Ég skora á þig að verða vegan! Birta Ísey skrifar 11. ágúst 2022 14:00 Í amstri dagsins er auðvelt að gleyma sér í hversdagsleikanum. Við hugsum um vinnuna eða skólann, og hvað verði í kvöldmatinn. Við heyrum talað um loftslagsvána í fréttunum og hversu stórt vandamál hún er. Við fáum hnút í magann og skiptum um rás. Það er einfaldlega auðveldara að hugsa ekki of mikið um þetta, því þegar við byrjum að pæla mikið í málunum er auðvelt að upplifa hinn algenga loftlagskvíða. Í þessari erfiðu og alvarlegu stöðu sem við erum í, eru æ fleiri sem upplifa svartsýni og hugsa með sér hvort einn einstaklingur geti í raun komið af stað alvöru breytingum. Þetta er skiljanlegur hugsanagangur, en mikilvægt er að vera bjartsýn og muna að í fjöldanum er kraftur. Við sem einstaklingar getum haft gífurleg áhrif, enda sjáum við að því fleiri sem taka stöðu og standa með umhverfinu, því meiri þrýstingur leggst á ábyrgðaraðila að standa sig betur. Það er ekki langt síðan loftslagsmálin voru lítið sem ekkert rædd á vettvangi stjórnvalda. Nú er það eitt tíðræddasta umræðuefnið. Ég trúi því að við viljum öll gera okkar besta. Við byrjum að flokka eins og engin sé morgundagurinn og kaupum vistvænu vöruna frekar en hina sem við erum vön. Við skoðum hvað rafmagnsbílar kosta og fáum kvíðakast, og ákveðum að taka frekar oftar strætó. Eitt sem gleymist þó oft í umræðunni um mátt okkar einstaklinga til að sporna gegn loftslagsvánni er dýraiðnaðurinn. Rannsóknir sýna okkur hversu mikil og slæm áhrif hann hefur á náttúruna og loftslagið. Já líka hér á Íslandi. Staðan er einfaldlega sú, að ef þú vilt minnka kolefnisfótspor þitt er breyting á mataræðinu eitt stærsta skref sem þú getur tekið. Það að forðast dýraafurðir og borða sem mest úr plönturíkinu hefur gífurlega jákvæð áhrif. Sumum finnst þetta hljóma öfgafullt, en við erum að horfa á öfgafullar aðstæður þar sem nauðsynlegt er að taka stór skref. Aldrei hefur verið auðveldara að sleppa dýraafurðum en í dag og það skerðir sannarlega ekki lífsgæði fólks að taka skref í þá átt. Þvert á móti getur það haft jákvæð áhrif. Það þurfa ekki allir að verða vegan á einni nóttu. Hins vegar vil ég hvetja ykkur til að minnka neyslu dýraafurða, þó svo það sé bara einu sinni eða tvisvar í viku, því það gerir heilan helling í heildar samhenginu. Þegar við vitum að grænmetisæta á bensínbíl gerir meira fyrir umhverfið heldur en kjötæta á hjóli, er náttúrulegt að spyrja; hversu mikils virði eru þessar 15 mínútur sem það tekur okkur að borða steikina okkar, í raun og veru? Margt smátt gerir eitt stórt og hver veit, kannski finnur þú glænýjar uppáhalds uppskriftir eða losnar jafnvel við magaverkina? Ég skora á þig, kæri lesandi að kynna þér kostina við vegan mataræði, bæði fyrir þig og umhverfið. Ég get lofað þér því sem fyrrum kjötæta, að kostirnir eru mun fleiri en gallarnir. Höfundur er meðlimur í stjórn Samtaka Grænkera á Íslandi. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Heimildir: https://ourworldindata.org/food-choice-vs-eating-local https://www.efla.is/thjonusta/umhverfi/matarspor Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Vegan Loftslagsmál Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í amstri dagsins er auðvelt að gleyma sér í hversdagsleikanum. Við hugsum um vinnuna eða skólann, og hvað verði í kvöldmatinn. Við heyrum talað um loftslagsvána í fréttunum og hversu stórt vandamál hún er. Við fáum hnút í magann og skiptum um rás. Það er einfaldlega auðveldara að hugsa ekki of mikið um þetta, því þegar við byrjum að pæla mikið í málunum er auðvelt að upplifa hinn algenga loftlagskvíða. Í þessari erfiðu og alvarlegu stöðu sem við erum í, eru æ fleiri sem upplifa svartsýni og hugsa með sér hvort einn einstaklingur geti í raun komið af stað alvöru breytingum. Þetta er skiljanlegur hugsanagangur, en mikilvægt er að vera bjartsýn og muna að í fjöldanum er kraftur. Við sem einstaklingar getum haft gífurleg áhrif, enda sjáum við að því fleiri sem taka stöðu og standa með umhverfinu, því meiri þrýstingur leggst á ábyrgðaraðila að standa sig betur. Það er ekki langt síðan loftslagsmálin voru lítið sem ekkert rædd á vettvangi stjórnvalda. Nú er það eitt tíðræddasta umræðuefnið. Ég trúi því að við viljum öll gera okkar besta. Við byrjum að flokka eins og engin sé morgundagurinn og kaupum vistvænu vöruna frekar en hina sem við erum vön. Við skoðum hvað rafmagnsbílar kosta og fáum kvíðakast, og ákveðum að taka frekar oftar strætó. Eitt sem gleymist þó oft í umræðunni um mátt okkar einstaklinga til að sporna gegn loftslagsvánni er dýraiðnaðurinn. Rannsóknir sýna okkur hversu mikil og slæm áhrif hann hefur á náttúruna og loftslagið. Já líka hér á Íslandi. Staðan er einfaldlega sú, að ef þú vilt minnka kolefnisfótspor þitt er breyting á mataræðinu eitt stærsta skref sem þú getur tekið. Það að forðast dýraafurðir og borða sem mest úr plönturíkinu hefur gífurlega jákvæð áhrif. Sumum finnst þetta hljóma öfgafullt, en við erum að horfa á öfgafullar aðstæður þar sem nauðsynlegt er að taka stór skref. Aldrei hefur verið auðveldara að sleppa dýraafurðum en í dag og það skerðir sannarlega ekki lífsgæði fólks að taka skref í þá átt. Þvert á móti getur það haft jákvæð áhrif. Það þurfa ekki allir að verða vegan á einni nóttu. Hins vegar vil ég hvetja ykkur til að minnka neyslu dýraafurða, þó svo það sé bara einu sinni eða tvisvar í viku, því það gerir heilan helling í heildar samhenginu. Þegar við vitum að grænmetisæta á bensínbíl gerir meira fyrir umhverfið heldur en kjötæta á hjóli, er náttúrulegt að spyrja; hversu mikils virði eru þessar 15 mínútur sem það tekur okkur að borða steikina okkar, í raun og veru? Margt smátt gerir eitt stórt og hver veit, kannski finnur þú glænýjar uppáhalds uppskriftir eða losnar jafnvel við magaverkina? Ég skora á þig, kæri lesandi að kynna þér kostina við vegan mataræði, bæði fyrir þig og umhverfið. Ég get lofað þér því sem fyrrum kjötæta, að kostirnir eru mun fleiri en gallarnir. Höfundur er meðlimur í stjórn Samtaka Grænkera á Íslandi. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Heimildir: https://ourworldindata.org/food-choice-vs-eating-local https://www.efla.is/thjonusta/umhverfi/matarspor
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun