Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Árni Sæberg skrifar 11. ágúst 2022 14:59 Hildur Björnsdóttir hefur látið leikskólamálin sig mikið varða í gegnum tíðina. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. „Staðan er auðvitað ekki nógu góð. Það er bagalegt að meirihlutinn hafi lofað öllum börnum tólf mánaða og eldri plássi strax í haust, þetta loforð var gefið strax síðastliðið vor. Við bentum nú á að þetta myndi aldrei nást, ekki síst ef ekki yrði gripið til einhverra sérstakra aðgerða. Nú er það að raungerast og samkvæmt óformlegum tölum sem mér bárust í morgun eru tæplega átta hundruð börn á biðlista eftir leikskólaplássi,“ segir Hildur Björnsdóttir í samtali við Vísi. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um 200 þúsund króna biðlistabætur mánaðarlega fyrir foreldra barna sem ekki fá inni á leikskóla eftir tólf mánaða aldur í Borgarráði í dag. „Það er auðvitað engin langtímalausn og ekki ásættanleg lausn en þetta er í minnsta kosti viðurkenning á því að þetta fólk er ekki að fá þjónustuna sem því var lofað og á rétt á,“ segir Hildur. Tillagan var ekki afgreidd í dag en Hildur vonast til þess að hún verði tekin fyrir á næsta fundi Borgarráðs næsta fimmtug. „Ég veit að það eru skiptar skoðanir um þetta og ekki allir tilbúnir að viðurkenna að það sé vandi til staðar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig verður tekið á málinu,“ segir hún. Þá segir hún að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið kallaðir óheiðarlegir á vordögum þegar þeir bentu á að áform meirihlutans myndu ekki ná fram að ganga. Það hafi verið sárt en ekki jafnsárt og að horfa upp á barnafjölskyldur í vanda vegna ástandsins. Hiti í foreldrum í morgun Hildur segir að mikill hiti hafi verið í foreldrum í morgun þegar ástandinu í leikskólamálum var mótmælt í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Hún segir skiljanlegt að foreldrum hafi verið heitt í hamsi en að þeir hafi þó allir verið til fyrirmyndar. Foreldrar fylktu liði í ráðhúsinu í morgun. Hér sjást nokkrir þeirra taka borgarfulltrúa tali.Stöð 2/Sigurjón „Það er auðvitað gott hjá þeim að mótmæla og fara fram svona sýnilega með sínar kröfur en það er líka sárt að þau þurfi að gera það. Staðan á ekki að vera þessi. Ég held að við sem samfélag séum búin að komast að niðurstöðu um að við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við sem sveitarfélag höfum sagt að við ætlum að gera það en ég sé ekki það séu neinar aðgerðir í farvatninu sem eru raunhæfar til að leysa vandann,“ segir Hildur. Þurfum að vera reiðubúin að vinna vinnuna Hildur segir að leiksólavandamálið sé risavaxið verkefni en að ráðamenn verði að vera tilbúnir að takast á við það. Hún segir að engin töfralausn sé við vandanum en að hægt sé að fara ýmsar leiðir í því að breyta kerfinu. „Það sem við hefðum fyrst og fremst gert öðruvísi, ef við hefðum komist til áhrifa í Reykjavík eftir kosningar, er að við hefðum ekki farið í sumarfrí og látið vandann liggja þegar það var fyrirséð að hann yrði risavaxinn strax í haust,“ segir Hildur að lokum. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Staðan er auðvitað ekki nógu góð. Það er bagalegt að meirihlutinn hafi lofað öllum börnum tólf mánaða og eldri plássi strax í haust, þetta loforð var gefið strax síðastliðið vor. Við bentum nú á að þetta myndi aldrei nást, ekki síst ef ekki yrði gripið til einhverra sérstakra aðgerða. Nú er það að raungerast og samkvæmt óformlegum tölum sem mér bárust í morgun eru tæplega átta hundruð börn á biðlista eftir leikskólaplássi,“ segir Hildur Björnsdóttir í samtali við Vísi. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um 200 þúsund króna biðlistabætur mánaðarlega fyrir foreldra barna sem ekki fá inni á leikskóla eftir tólf mánaða aldur í Borgarráði í dag. „Það er auðvitað engin langtímalausn og ekki ásættanleg lausn en þetta er í minnsta kosti viðurkenning á því að þetta fólk er ekki að fá þjónustuna sem því var lofað og á rétt á,“ segir Hildur. Tillagan var ekki afgreidd í dag en Hildur vonast til þess að hún verði tekin fyrir á næsta fundi Borgarráðs næsta fimmtug. „Ég veit að það eru skiptar skoðanir um þetta og ekki allir tilbúnir að viðurkenna að það sé vandi til staðar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig verður tekið á málinu,“ segir hún. Þá segir hún að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið kallaðir óheiðarlegir á vordögum þegar þeir bentu á að áform meirihlutans myndu ekki ná fram að ganga. Það hafi verið sárt en ekki jafnsárt og að horfa upp á barnafjölskyldur í vanda vegna ástandsins. Hiti í foreldrum í morgun Hildur segir að mikill hiti hafi verið í foreldrum í morgun þegar ástandinu í leikskólamálum var mótmælt í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Hún segir skiljanlegt að foreldrum hafi verið heitt í hamsi en að þeir hafi þó allir verið til fyrirmyndar. Foreldrar fylktu liði í ráðhúsinu í morgun. Hér sjást nokkrir þeirra taka borgarfulltrúa tali.Stöð 2/Sigurjón „Það er auðvitað gott hjá þeim að mótmæla og fara fram svona sýnilega með sínar kröfur en það er líka sárt að þau þurfi að gera það. Staðan á ekki að vera þessi. Ég held að við sem samfélag séum búin að komast að niðurstöðu um að við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við sem sveitarfélag höfum sagt að við ætlum að gera það en ég sé ekki það séu neinar aðgerðir í farvatninu sem eru raunhæfar til að leysa vandann,“ segir Hildur. Þurfum að vera reiðubúin að vinna vinnuna Hildur segir að leiksólavandamálið sé risavaxið verkefni en að ráðamenn verði að vera tilbúnir að takast á við það. Hún segir að engin töfralausn sé við vandanum en að hægt sé að fara ýmsar leiðir í því að breyta kerfinu. „Það sem við hefðum fyrst og fremst gert öðruvísi, ef við hefðum komist til áhrifa í Reykjavík eftir kosningar, er að við hefðum ekki farið í sumarfrí og látið vandann liggja þegar það var fyrirséð að hann yrði risavaxinn strax í haust,“ segir Hildur að lokum.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira