Samstaða á tímum loftslagsbreytinga Francis Laufkvist Kristinsbur skrifar 16. ágúst 2022 11:31 Eins og þið hafið eflaust oft heyrt erum við stödd á tíma mikilla loftslagsbreytinga. Þetta eru loftslagsbreytingar sem eru nú þegar byrjaðar að hafa mikil áhrif á líf fólks og munu halda áfram að gera. Til þess að koma í veg fyrir meiri skaða og takast á við verðandi afleiðingar loftslagsbreytinga er mikilvægt að við stöndum saman. Lausnir á loftslagsbreytingum liggja ekki bara í papparörum og gróðursetningu trjáa. Þótt að það séu að einhverju leyti góð skref er heildarmynd þess sem veldur loftslagsbreytingum miklu stærri. Einstaklingsmiðuð barátta er einfaldlega ekki nóg þegar stórstjörnur losa tonnum af CO2 við einkaflug og aðeins 20 fyrirtæki eru ábyrg fyrir 1/3 af öllum kolefnisútblæstri frá 1965 til 2017. Þegar aðal markmið fyrirtækja er hagnaður og bara hagnaður týnist mennskan í græðginni. Ein öflugasta leiðin til þess að stuðla að minni loftslagsbreytingum er að sameinast og pressa á stjórnvöld. Við verðum að vera með læti og vera fyrir, en á meðan bera virðingu fyrir hvert öðru og umhverfinu. Með lagasetningum og framfylgd þeirra getum við gert stórar breytingar. En þær verða að gerast fljótt. Þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga er jafnvel enn þá mikilvægara að standa saman. Við erum strax farin að finna fyrir eftirköstunum. Loftslagsbreytingar eru að valda náttúruhamförum, skógareldum, hitabylgjum og bráðnun jökla. Þótt við séum heppin að búa á Íslandi þýðir það ekki að þessar breytingar hafi ekki áhrif á okkur. Hingað mun streyma mikið af flóttafólki. Þá er mikilvægt að við tökum á móti þeim öllum og að Útlendingastofnun hætti að senda fólk úr landi. Við þurfum að skapa samfélag þar sem allir eru velkomnir og hjálpast að. Það er löngu orðið tímabært að við hættum þessari endalausu samkeppni og sameinumst öll til að búa til betri heim og batnandi plánetu. Samfélag sem gengur á samvinnu en ekki samkeppni er ekki aðeins betra fyrir plánetuna heldur einnig okkur öll. Í Sameiningu getum við skapað gott umhverfi þar sem allir fá fullnægt þörfum og löngunum sínum. Fjölbreytileikinn er nefnilega svo fallegur og mikilvægur, bæði í náttúrunni og í manneskjum. Þótt við séum lítið land með aðeins 376,248 manns getum við gert ósköp mikið og haft áhrif á stóra reikninginn. Við skulum sameinast og pressa á stjórnvöld að framkvæma aðgerðir sem bjarga mannslífum, dýrum og náttúrunni. Aðgerðir strax! Höfundur er oddviti umhverfisráðs nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 á Austurvelli og verður boðið upp á skemmtilega dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Eins og þið hafið eflaust oft heyrt erum við stödd á tíma mikilla loftslagsbreytinga. Þetta eru loftslagsbreytingar sem eru nú þegar byrjaðar að hafa mikil áhrif á líf fólks og munu halda áfram að gera. Til þess að koma í veg fyrir meiri skaða og takast á við verðandi afleiðingar loftslagsbreytinga er mikilvægt að við stöndum saman. Lausnir á loftslagsbreytingum liggja ekki bara í papparörum og gróðursetningu trjáa. Þótt að það séu að einhverju leyti góð skref er heildarmynd þess sem veldur loftslagsbreytingum miklu stærri. Einstaklingsmiðuð barátta er einfaldlega ekki nóg þegar stórstjörnur losa tonnum af CO2 við einkaflug og aðeins 20 fyrirtæki eru ábyrg fyrir 1/3 af öllum kolefnisútblæstri frá 1965 til 2017. Þegar aðal markmið fyrirtækja er hagnaður og bara hagnaður týnist mennskan í græðginni. Ein öflugasta leiðin til þess að stuðla að minni loftslagsbreytingum er að sameinast og pressa á stjórnvöld. Við verðum að vera með læti og vera fyrir, en á meðan bera virðingu fyrir hvert öðru og umhverfinu. Með lagasetningum og framfylgd þeirra getum við gert stórar breytingar. En þær verða að gerast fljótt. Þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga er jafnvel enn þá mikilvægara að standa saman. Við erum strax farin að finna fyrir eftirköstunum. Loftslagsbreytingar eru að valda náttúruhamförum, skógareldum, hitabylgjum og bráðnun jökla. Þótt við séum heppin að búa á Íslandi þýðir það ekki að þessar breytingar hafi ekki áhrif á okkur. Hingað mun streyma mikið af flóttafólki. Þá er mikilvægt að við tökum á móti þeim öllum og að Útlendingastofnun hætti að senda fólk úr landi. Við þurfum að skapa samfélag þar sem allir eru velkomnir og hjálpast að. Það er löngu orðið tímabært að við hættum þessari endalausu samkeppni og sameinumst öll til að búa til betri heim og batnandi plánetu. Samfélag sem gengur á samvinnu en ekki samkeppni er ekki aðeins betra fyrir plánetuna heldur einnig okkur öll. Í Sameiningu getum við skapað gott umhverfi þar sem allir fá fullnægt þörfum og löngunum sínum. Fjölbreytileikinn er nefnilega svo fallegur og mikilvægur, bæði í náttúrunni og í manneskjum. Þótt við séum lítið land með aðeins 376,248 manns getum við gert ósköp mikið og haft áhrif á stóra reikninginn. Við skulum sameinast og pressa á stjórnvöld að framkvæma aðgerðir sem bjarga mannslífum, dýrum og náttúrunni. Aðgerðir strax! Höfundur er oddviti umhverfisráðs nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 á Austurvelli og verður boðið upp á skemmtilega dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p
Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 á Austurvelli og verður boðið upp á skemmtilega dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar