunnudaginn og svo hefur verið síðan þá. Þó hafa margir lagt leið sína að eldgosinu, þvert á skipanir lögreglu.
Nú þegar opnað hefur verið fyrir gönguleiðina að gosinu leggur lögreglan áherslu á að fólk búi sig vel áður en lagt er af stað að eldgosinu.
Unnið var að því að stika leið A, sem flestir ganga að gosinu, í gær og nótt.